Innlent

Þiggja boð konungs um sögu­lega heim­sókn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halla Tómasdóttir við setningu Alþingis á þriðjudaginn.
Halla Tómasdóttir við setningu Alþingis á þriðjudaginn. Vísir/Vilhelm

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason eiginmaður hennar hafa þegið boð Friðriks tíunda Danakonugs um heimsókn til Danmerkur dagana 8. til 9. október.

Hefð er fyrir því að fyrsta ríkisheimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsóknin eftir krýningu Friðriks X og forseti Íslands því fyrsti þjóðhöfðinginn sem dönsku konungshjónin taka á móti sem gestgjafar.

„Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla hið nána samband ríkjanna,“ segir á vef forseta Íslands.

Í fylgd forsetahjóna verður viðskiptasendinefnd sem eiga mun fundi með fulltrúum dansks viðskiptalífs á sviði sjálfbærni, nýsköpunar og grænna lausna. Nánar verður greint frá dagskrá heimsóknarinnar þegar nær dregur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×