Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 12:01 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra boðar meðal annars 250 milljónir í auknum framlögum til afreksíþrótta. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir fjármagn verða sett í þjóðarleikvanga á næsta ári og 250 milljónir verði settar aukalega til afreksíþrótta. Brugðist verði við aukinni aðsókn í verknám nám fyrir jaðarsetta hópa í samfélaginu eflt. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í dag þar sem einstakir fagráðherrar munu fara yfir sína málaflokka í umræðum í þingsal. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var fyrstur á mælendaskrá þegar þingfundur hófst klukkan hálf tíu. Hann sagði fjármuni fara til þjóðarleikvanga. Þjóðarhöll væri á leið í hönnunarútboð á næstu vikum. Framhaldsskólarnir væru hins vegar stærsti málaflokkur ráðuneytisins og ráðgert að framlög til þeirra verði 47 milljarðar, sem væri aukning upp á þrjá milljarða. „Það er aukning til að mæta auknum fjölda nemenda í verknámi. Það er líka gert ráð fyrir að við höldum áfram framkvæmdum við verknámsskóla. Nýlega settum við byggingu við fjóra skóla af stað og eigum að geta haldið áfram með næstu porsjón í því,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann fór yfir helstu málaflokka. Í júní var skrifað undir samkomulag milli stjórnvalda og Hafnarfjarðarbæjar um flutning og uppbyggingu Tækniskólans frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Von væri á frumvarpi um gjaldfrjáls námsgögn haustþingi. Þá verði stuðningur við jaðarsetta hópa innan framhaldsskólakerfisins efldur. „Fjölga íslenskubrautum við skólana. Taka betur utan um jaðarsetta nemendur sem eru í svo kölluðum NEED hópi. Efla menntun fanga og svo framvegis,“ sagði ráðherra. Umtalsverð aukning yrði á framlögum til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum. Á þessu ári hefðu um 900 milljónir runnið til leik- og grunnskólastigsins en framlögin verði 1,4 milljarðar á næsta ári. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta aukna svigrúm verði nýtt til að innleiða nýtt samræmt námsmat í grunnskólakerfinu. Geta keypt prófagrunna og fylgt innleiðingunni eftir í gegnum nýja miðstöð menntunar- og skólaþjónustu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í dag þar sem einstakir fagráðherrar munu fara yfir sína málaflokka í umræðum í þingsal. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var fyrstur á mælendaskrá þegar þingfundur hófst klukkan hálf tíu. Hann sagði fjármuni fara til þjóðarleikvanga. Þjóðarhöll væri á leið í hönnunarútboð á næstu vikum. Framhaldsskólarnir væru hins vegar stærsti málaflokkur ráðuneytisins og ráðgert að framlög til þeirra verði 47 milljarðar, sem væri aukning upp á þrjá milljarða. „Það er aukning til að mæta auknum fjölda nemenda í verknámi. Það er líka gert ráð fyrir að við höldum áfram framkvæmdum við verknámsskóla. Nýlega settum við byggingu við fjóra skóla af stað og eigum að geta haldið áfram með næstu porsjón í því,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann fór yfir helstu málaflokka. Í júní var skrifað undir samkomulag milli stjórnvalda og Hafnarfjarðarbæjar um flutning og uppbyggingu Tækniskólans frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Von væri á frumvarpi um gjaldfrjáls námsgögn haustþingi. Þá verði stuðningur við jaðarsetta hópa innan framhaldsskólakerfisins efldur. „Fjölga íslenskubrautum við skólana. Taka betur utan um jaðarsetta nemendur sem eru í svo kölluðum NEED hópi. Efla menntun fanga og svo framvegis,“ sagði ráðherra. Umtalsverð aukning yrði á framlögum til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum. Á þessu ári hefðu um 900 milljónir runnið til leik- og grunnskólastigsins en framlögin verði 1,4 milljarðar á næsta ári. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta aukna svigrúm verði nýtt til að innleiða nýtt samræmt námsmat í grunnskólakerfinu. Geta keypt prófagrunna og fylgt innleiðingunni eftir í gegnum nýja miðstöð menntunar- og skólaþjónustu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52
Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21