„Barnlausa kattakonan“ lýsir yfir stuðningi við Harris Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2024 07:11 Bandaríska söngkonan Taylor Swift er ein allra vinsælasta söngkona heims. EPA Bandaríska stórstjarnan Taylor Swift hefur lýst yfir stuðningi við Kamölu Harris, varaforseta og frambjóðanda Demókrata, í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara 5. nóvember næstkomandi. Þetta gerði Swift á samfélagsmiðlum skömmu eftir að kappræðum Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, lauk í nótt. Swift skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna, „Barnlausa kattakonan“, þar sem hún vísaði í orð JD Vance, varaforsetaefnis Trump, frá árinu 2021 um að pólitískir andstæðingar hans, þeirra á meðal Harris, væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“ sem væru óánægðar með líf sitt. Með færslunni fylgir svo mynd af Swift þar sem hún heldur á ketti sínum. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Þetta er í fyrsta sinn sem Swift, sem er ein vinsælasta söngkona heims, tjáir sig opinberlega um yfirstandandi kosningabaráttu vestanhafs. Í færslunni segist hún munu kjósa Harris þar sem „hún berst fyrir réttindum og þeim málum sem ég tel að þurfi stríðskonu til að ná fram“. Þá hrósaði hún sérstaklega leiðtogahæfileikum Harris og segir að Bandaríkin geti náð svo miklu meiri árangri ef leiðtogi þjóðarinnar stjórni af yfirvegun en ekki glundroða. Swift lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum 2020, en hún tjáði sig fyrst opinberlega um stjórnmálin vestanhafs þegar hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðanda Demókrata í kosningum til ríkisstjóra í heimaríki hennar Tennessee árið 2018. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Þetta gerði Swift á samfélagsmiðlum skömmu eftir að kappræðum Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, lauk í nótt. Swift skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna, „Barnlausa kattakonan“, þar sem hún vísaði í orð JD Vance, varaforsetaefnis Trump, frá árinu 2021 um að pólitískir andstæðingar hans, þeirra á meðal Harris, væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“ sem væru óánægðar með líf sitt. Með færslunni fylgir svo mynd af Swift þar sem hún heldur á ketti sínum. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Þetta er í fyrsta sinn sem Swift, sem er ein vinsælasta söngkona heims, tjáir sig opinberlega um yfirstandandi kosningabaráttu vestanhafs. Í færslunni segist hún munu kjósa Harris þar sem „hún berst fyrir réttindum og þeim málum sem ég tel að þurfi stríðskonu til að ná fram“. Þá hrósaði hún sérstaklega leiðtogahæfileikum Harris og segir að Bandaríkin geti náð svo miklu meiri árangri ef leiðtogi þjóðarinnar stjórni af yfirvegun en ekki glundroða. Swift lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum 2020, en hún tjáði sig fyrst opinberlega um stjórnmálin vestanhafs þegar hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðanda Demókrata í kosningum til ríkisstjóra í heimaríki hennar Tennessee árið 2018.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40
Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13