Gjaldmiðlar Íslands Ingólfur Sverrisson skrifar 13. september 2024 09:01 Langtímasýn hefur löngum þótt óraunhæf í íslenskri stjórnmálaumræðu. Allt gengur út á að fjalla um málefni sem horfa til vinsælda á líðandi stundu því margir telja með öllu tilgangslaust að hugsa til lengri tíma vegna þess að það er svo langt þangað til! Þessi frumstæða afstaða opinberast skýrt þegar rætt er um hvort við eigum að fara að dæmi flestra þjóða í kringum okkur og taka upp fjölþjóða gjaldmiðil í stað þess minnsta í veröldinni. Það þýðir lítið að dómi margra íslenskra stjórnmálamanna enda tekur það allt of langan tíma og löng ferðalög í pólitík eru varasamur gjörningur, sérstaklega fyrsta skrefið! Það eitt og sér er beinlínis stórhættulegt og því er staðið í stað og hvergi farið – allt óbreytt, ekki einu sinni til umræðu. Haldi fram sem horfir má gera ráð fyrir að eftir tíu til tuttugu ár verði í þessu örlitla samfélagi enn brúkaðir þrír til fjórir gjaldmiðlar: Krónan, verðtryggða krónan, evra og dollar. Með sömu þróun og verið hefur undanfarin ár bendir flest til að 60 til 70 prósent þjóðarframleiðslunnar verði unnin af fyrirtækjum sem eru annaðhvort í evru- eða dollarahagkerfinu. Í dag er hlutur þeirra rösklega 40% og fer vaxandi. Hvað þýðir þetta? Fyrir utan að vera í mun betra starfsumhverfi stærri og öflugri gjaldmiðils verða þessi ágætu fyrirtæki ekki fyrir vaxtavendinum ógurlega sem er helsta refsitæki íslenskra stjórnvalda til að að halda niðri verðbólgu. Það tæki er þeirrar náttúru að virka einasta á þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem eru skuldug og lokuð inni í krónuhagkerfinu en íslensk stjórnvöld láta eins og verðbólgan sé þeim einum að kenna. Þess skulu þau gjalda með ofurvöxtum. Þarna er annars vegar um að ræða minni og meðalstór fyrirtæki, fyrirtæki sem eru að vinna að nýsköpun, og hins vegar skuldugir einstaklingar, fyrst og fremst unga fólkið sem er svo fífldjarft að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Þessir hópar verða að axla alla ábyrgð á verðbólgunni, á meðan við hin skuldlausu sjáum vextina hækka í bankabókunum og fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum eru á allt öðrum og betri lánskjörum en þau sem eru lokuð inni í íslenska krónu- og bankahagkerfinu. Gangi ofangreind spá eftir verður innan nokkurra ára búið að staðfesta kyrfilega að á Íslandi búa tvær þjóðir við gjörólík kjör. Baráttan við verðbólguna mun eingöngu bitna á þeim sem skulda og húka enn inni í krónuhagkerfinu og þess vegna verður hlutur þeirra í refsingunni enn stærri og sársaukafyllri eftir því sem árin líða. Ekki kæmi á óvart að þá verði talað af miklum fjálgleik um einelti gagnvart þessum hluta þjóðarinnar því fáránleikinn verður þá væntanlega endanlega orðinn öllum landsmönnum ljós. Tvær örþjóðir í sama landinu vegna þess að menn komu sér aldrei að því verki að gera það sama og allar Evrópuþjóðir hafa þá þegar gert að taka upp sameiginlegan traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem leiðir til eðlilegs efnahagsumhverfis fyrir einstaklinga og fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Það sem vekur þó mesta furðu er að unga fólkið í dag skuli ekki rísa upp í öllum stjórnmálaflokkum þó ekki væri til annars en að ræða þessi málefni af alvöru. Þetta góða fólk virðist láta allt yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust og borgar miklar hækkanir á lánum vegna íbúðarhúsnæðis af endalausri þrælslund og undirgefni. Áfram höldum við inn í framtíðina með marga gjaldmiðla og skiljum ekkert í, að með þeim skuli ekki vera hægt að tryggja stöðugt fjármálaumhverfi í þessu litla hagkerfi að ekki sé nú talað um jöfnuð og sanngirni. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður Samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Langtímasýn hefur löngum þótt óraunhæf í íslenskri stjórnmálaumræðu. Allt gengur út á að fjalla um málefni sem horfa til vinsælda á líðandi stundu því margir telja með öllu tilgangslaust að hugsa til lengri tíma vegna þess að það er svo langt þangað til! Þessi frumstæða afstaða opinberast skýrt þegar rætt er um hvort við eigum að fara að dæmi flestra þjóða í kringum okkur og taka upp fjölþjóða gjaldmiðil í stað þess minnsta í veröldinni. Það þýðir lítið að dómi margra íslenskra stjórnmálamanna enda tekur það allt of langan tíma og löng ferðalög í pólitík eru varasamur gjörningur, sérstaklega fyrsta skrefið! Það eitt og sér er beinlínis stórhættulegt og því er staðið í stað og hvergi farið – allt óbreytt, ekki einu sinni til umræðu. Haldi fram sem horfir má gera ráð fyrir að eftir tíu til tuttugu ár verði í þessu örlitla samfélagi enn brúkaðir þrír til fjórir gjaldmiðlar: Krónan, verðtryggða krónan, evra og dollar. Með sömu þróun og verið hefur undanfarin ár bendir flest til að 60 til 70 prósent þjóðarframleiðslunnar verði unnin af fyrirtækjum sem eru annaðhvort í evru- eða dollarahagkerfinu. Í dag er hlutur þeirra rösklega 40% og fer vaxandi. Hvað þýðir þetta? Fyrir utan að vera í mun betra starfsumhverfi stærri og öflugri gjaldmiðils verða þessi ágætu fyrirtæki ekki fyrir vaxtavendinum ógurlega sem er helsta refsitæki íslenskra stjórnvalda til að að halda niðri verðbólgu. Það tæki er þeirrar náttúru að virka einasta á þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem eru skuldug og lokuð inni í krónuhagkerfinu en íslensk stjórnvöld láta eins og verðbólgan sé þeim einum að kenna. Þess skulu þau gjalda með ofurvöxtum. Þarna er annars vegar um að ræða minni og meðalstór fyrirtæki, fyrirtæki sem eru að vinna að nýsköpun, og hins vegar skuldugir einstaklingar, fyrst og fremst unga fólkið sem er svo fífldjarft að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Þessir hópar verða að axla alla ábyrgð á verðbólgunni, á meðan við hin skuldlausu sjáum vextina hækka í bankabókunum og fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum eru á allt öðrum og betri lánskjörum en þau sem eru lokuð inni í íslenska krónu- og bankahagkerfinu. Gangi ofangreind spá eftir verður innan nokkurra ára búið að staðfesta kyrfilega að á Íslandi búa tvær þjóðir við gjörólík kjör. Baráttan við verðbólguna mun eingöngu bitna á þeim sem skulda og húka enn inni í krónuhagkerfinu og þess vegna verður hlutur þeirra í refsingunni enn stærri og sársaukafyllri eftir því sem árin líða. Ekki kæmi á óvart að þá verði talað af miklum fjálgleik um einelti gagnvart þessum hluta þjóðarinnar því fáránleikinn verður þá væntanlega endanlega orðinn öllum landsmönnum ljós. Tvær örþjóðir í sama landinu vegna þess að menn komu sér aldrei að því verki að gera það sama og allar Evrópuþjóðir hafa þá þegar gert að taka upp sameiginlegan traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem leiðir til eðlilegs efnahagsumhverfis fyrir einstaklinga og fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Það sem vekur þó mesta furðu er að unga fólkið í dag skuli ekki rísa upp í öllum stjórnmálaflokkum þó ekki væri til annars en að ræða þessi málefni af alvöru. Þetta góða fólk virðist láta allt yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust og borgar miklar hækkanir á lánum vegna íbúðarhúsnæðis af endalausri þrælslund og undirgefni. Áfram höldum við inn í framtíðina með marga gjaldmiðla og skiljum ekkert í, að með þeim skuli ekki vera hægt að tryggja stöðugt fjármálaumhverfi í þessu litla hagkerfi að ekki sé nú talað um jöfnuð og sanngirni. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður Samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun