Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs og staðgengill bæjarstjóra muni sinna starfi bæjarstjóra í fjarveru Kjartans Más.
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Reykjanesbæjar. Þar segir að samkvæmt læknisvottorði verði Kjartan óvinnufær að hluta, og þá er óvíst hversu lengi svo verði.
Á vef Víkurfrétta segir að Kjartan hafi greinst með krabbamein í sumar. Hormónameðferð hafi hafist strax í kjölfar greiningarinnar. Stefnt sé að geislameðferð á næstu mánuðum, og að gert sé ráð fyrir því að Kjartan Már muni taka aftur við eftir áramót.
Hann óskaði eftir því að fá að sinna veigaminni verkefnum í samráði við staðgengil sinn. Bæjarráð samþykkti það einróma og að Halldóra myndi sinna starfi bæjarstjóra í stað hans.