Í Breiðholti vann Grótta fjögurra marka sigur, lokatölur 29-33.
Jakob Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Gróttu með 9 mörk. Þar á eftir kom Jón Ómar Gíslason með 8 mörk og þá varði Magnús Gunnar Karlsson 10 skot í markinu. Hjá ÍR skoraði Baldur Fritz Bjarnason 9 mörk og Arnór Freyr Stefánsson varði 11 skot í markinu.
FH sótti HK heim og unnu Kópavogsbúar heldur óvæntan fjögurra marka sigur, lokatölur 36-32. Segja má að liðsheildin hafi skilað HK sigrinum en alls voru fjórir leikmenn markahæstir með 6 mörk.
Það voru þeir Hjörtur Ingi Halldórsson, Andri Þór Helgason, Sigurður Jefferson Guarino og Ágúst Guðmundsson. Þar á eftir kom Haukur Ingi Hauksson með 5 mörk og þá varði Jovan Kukobat 13 skot í markinu.
Halldór Jóhann mættur í brúna og jarðtengir Íslandsmeistarana í fyrsta heimaleik🔴⚪️ pic.twitter.com/mVopiByv4K
— Andri Már (@nablinn) September 12, 2024
Hjá FH voru Jóhannes Berg Andrason og Símon Michael Guðjónsson markahæstir með 6 mörk. Þar á eftir komu Aron Pálmarsson og Garðar Ingi Sindrason með 4 mörk. Daníel Freyr Andrésson og Birkir Fannar Bragason vörðu samtals 12 skot í markinu.
Um var að ræða leiki í 2. umferð Olís-deildarinnar en Grótta er eina liðið sem hefur unnið báða sína leiki. FH, HK og ÍR eru öll með einn sigur og eitt tap.