Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 12:06 Landsréttur segir systkinin ekki skulda dánarbúi foreldra sinna krónu. Vísir/Vilhelm Fjögur systkini þurfa ekki að endurgreiða dánarbúi móður sinnar um 200 milljónir króna sem börn látins bróður þeirra kröfðust. Systkinin fengu samanlagt um einum milljarði króna meira í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp úrskurð í málinu þann 4. september síðastliðinn. Í úrskurðinum segir að við opinber skipti á dánarbúi móðurinnar, sem hefði setið í óskiptu búi eftir andlát eiginmanns síns og föður systkinanna frá árinu 2017 til andláts árið 2020, hafi dánarbúið krafist þess að systkinin fjögur endurgreiddu á bilinu 59 til 60 milljónir á mann. Það hafi búið gert að undirlagi tveggja barna bróður systkinanna tveggja, sem hafi látist árið 2019. Óumdeilt að systkinin hafi fengið meira Óumdeilt hafi verið í málinu að systkinin fjögur hefði fengið talsvert hærri fjárhæðir í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem hafnaði einnig kröfu dánarbúsins, segir að systkinin hafi frá árinu 2010 öll fengið fyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum. Fram til ársins 2015 hafi rúmlega 550 milljónum króna verið ráðstafað úr búinu til systkinanna allra, þar af 112 milljónum til föður barnabarnanna sem höfðuðu málið. Á árunum 2016 til 2019 hafi systkinin fjögur fengið 254,2 milljónir króna í fyrirframgreiddan arf á mann í þremur færslum. Fimmti bróðirinn hafi á þeim tíma ekki fengið krónu. Eftir þessar ráðstafanir hafi dánarbúið nánast verið eignalaust. Tvö systkinanna með umboð Tvö systkinanna hafi árið 2015 fengið fullt og ótakmarkað umboð frá foreldrum sínum til þess að sjá um fjármál þeirra. Barnabörnin tvö hafi haldið því fram að ráðstafanir sem framkvæmdar voru eftir það hafi verið þvert á vilja hjónanna og efni sameiginlegrar erfðaskrár þeirra. Hjónin hafi alla tíð passað upp á að mismuna börnum sínum ekki þegar kom að fyrirframgreiðslu arfs. Þau hafi byggt á því að faðir þeirra hafi verið skylduerfingi hjónanna og hefði því átt að fá jafnan hlut úr búinu. Þá hafi barnabörnin einnig byggt á því að í aðdraganda þess að systkinin fjögur fengu fyrst greiddan arf en ekki bróðirinn árin 2016 hafi vitrænni getu ömmu þeirra farið mjög hrakandi. Þá hafi verið ljóst að afi þeirra hefði ekki heldur verið heill heilsu andlega þegar arfinum var ráðstafað. Ekki sannað að ráðstafanirnar hafi verið þvert á vilja hjónanna Í niðurstöðu Landsréttar segir að dánarbúinu hafi ekki tekist að færa sönnur á það að vilji arfleiðenda, foreldra systkinanna, hefði verið að börn þeirra fengu jafnan arf. Þá hafi ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinunum yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn að þessu leyti. Í 32. grein erfðalaga segir að erfingi sem hlýtur fyrirfram meira fé frá arfleifanda en nemur erfðahluta hans verði hann ekki skyldaður til að standa búinu skil á mismuninum, nema hann hafi sérstaklega skuldbundið sig til þess. Systkinin fjögur hafi ekki skuldbundið sig til þess. Í fyrri dómum Hæstaréttar hafi ákvæðið verið skýrt eftir orðanna hljóðan og því væri engin ástæða til þess að bregða út frá því. Því var öllum kröfum dánarbúsins hafnað og því gert að greiða systkinunum 150 þúsund krónur í kærumálskostnað, hverju fyrir sig. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp úrskurð í málinu þann 4. september síðastliðinn. Í úrskurðinum segir að við opinber skipti á dánarbúi móðurinnar, sem hefði setið í óskiptu búi eftir andlát eiginmanns síns og föður systkinanna frá árinu 2017 til andláts árið 2020, hafi dánarbúið krafist þess að systkinin fjögur endurgreiddu á bilinu 59 til 60 milljónir á mann. Það hafi búið gert að undirlagi tveggja barna bróður systkinanna tveggja, sem hafi látist árið 2019. Óumdeilt að systkinin hafi fengið meira Óumdeilt hafi verið í málinu að systkinin fjögur hefði fengið talsvert hærri fjárhæðir í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem hafnaði einnig kröfu dánarbúsins, segir að systkinin hafi frá árinu 2010 öll fengið fyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum. Fram til ársins 2015 hafi rúmlega 550 milljónum króna verið ráðstafað úr búinu til systkinanna allra, þar af 112 milljónum til föður barnabarnanna sem höfðuðu málið. Á árunum 2016 til 2019 hafi systkinin fjögur fengið 254,2 milljónir króna í fyrirframgreiddan arf á mann í þremur færslum. Fimmti bróðirinn hafi á þeim tíma ekki fengið krónu. Eftir þessar ráðstafanir hafi dánarbúið nánast verið eignalaust. Tvö systkinanna með umboð Tvö systkinanna hafi árið 2015 fengið fullt og ótakmarkað umboð frá foreldrum sínum til þess að sjá um fjármál þeirra. Barnabörnin tvö hafi haldið því fram að ráðstafanir sem framkvæmdar voru eftir það hafi verið þvert á vilja hjónanna og efni sameiginlegrar erfðaskrár þeirra. Hjónin hafi alla tíð passað upp á að mismuna börnum sínum ekki þegar kom að fyrirframgreiðslu arfs. Þau hafi byggt á því að faðir þeirra hafi verið skylduerfingi hjónanna og hefði því átt að fá jafnan hlut úr búinu. Þá hafi barnabörnin einnig byggt á því að í aðdraganda þess að systkinin fjögur fengu fyrst greiddan arf en ekki bróðirinn árin 2016 hafi vitrænni getu ömmu þeirra farið mjög hrakandi. Þá hafi verið ljóst að afi þeirra hefði ekki heldur verið heill heilsu andlega þegar arfinum var ráðstafað. Ekki sannað að ráðstafanirnar hafi verið þvert á vilja hjónanna Í niðurstöðu Landsréttar segir að dánarbúinu hafi ekki tekist að færa sönnur á það að vilji arfleiðenda, foreldra systkinanna, hefði verið að börn þeirra fengu jafnan arf. Þá hafi ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinunum yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn að þessu leyti. Í 32. grein erfðalaga segir að erfingi sem hlýtur fyrirfram meira fé frá arfleifanda en nemur erfðahluta hans verði hann ekki skyldaður til að standa búinu skil á mismuninum, nema hann hafi sérstaklega skuldbundið sig til þess. Systkinin fjögur hafi ekki skuldbundið sig til þess. Í fyrri dómum Hæstaréttar hafi ákvæðið verið skýrt eftir orðanna hljóðan og því væri engin ástæða til þess að bregða út frá því. Því var öllum kröfum dánarbúsins hafnað og því gert að greiða systkinunum 150 þúsund krónur í kærumálskostnað, hverju fyrir sig.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira