Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2024 12:26 Mottan sem um ræðir var úr svokölluðu viscose-efni. Getty Fyrirtæki sem býður upp mottuhreinsun hefur verið gert að greiða viðskiptavini sínum 75 prósent af kaupverði gólfmottu eftir að skemmdir urðu á einni slíkri við hreinsun. Brúnir blettir höfðu þar myndast við hreinsun sem ekki reyndist unnt að ná úr. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Þar segir að um sé að ræða gólfmottu 290 sentimetra á lengd og 200 sentimetrar á breidd sem viðskiptavinurinn hafi keypt árið 2019. Ágreiningur var um hvor bæri ábyrgð á skemmdunum. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn farið með mottuna í hreinsun og í kjölfar hennar hafi brúnleitir blettir myndast á nokkrum stöðum á mottunni. Hreinsunarfyrirtækið hafi þá boðist til að framkvæma aðra hreinsun sem hafi heldur ekki skilað tilætluðum árangri. Blettirnir voru enn á mottunni og taldi undirlagi mottunnar og efnasamsetningu hennar um að kenna. Mottan hafi verið úr „viscose-efni og þyldi líklega ekki blauthreinsun“. Viðskiptavinurinn fór fram á bætur frá hreinsunarfyrirtækinu vegna hinnar blettóttu mottu sem hann mat sem ónýta. Fyrirtækið gekkst ekki við því en bauðst þó til að endurgreiða kostnaðinn vegna hreinsunarþjónustunnar. Engar þvottaleiðbeiningar Málflutningur fyrirtækisins lutu að því að samkvæmt skilmálum skuli viðskiptavinur ganga úr skugga um að motta þoli almennt blauthreinsun. Komi upp vafi beri viðkomandi að tilkynna fyrirtækið um það áður en hreinsun fari fram. Þetta hafi ekki verið gert og þá bæri fyrirtækið heldur ekki ábyrgð á efnasamsetningu framleiðanda. Viðskiptavinurinn ákvað að leita til kærunefndarinnar vegna málsins. Fram kemur í máli viðskiptavinarins að hreinsunarfyrirtækið gæfi sig út fyrir að vera „fagaðili á sviði efnahreinsunar“. Voru meðal annars lagðar fram fjölda ljósmyndir af mottunni þar sem mátti sjá fjölda og vel sýnilega brúnleita flekki að lokinni hreinsun. Viðskiptavinurinn fór þá fram á að hreinsunarfyrirtækið myndi greiða viðskiptavininum 99 þúsund krónur í bætur, það er kaupverð mottunnar árið 2019. Skemmdirnar meiri en eðlilegt getur talist Kærunefndin mat það sem svo að ekki væri unnt að fallast á það með fyrirtækinu að sýnt hafi verið fram á með fullnægjandi hætti að tjónið hafi ekki stafað af vanrækslu. „Þær skemmdir sem urðu á mottunni voru meiri en eðlilegt getur talist við framkvæmd slíkrar þjónustu og ekki í samræmi við það sem sóknaraðili mátti búast við.“ Við málarekstur kom einnig fram að þvottaleiðbeiningar eða upplýsingar um efnasamsetningu hafi ekki verið að finna á undirlagi mottunnar. Sú staðreynd hafi gefið hreinsunaraðila ríkt tilefni til að upplýsa viðskiptavininn um mögulegar afleiðingar hreinsunar á mottunni og takmörkun ábyrgðar hans á tjóni sem gæti hlotist af. Fyrirtækið geti því ekki firrt sig ábyrgð. Kærunefndin mat það sem svo að viðskiptavinurinn ætti því rétt á skaðabótum og var fjárhæð skaðabóta hæfilega ákveðin 75 prósent af kaupverði hennar, það er 74.250 krónur. Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Þar segir að um sé að ræða gólfmottu 290 sentimetra á lengd og 200 sentimetrar á breidd sem viðskiptavinurinn hafi keypt árið 2019. Ágreiningur var um hvor bæri ábyrgð á skemmdunum. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn farið með mottuna í hreinsun og í kjölfar hennar hafi brúnleitir blettir myndast á nokkrum stöðum á mottunni. Hreinsunarfyrirtækið hafi þá boðist til að framkvæma aðra hreinsun sem hafi heldur ekki skilað tilætluðum árangri. Blettirnir voru enn á mottunni og taldi undirlagi mottunnar og efnasamsetningu hennar um að kenna. Mottan hafi verið úr „viscose-efni og þyldi líklega ekki blauthreinsun“. Viðskiptavinurinn fór fram á bætur frá hreinsunarfyrirtækinu vegna hinnar blettóttu mottu sem hann mat sem ónýta. Fyrirtækið gekkst ekki við því en bauðst þó til að endurgreiða kostnaðinn vegna hreinsunarþjónustunnar. Engar þvottaleiðbeiningar Málflutningur fyrirtækisins lutu að því að samkvæmt skilmálum skuli viðskiptavinur ganga úr skugga um að motta þoli almennt blauthreinsun. Komi upp vafi beri viðkomandi að tilkynna fyrirtækið um það áður en hreinsun fari fram. Þetta hafi ekki verið gert og þá bæri fyrirtækið heldur ekki ábyrgð á efnasamsetningu framleiðanda. Viðskiptavinurinn ákvað að leita til kærunefndarinnar vegna málsins. Fram kemur í máli viðskiptavinarins að hreinsunarfyrirtækið gæfi sig út fyrir að vera „fagaðili á sviði efnahreinsunar“. Voru meðal annars lagðar fram fjölda ljósmyndir af mottunni þar sem mátti sjá fjölda og vel sýnilega brúnleita flekki að lokinni hreinsun. Viðskiptavinurinn fór þá fram á að hreinsunarfyrirtækið myndi greiða viðskiptavininum 99 þúsund krónur í bætur, það er kaupverð mottunnar árið 2019. Skemmdirnar meiri en eðlilegt getur talist Kærunefndin mat það sem svo að ekki væri unnt að fallast á það með fyrirtækinu að sýnt hafi verið fram á með fullnægjandi hætti að tjónið hafi ekki stafað af vanrækslu. „Þær skemmdir sem urðu á mottunni voru meiri en eðlilegt getur talist við framkvæmd slíkrar þjónustu og ekki í samræmi við það sem sóknaraðili mátti búast við.“ Við málarekstur kom einnig fram að þvottaleiðbeiningar eða upplýsingar um efnasamsetningu hafi ekki verið að finna á undirlagi mottunnar. Sú staðreynd hafi gefið hreinsunaraðila ríkt tilefni til að upplýsa viðskiptavininn um mögulegar afleiðingar hreinsunar á mottunni og takmörkun ábyrgðar hans á tjóni sem gæti hlotist af. Fyrirtækið geti því ekki firrt sig ábyrgð. Kærunefndin mat það sem svo að viðskiptavinurinn ætti því rétt á skaðabótum og var fjárhæð skaðabóta hæfilega ákveðin 75 prósent af kaupverði hennar, það er 74.250 krónur.
Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira