1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. september 2024 00:02 Diddy, sem réttu nafni heitir Sean Combs, er 54 ára. Jordan Strauss/Invision/AP Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. Sú er niðurstaða dómstóls í Michigan-ríki í Bandaríkjunum þar sem að Diddy mætti ekki fyrir réttinn. Í yfirlýsingu frá lögmanni hans segir að Diddy kannist ekki við manninn Derrick Lee Cardello-Smith sem hefur sakað hann um að brjóta á sér í teiti í Detroit árið 1997. Diddy „hlakki til að sjá málinu vísað frá dómi í snatri“ á áfrýjunarstigi. Cardello-Smith afplánar dóm í fangelsi í Michigan og í yfirlýsingu lögmanns er ýmislegt tínt til að varpa rýrð á hann og hans ásakanir. Cardello-Smith heldur því fram að Diddy hafi þegar boðið honum um tvær milljónir bandaríkjadala til að hætta við lögsóknina. Samkvæmt lögum Michigan-ríkis eru kröfur sækjanda teknar til greina ef verjandi sækir ekki þingfestingu máls. Í umfjöllun Detroit Metro Times kemur fram að Cardello-Smith haldi því fram að þeir Diddy hafi kynnst þegar sá fyrrnefndi vann á veitingastað í nágrenni Detroit. Diddy hafi boðið honum fyrrgreint sáttarboð en Cardello-Smith hafnað því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diddy kemst í kast við lögin vegna kynferðisbrota eða gruns um slíkt. Fyrr á þessu ári birti CNN upptökur þar sem Diddy sést veitast að þáverandi kærustu sinni. Diddy hafði alla tíð neitað öllum ásökunum en greiddi kærustunni fyrrverandi ótilgreinda summu á fyrsta degi réttarhalda gegn honum. Myndbandið varpaði nýju ljósi á yfirlýsingar hans um sakleysi og í kjölfarið birti Diddy myndband þar sem hann biðst afsökunar á gjörðum sínum. Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26 Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Sú er niðurstaða dómstóls í Michigan-ríki í Bandaríkjunum þar sem að Diddy mætti ekki fyrir réttinn. Í yfirlýsingu frá lögmanni hans segir að Diddy kannist ekki við manninn Derrick Lee Cardello-Smith sem hefur sakað hann um að brjóta á sér í teiti í Detroit árið 1997. Diddy „hlakki til að sjá málinu vísað frá dómi í snatri“ á áfrýjunarstigi. Cardello-Smith afplánar dóm í fangelsi í Michigan og í yfirlýsingu lögmanns er ýmislegt tínt til að varpa rýrð á hann og hans ásakanir. Cardello-Smith heldur því fram að Diddy hafi þegar boðið honum um tvær milljónir bandaríkjadala til að hætta við lögsóknina. Samkvæmt lögum Michigan-ríkis eru kröfur sækjanda teknar til greina ef verjandi sækir ekki þingfestingu máls. Í umfjöllun Detroit Metro Times kemur fram að Cardello-Smith haldi því fram að þeir Diddy hafi kynnst þegar sá fyrrnefndi vann á veitingastað í nágrenni Detroit. Diddy hafi boðið honum fyrrgreint sáttarboð en Cardello-Smith hafnað því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diddy kemst í kast við lögin vegna kynferðisbrota eða gruns um slíkt. Fyrr á þessu ári birti CNN upptökur þar sem Diddy sést veitast að þáverandi kærustu sinni. Diddy hafði alla tíð neitað öllum ásökunum en greiddi kærustunni fyrrverandi ótilgreinda summu á fyrsta degi réttarhalda gegn honum. Myndbandið varpaði nýju ljósi á yfirlýsingar hans um sakleysi og í kjölfarið birti Diddy myndband þar sem hann biðst afsökunar á gjörðum sínum.
Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26 Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09
Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26
Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32