Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2024 16:52 Hilmar var einn þekktasti matreiðslumeistari landsins og lenti sem slíkur í margvíslegum ævintýrum. Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari er fallinn frá. Hilmar var einn þekktasti matreiðslumaður landsins og lifði ævintýralegu lífi; eldaði ofan í kónga, drottningar, þjóðhöfðingja, sendiherra, varaforseta, þingmenn og aðra hátt setta embættismenn víða um heim. Þannig komst Hilmar sjálfur að orði í samtali við Elínu Albertsdóttur árið 2015 en hann var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteina. Þá voru gestir 350-400 og ekkert mátti klikka en Hilmar tók því sem á gekk sem öðru með stóískri ró. Veitingageirinn.is hefur sent frá sér tilkynningu um fráfall Hilmars en þar segir að þær sorglegu fréttir hafi verið að berast að einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. „Hilmar Bragi Jónsson lést á Torrevieja á Spáni nú í morgun 11. september, 81 árs að aldri.“ Þar kemur fram að Hilmar hafi legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig. Hilmar var ekkill, hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Spáni. Kona Hilmars, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum en hún veiktist og féll frá fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn. Afrekslisti Hilmars er langur og mikill en hann talaði ævinlega um matreiðsluna sem lífsstíl og ævintýri fremur en starf. Hann stofnaði Matreiðsluskólann, starfaði, eins og áður sagði hjá forsetaembættinu, hann starfaði lengi í Bandaríkjunum og var þar sérstakur sendiherra íslenska fiskinn, hann var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og þannig má lengi áfram telja. Hilmar bætti þá við mikilvægum kafla í söguna um Einvígi aldarinnar en hann starfaði á Hótel Loftleiðum þegar það fór fram og má í raun segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð, þegar Bobby Fischer var að sligast undan álaginu. Vísir ræddi sérstaklega við Hilmar um það atvik. Andlát Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þannig komst Hilmar sjálfur að orði í samtali við Elínu Albertsdóttur árið 2015 en hann var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteina. Þá voru gestir 350-400 og ekkert mátti klikka en Hilmar tók því sem á gekk sem öðru með stóískri ró. Veitingageirinn.is hefur sent frá sér tilkynningu um fráfall Hilmars en þar segir að þær sorglegu fréttir hafi verið að berast að einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. „Hilmar Bragi Jónsson lést á Torrevieja á Spáni nú í morgun 11. september, 81 árs að aldri.“ Þar kemur fram að Hilmar hafi legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig. Hilmar var ekkill, hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Spáni. Kona Hilmars, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum en hún veiktist og féll frá fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn. Afrekslisti Hilmars er langur og mikill en hann talaði ævinlega um matreiðsluna sem lífsstíl og ævintýri fremur en starf. Hann stofnaði Matreiðsluskólann, starfaði, eins og áður sagði hjá forsetaembættinu, hann starfaði lengi í Bandaríkjunum og var þar sérstakur sendiherra íslenska fiskinn, hann var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og þannig má lengi áfram telja. Hilmar bætti þá við mikilvægum kafla í söguna um Einvígi aldarinnar en hann starfaði á Hótel Loftleiðum þegar það fór fram og má í raun segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð, þegar Bobby Fischer var að sligast undan álaginu. Vísir ræddi sérstaklega við Hilmar um það atvik.
Andlát Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira