„Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 10:03 Jude Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid en margir af liðsfélögum hans höfðu unnið hana margoft á síðustu árum. Getty/Alex Livesey Meistaradeild Evrópu í fótbolta hefst í næstu viku en keppnin fer að þessu sinni fram með nýju og gjörólíku fyrirkomulagi. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans hituðu upp fyrir Meistaradeildartímabilið í sérstökum upphitunarþætti sem má nú sjá inn á Vísi. Kjartan Atli fékk þá Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason til sín til að ræða breytingarnar og væntingar þeirra til Meistaradeildarinnar 2024-25. Öll liðin í Meistaradeildinni eru nú saman í einni deild og spila öll átta leiki í deildarkeppninni. Átta efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit en liðin í 9. til 24. sæti eru síðan dregin saman og sigurvegarinn úr þeim leikjum kemst í sextán liða úrslitin. Markmiðið er þessu er að halda spennunni lengur í fyrsta hlutanum og að fá fleiri stóra leiki. Sérfræðingunum líst vel á þetta. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi. Þetta býður upp á stærri leiki og við erum strax að fara sjá það í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hugnast þessi svissneska leið líka Kjartani Henry? „Já, já. Ég er alveg opinn fyrir breytingum. Mér fannst þessi riðlakeppni vera orðin svolítið þreytt. Við vorum hér á fullu að horfa á alla leikina í fyrra og þetta var svolítið lengi í gang,“ sagði Kjartan Henry. „Liðin voru búin að klára riðilinn og tryggja sig áfram áður en leikirnir voru búnir. Nú er að prófa eitthvað nýtt og hrista aðeins upp í þessu,“ sagði Kjartan Henry. „Stóru fréttirnar fyrir þessa nýja tímabil er þetta nýja fyrirkomulag,“ sagði Kjartan Atli og kallaði í sjálfan Zlatan Ibrahimovic til að útskýra þetta betur. Það má sjá þá útskýringu frá Zlatan sem og allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Meistaradeild Evrópu 2024-25 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Kjartan Atli fékk þá Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason til sín til að ræða breytingarnar og væntingar þeirra til Meistaradeildarinnar 2024-25. Öll liðin í Meistaradeildinni eru nú saman í einni deild og spila öll átta leiki í deildarkeppninni. Átta efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit en liðin í 9. til 24. sæti eru síðan dregin saman og sigurvegarinn úr þeim leikjum kemst í sextán liða úrslitin. Markmiðið er þessu er að halda spennunni lengur í fyrsta hlutanum og að fá fleiri stóra leiki. Sérfræðingunum líst vel á þetta. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi. Þetta býður upp á stærri leiki og við erum strax að fara sjá það í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hugnast þessi svissneska leið líka Kjartani Henry? „Já, já. Ég er alveg opinn fyrir breytingum. Mér fannst þessi riðlakeppni vera orðin svolítið þreytt. Við vorum hér á fullu að horfa á alla leikina í fyrra og þetta var svolítið lengi í gang,“ sagði Kjartan Henry. „Liðin voru búin að klára riðilinn og tryggja sig áfram áður en leikirnir voru búnir. Nú er að prófa eitthvað nýtt og hrista aðeins upp í þessu,“ sagði Kjartan Henry. „Stóru fréttirnar fyrir þessa nýja tímabil er þetta nýja fyrirkomulag,“ sagði Kjartan Atli og kallaði í sjálfan Zlatan Ibrahimovic til að útskýra þetta betur. Það má sjá þá útskýringu frá Zlatan sem og allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Meistaradeild Evrópu 2024-25
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira