Skilur ekkert í niðurstöðu Guðrúnar Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2024 11:05 Róbert Spanó segir niðurstöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara ekki í lagi; forsendurnar fyrir ákvörðun hennar ekki lagalega tækar. vísir/vilhelm/aðsend Róbert Spanó, lögmaður, lagaprófessor og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir að miðað við gefnar forsendur úrskurðar hefði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra átt að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni úr embætti vararíkissaksóknara. Þetta kemur fram í nýrri grein sem Róbert birtir á Vísi. Þar fer hann yfir málið og telur niðurstöðu Guðrúnar í málinu ekki standast og að hún hafi í raun stórskaðað trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það tók Guðrúnu tæpan mánuð að komast að þeirri niðurstöðu. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því í lok júlí að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna tjáningar hans opinberlega á ýmsum málum. Um leið að mál Helga yrðu skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Vísaði hún til áminningar sem hún veitti honum árið 2022. Róbert fer yfir forsendurnar sem Guðrún gefur sér. Að ummæli Helga hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og ekki í samræmi við stöðu hans heldur hafi þau verið til þess fallin að grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild,“ segir Róbert og vitnar til niðurstöðu Guðrúnar. Þrátt fyrir þetta vilji Guðrún ekki víkja Helga úr starfi? Ætla má að Guðrún hafi þarna viljað fella Salómonsdóm en verður ekki kápan úr því klæðinu. Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er sérfræðingur í vinnurétti, sagði málið á brúninni þó henni hafi þótt niðurstaðan ágæt. Róbert segir málið ekki snúast um persónu Helga heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Og það sé ekki léttvægt. Erfitt sé að álykta á annan veg en að í þessum orðum felist í raun afstaða um að vararíkissaksóknari fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að sinna starfanum. Af sjálfu leiði: „Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu,“ segir Róbert. Róbert bætir því þá við að sú röksemd að meta verði tjáningu vararíkisaksóknara í ljósi sérstakra aðstæða og gæta verði meðalhófs sökum þess að hann hafi sætt líflátshótunum sé ekki lagalega tæk. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögmennska Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15 Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. 19. ágúst 2024 18:42 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri grein sem Róbert birtir á Vísi. Þar fer hann yfir málið og telur niðurstöðu Guðrúnar í málinu ekki standast og að hún hafi í raun stórskaðað trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það tók Guðrúnu tæpan mánuð að komast að þeirri niðurstöðu. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því í lok júlí að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna tjáningar hans opinberlega á ýmsum málum. Um leið að mál Helga yrðu skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Vísaði hún til áminningar sem hún veitti honum árið 2022. Róbert fer yfir forsendurnar sem Guðrún gefur sér. Að ummæli Helga hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og ekki í samræmi við stöðu hans heldur hafi þau verið til þess fallin að grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild,“ segir Róbert og vitnar til niðurstöðu Guðrúnar. Þrátt fyrir þetta vilji Guðrún ekki víkja Helga úr starfi? Ætla má að Guðrún hafi þarna viljað fella Salómonsdóm en verður ekki kápan úr því klæðinu. Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er sérfræðingur í vinnurétti, sagði málið á brúninni þó henni hafi þótt niðurstaðan ágæt. Róbert segir málið ekki snúast um persónu Helga heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Og það sé ekki léttvægt. Erfitt sé að álykta á annan veg en að í þessum orðum felist í raun afstaða um að vararíkissaksóknari fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að sinna starfanum. Af sjálfu leiði: „Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu,“ segir Róbert. Róbert bætir því þá við að sú röksemd að meta verði tjáningu vararíkisaksóknara í ljósi sérstakra aðstæða og gæta verði meðalhófs sökum þess að hann hafi sætt líflátshótunum sé ekki lagalega tæk.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögmennska Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15 Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. 19. ágúst 2024 18:42 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15
Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. 19. ágúst 2024 18:42