„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2024 08:01 Þórir Hergeirsson mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari Noregs undir lok þessa árs. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópumót. Greint er frá starfslokum Þóris með góðum fyrirvera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Íslendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leikmenn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur. Þórir geindi frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni og er því fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð hans, sem státar af tíu gullverðlaunum á stórmótum, að fara líða undir lok. Þórir mun þó ekki láta af störfum fyrr en eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Minna er um það að þjálfari gefi það út að hann sé að fara láta af störfum fyrir stórmót og með svona góðum fyrirvara líkt og Þórir er að gera. Einhverjir telja að það geti gefi leikmönnum aukinn kraft til þess að sækja til sigurs í móti í síðasta sinn fyrir þjálfara sinn en dæmi eru um að það gangi ekki eftir. Nærtækasta dæmið er brotthvarf Þjóðverjans Jurgen Klopp úr knattspyrnustjórastól enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem greint var frá með góðum fyrirvara. Þarf ekki að mála fjandann á vegginn Þórir hefur engar þó áhyggjur af því að leikmenn norska landsliðsins fari í baklás og nái ekki fram sinni bestu frammistöðu á komandi Evrópumóti með brotthvarf Íslendingsins hangandi yfir sér. „Í versta falli fer þetta allt til fjandans,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Lífið heldur áfram. Það kemur nýr dagur. Það koma jól í desember. Það kemur nýtt ár. Árið 2025. Maður þarf ekki að mála fjandann á vegginn. Ég er ekki hræddur um það (að norska landsliðið nái ekki sömu hæðum og áður á komandi Evrópumóti). Auðvitað getur EM farið á alla vegu. Það getur farið þannig að við séum að slást um verðlaun en það getur líka farið þannig að við spilum ekki um verðlaun. Það er er bara eins og þetta hefur alltaf verið. Af því að það er mjög professional fólk í þessu með mér. Bæði leikmenn og teymið í kringum mig. Þá höfum við bara metnað í að gera eins vel og við getum á meðan að við fáum leyfi til þess að bera norska fánann á brjóstinu. Vera fulltrúar Noregs. Það leggjast allir á eitt í því. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér. Í versta falli fer þetta til fjandans. En okey. Svo kemur nýr dagur.“ Íslendingar erlendis Noregur Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Þórir geindi frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni og er því fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð hans, sem státar af tíu gullverðlaunum á stórmótum, að fara líða undir lok. Þórir mun þó ekki láta af störfum fyrr en eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Minna er um það að þjálfari gefi það út að hann sé að fara láta af störfum fyrir stórmót og með svona góðum fyrirvara líkt og Þórir er að gera. Einhverjir telja að það geti gefi leikmönnum aukinn kraft til þess að sækja til sigurs í móti í síðasta sinn fyrir þjálfara sinn en dæmi eru um að það gangi ekki eftir. Nærtækasta dæmið er brotthvarf Þjóðverjans Jurgen Klopp úr knattspyrnustjórastól enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem greint var frá með góðum fyrirvara. Þarf ekki að mála fjandann á vegginn Þórir hefur engar þó áhyggjur af því að leikmenn norska landsliðsins fari í baklás og nái ekki fram sinni bestu frammistöðu á komandi Evrópumóti með brotthvarf Íslendingsins hangandi yfir sér. „Í versta falli fer þetta allt til fjandans,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Lífið heldur áfram. Það kemur nýr dagur. Það koma jól í desember. Það kemur nýtt ár. Árið 2025. Maður þarf ekki að mála fjandann á vegginn. Ég er ekki hræddur um það (að norska landsliðið nái ekki sömu hæðum og áður á komandi Evrópumóti). Auðvitað getur EM farið á alla vegu. Það getur farið þannig að við séum að slást um verðlaun en það getur líka farið þannig að við spilum ekki um verðlaun. Það er er bara eins og þetta hefur alltaf verið. Af því að það er mjög professional fólk í þessu með mér. Bæði leikmenn og teymið í kringum mig. Þá höfum við bara metnað í að gera eins vel og við getum á meðan að við fáum leyfi til þess að bera norska fánann á brjóstinu. Vera fulltrúar Noregs. Það leggjast allir á eitt í því. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér. Í versta falli fer þetta til fjandans. En okey. Svo kemur nýr dagur.“
Íslendingar erlendis Noregur Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira