Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2024 09:41 Taylor Swift kom, sá og sigraði í gær. Noam Galai/Getty Images Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim. Þetta þýðir að allt í allt hefur söngkonan sankað að sér þrjátíu verðlaunum á hátíðinni í gegnum árin, sem er einmitt sami fjöldi verðlauna og Beyoncé. Það er met. Eminem er hinsvegar sá karlkyns listamaður sem á flest VMA verðlaun en þau eru fjórtán talsins. Þannig fékk Swift meðal annars verðlaun ásamt rapparanum Post Malone fyrir besta samstarfið, fyrir lag þeirra Fortnight. Söngkonan vék sérstaklega að fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 enda hátíðin haldin á sama degi. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins og tók að sjálfsögðu nokkur í gærkvöldi. Meðal annarra listamanna sem hlutu verðlaun í ár var Chappell Roan sem þykir besti nýliði ársins. Hún þakkaði sérstaklega listamönnum í dragi sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á hana. Þá tileinkaði hún verðlaun sín hinsegin samfélaginu og sérstaklega trans fólki. Konur fóru mikinn á verðlaunahátíðinni í ár og hlutu flest verðlaun. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins fyrir lagið Espresso á meðan Katy Perry hlaut verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarmyndbandsgerðar undanfarin ár. Chappell Roan fór mikinn á sviðinu í gærkvöldi. Myndband ársins Ariana Grande – “we can’t be friends (wait for your love)” Billie Eilish – “LUNCH” Doja Cat – “Paint The Town Red” Eminem – “Houdini” SZA – “Snooze” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Listamaður ársins Ariana Grande Bad Bunny Eminem Sabrina Carpenter SZA Taylor Swift Lag ársins Beyoncé – “TEXAS HOLD ‘EM” Jack Harlow – “Lovin On Me” Kendrick Lamar – “Not Like Us” Sabrina Carpenter – “Espresso” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Teddy Swims – “Lose Control” Nýliði ársins Benson Boone Chappell Roan Gracie Abrams Shaboozey Teddy Swims Tyla Lista yfir alla verðlaunahafa má finna á vef MTV. Tónlist Hollywood Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þetta þýðir að allt í allt hefur söngkonan sankað að sér þrjátíu verðlaunum á hátíðinni í gegnum árin, sem er einmitt sami fjöldi verðlauna og Beyoncé. Það er met. Eminem er hinsvegar sá karlkyns listamaður sem á flest VMA verðlaun en þau eru fjórtán talsins. Þannig fékk Swift meðal annars verðlaun ásamt rapparanum Post Malone fyrir besta samstarfið, fyrir lag þeirra Fortnight. Söngkonan vék sérstaklega að fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 enda hátíðin haldin á sama degi. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins og tók að sjálfsögðu nokkur í gærkvöldi. Meðal annarra listamanna sem hlutu verðlaun í ár var Chappell Roan sem þykir besti nýliði ársins. Hún þakkaði sérstaklega listamönnum í dragi sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á hana. Þá tileinkaði hún verðlaun sín hinsegin samfélaginu og sérstaklega trans fólki. Konur fóru mikinn á verðlaunahátíðinni í ár og hlutu flest verðlaun. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins fyrir lagið Espresso á meðan Katy Perry hlaut verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarmyndbandsgerðar undanfarin ár. Chappell Roan fór mikinn á sviðinu í gærkvöldi. Myndband ársins Ariana Grande – “we can’t be friends (wait for your love)” Billie Eilish – “LUNCH” Doja Cat – “Paint The Town Red” Eminem – “Houdini” SZA – “Snooze” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Listamaður ársins Ariana Grande Bad Bunny Eminem Sabrina Carpenter SZA Taylor Swift Lag ársins Beyoncé – “TEXAS HOLD ‘EM” Jack Harlow – “Lovin On Me” Kendrick Lamar – “Not Like Us” Sabrina Carpenter – “Espresso” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Teddy Swims – “Lose Control” Nýliði ársins Benson Boone Chappell Roan Gracie Abrams Shaboozey Teddy Swims Tyla Lista yfir alla verðlaunahafa má finna á vef MTV.
Tónlist Hollywood Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira