„Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 06:33 Jun-ho Son með liðsfélaga sínum í suður-kóreska landsliðinu Heung-min Son eftir leik á HM í Katar 2022. Getty/Chris Brunskill Son Jun-ho er einn þeirra sem hefur verið dæmur í lífstíðarbann frá kínverskum fótbolta. Hann hélt hins vegar blaðamannafund í gær og sagði frá sinni hlið á málinu. Kínverska knattspyrnusambandið dæmdi alls 43 manns í bann frá fótbolta út allt þeirra líf vegna þátttöku í spillingu í kringum veðmál og hagræðingu úrslita í kínverska fótboltanum. Einn af þeim er eins og áður sagði þessi 32 ára Suður-Kóreumaður. Son spilaði í kínversku deildinni frá 2021 til 2023. Hann hélt fram sakleysi sínu á blaðamannafundi í Suður-Kóreu og segir þetta vera fáránlegar ásakanir. Son Jun-ho is claiming during the ongoing press conference that Chinese authorities threatened to investigate his family if he did not confess, forcing him to make a false confession, which led to his conviction. pic.twitter.com/Qg8Dk5jC6D— Korea Football News (@KORFootballNews) September 11, 2024 Son var handtekinn í maí 2023 og viðurkenndi þá að hafa tekið þátt í svindlinu. Nú segir Son að það hafi verið falskur vitnisburður. Aftonbladet segir frá. „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og fara með hana í sama fangelsi og ég var í ef ég játaði ekki,“ sagði Son Jun-ho á blaðamannafundinum. Hann segir líka að þeir hafi notað börnin hans til að þvinga fram játningu. „Þeir sýndu mér myndir af börnunum mínum og sögðu: Hvað hafa þessi börn gert til að verðskulda svona?,“ sagði Son. Hann var handtekinn fyrir að taka við mútum frá opinberum starfsmanni en segist ekki hafa vitað hvað þeir voru að saka hann um. Hann hugsaði fyrst og fremst um að passa upp á fjölskyldu sína. Nú vill hann hreinsa nafnið sitt. „Það eina sem þeir hafa er þessi falska játning,“ sagði Son. Hinn 32 ára gamli Son spilar nú heima í Suður-Kóreu. Félagið segir að hann megi spila áfram þrátt fyrir bannið í Kína svo framarlega sem að kóreska knattspyrnusambandið eða FIFA setji hann ekki i bann. The Chinese Football Association has officially notified FIFA and the KFA of Son Jun-ho's permanent ban.If FIFA extends the sanction globally, it will effectively end his playing career. (Yonhap News) #kleague pic.twitter.com/dUpNG5DWTQ— Korea Football News (@KORFootballNews) September 12, 2024 Suður-Kórea Kína FIFA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira
Kínverska knattspyrnusambandið dæmdi alls 43 manns í bann frá fótbolta út allt þeirra líf vegna þátttöku í spillingu í kringum veðmál og hagræðingu úrslita í kínverska fótboltanum. Einn af þeim er eins og áður sagði þessi 32 ára Suður-Kóreumaður. Son spilaði í kínversku deildinni frá 2021 til 2023. Hann hélt fram sakleysi sínu á blaðamannafundi í Suður-Kóreu og segir þetta vera fáránlegar ásakanir. Son Jun-ho is claiming during the ongoing press conference that Chinese authorities threatened to investigate his family if he did not confess, forcing him to make a false confession, which led to his conviction. pic.twitter.com/Qg8Dk5jC6D— Korea Football News (@KORFootballNews) September 11, 2024 Son var handtekinn í maí 2023 og viðurkenndi þá að hafa tekið þátt í svindlinu. Nú segir Son að það hafi verið falskur vitnisburður. Aftonbladet segir frá. „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og fara með hana í sama fangelsi og ég var í ef ég játaði ekki,“ sagði Son Jun-ho á blaðamannafundinum. Hann segir líka að þeir hafi notað börnin hans til að þvinga fram játningu. „Þeir sýndu mér myndir af börnunum mínum og sögðu: Hvað hafa þessi börn gert til að verðskulda svona?,“ sagði Son. Hann var handtekinn fyrir að taka við mútum frá opinberum starfsmanni en segist ekki hafa vitað hvað þeir voru að saka hann um. Hann hugsaði fyrst og fremst um að passa upp á fjölskyldu sína. Nú vill hann hreinsa nafnið sitt. „Það eina sem þeir hafa er þessi falska játning,“ sagði Son. Hinn 32 ára gamli Son spilar nú heima í Suður-Kóreu. Félagið segir að hann megi spila áfram þrátt fyrir bannið í Kína svo framarlega sem að kóreska knattspyrnusambandið eða FIFA setji hann ekki i bann. The Chinese Football Association has officially notified FIFA and the KFA of Son Jun-ho's permanent ban.If FIFA extends the sanction globally, it will effectively end his playing career. (Yonhap News) #kleague pic.twitter.com/dUpNG5DWTQ— Korea Football News (@KORFootballNews) September 12, 2024
Suður-Kórea Kína FIFA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira