Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 12:01 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra boðar meðal annars 250 milljónir í auknum framlögum til afreksíþrótta. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir fjármagn verða sett í þjóðarleikvanga á næsta ári og 250 milljónir verði settar aukalega til afreksíþrótta. Brugðist verði við aukinni aðsókn í verknám nám fyrir jaðarsetta hópa í samfélaginu eflt. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í dag þar sem einstakir fagráðherrar munu fara yfir sína málaflokka í umræðum í þingsal. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var fyrstur á mælendaskrá þegar þingfundur hófst klukkan hálf tíu. Hann sagði fjármuni fara til þjóðarleikvanga. Þjóðarhöll væri á leið í hönnunarútboð á næstu vikum. Framhaldsskólarnir væru hins vegar stærsti málaflokkur ráðuneytisins og ráðgert að framlög til þeirra verði 47 milljarðar, sem væri aukning upp á þrjá milljarða. „Það er aukning til að mæta auknum fjölda nemenda í verknámi. Það er líka gert ráð fyrir að við höldum áfram framkvæmdum við verknámsskóla. Nýlega settum við byggingu við fjóra skóla af stað og eigum að geta haldið áfram með næstu porsjón í því,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann fór yfir helstu málaflokka. Í júní var skrifað undir samkomulag milli stjórnvalda og Hafnarfjarðarbæjar um flutning og uppbyggingu Tækniskólans frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Von væri á frumvarpi um gjaldfrjáls námsgögn haustþingi. Þá verði stuðningur við jaðarsetta hópa innan framhaldsskólakerfisins efldur. „Fjölga íslenskubrautum við skólana. Taka betur utan um jaðarsetta nemendur sem eru í svo kölluðum NEED hópi. Efla menntun fanga og svo framvegis,“ sagði ráðherra. Umtalsverð aukning yrði á framlögum til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum. Á þessu ári hefðu um 900 milljónir runnið til leik- og grunnskólastigsins en framlögin verði 1,4 milljarðar á næsta ári. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta aukna svigrúm verði nýtt til að innleiða nýtt samræmt námsmat í grunnskólakerfinu. Geta keypt prófagrunna og fylgt innleiðingunni eftir í gegnum nýja miðstöð menntunar- og skólaþjónustu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í dag þar sem einstakir fagráðherrar munu fara yfir sína málaflokka í umræðum í þingsal. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var fyrstur á mælendaskrá þegar þingfundur hófst klukkan hálf tíu. Hann sagði fjármuni fara til þjóðarleikvanga. Þjóðarhöll væri á leið í hönnunarútboð á næstu vikum. Framhaldsskólarnir væru hins vegar stærsti málaflokkur ráðuneytisins og ráðgert að framlög til þeirra verði 47 milljarðar, sem væri aukning upp á þrjá milljarða. „Það er aukning til að mæta auknum fjölda nemenda í verknámi. Það er líka gert ráð fyrir að við höldum áfram framkvæmdum við verknámsskóla. Nýlega settum við byggingu við fjóra skóla af stað og eigum að geta haldið áfram með næstu porsjón í því,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann fór yfir helstu málaflokka. Í júní var skrifað undir samkomulag milli stjórnvalda og Hafnarfjarðarbæjar um flutning og uppbyggingu Tækniskólans frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Von væri á frumvarpi um gjaldfrjáls námsgögn haustþingi. Þá verði stuðningur við jaðarsetta hópa innan framhaldsskólakerfisins efldur. „Fjölga íslenskubrautum við skólana. Taka betur utan um jaðarsetta nemendur sem eru í svo kölluðum NEED hópi. Efla menntun fanga og svo framvegis,“ sagði ráðherra. Umtalsverð aukning yrði á framlögum til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum. Á þessu ári hefðu um 900 milljónir runnið til leik- og grunnskólastigsins en framlögin verði 1,4 milljarðar á næsta ári. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta aukna svigrúm verði nýtt til að innleiða nýtt samræmt námsmat í grunnskólakerfinu. Geta keypt prófagrunna og fylgt innleiðingunni eftir í gegnum nýja miðstöð menntunar- og skólaþjónustu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52
Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21