Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2024 10:11 Atburðirnir hræðilegu áttu sér stað við Nýbýlaveg í Kópavogi þann 31. janúar síðastliðinn. Visir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli fimmtugrar konu sem sætir ákæru fyrir að orðið sex ára syni sínum að bana og reynt að bana eldri syni sínum í janúar er hafin í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið er lokað fjölmiðlum. Í ákæru á hendur konunni er henni gefið að sök að hafs svipt sex ára son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn lést af völdum köfnunar. Í kjölfarið hafi hún farið inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar er hún sögð hafa tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Móðirin hefur verið metin sakhæf af matsmönnum. Hún hefur sjálf játað háttsemina en vísað til þess að hafa verið í slíku ástandi þegar ódæðið var framið að það væri refsilaust. Faðir drengjanna krefur móðurina um átta milljónir króna í miskabætur. Þá er krafist tíu milljóna króna í bætur fyrir hönd eldri sonarins. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins og Eva Dóra Kolbrúnardóttir gætir hagsmuna ákærðu. Reikna má með dómi í málinu eftir um fjórar vikur. Dómsmál Andlát barns á Nýbýlavegi Kópavogur Tengdar fréttir Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. 24. júlí 2024 21:35 Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. 3. maí 2024 12:12 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Í ákæru á hendur konunni er henni gefið að sök að hafs svipt sex ára son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn lést af völdum köfnunar. Í kjölfarið hafi hún farið inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar er hún sögð hafa tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Móðirin hefur verið metin sakhæf af matsmönnum. Hún hefur sjálf játað háttsemina en vísað til þess að hafa verið í slíku ástandi þegar ódæðið var framið að það væri refsilaust. Faðir drengjanna krefur móðurina um átta milljónir króna í miskabætur. Þá er krafist tíu milljóna króna í bætur fyrir hönd eldri sonarins. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins og Eva Dóra Kolbrúnardóttir gætir hagsmuna ákærðu. Reikna má með dómi í málinu eftir um fjórar vikur.
Dómsmál Andlát barns á Nýbýlavegi Kópavogur Tengdar fréttir Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. 24. júlí 2024 21:35 Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. 3. maí 2024 12:12 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. 24. júlí 2024 21:35
Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. 3. maí 2024 12:12