Uppgjörið: Breiðablik - HK 5-3 | Blikar völtuðu yfir nágrannana í síðari hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 18:57 Blikar fagna hér með áhorfendum eftir leik. Vísir/Viktor Freyr Breiðablik er aftur komið með þriggja stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar eftir 5-3 sigur á HK í Kópavogsslag í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar gengu frá liði HK í síðari hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu leikinn í dag af krafti og voru mun betri aðilinn fyrstu mínútur leiksins. Viktor Karl Einarsson kom Breiðablik í forystu strax á 9. mínútu og misnotaði dauðafæri skömmu síðar þegar hann komst einn gegn Christoffer Petersen í marki HK sem varði vel. HK gekk illa að halda í boltann á þessum tíma og langir boltar fram á framherjann Atla Þór Jónasson skiluðu litlu. Það var hart barist í Kópavogsslagnum.Vísir/Viktor Freyr Það var því gegn gangi leiksins þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði með skalla fyrir HK eftir frábæra aukspyrnu Ívars Arnar Jónssonar á 25. mínútu. HK-ingar höfðu áður skapað usla eftir fast leikatriði og aukaspyrna Ívars var eins og teiknuð beint á koll Eiðs Gauta. Aðeins þremur mínútum síðar átti Blikinn Davíð Ingvarsson síðan skelfilega sendingu til baka á Anton Ara Einarsson í markinu. Boltinn fór beint fyrir fætur Arnþórs Ara Atlasonar sem var aleinn gegn Antoni Ara og skoraði örugglega. Davíð Ingvarsson gerði slæm mistök í öðru marki HK en bætti það upp með frábærum undirbúningi þegar Blikar skoruðu sitt fimmta mark.Vísir/Viktor Freyr Gestirnir úr HK skyndilega komnir í 2-1 og Blikar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Skömmu síðar voru þeir heppnir að HK bætti þriðja markinu ekki við en þá átti Eiður Gauti skalla í þverslána og niður á marklínu eftir hornspyrnu. Föst leikatriði HK heldur betur að valda Blikum vandræðum og staðan í hálfleik 2-1 gestunum í vil. Síðari hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin á 54. Mínútu þegar hann gerði afar vel í skyndisókn Blika. Fimm mínútum síðar bjargaði Blikinn Viktor Örn Margeirsson svo á ótrúlegan hátt þegar hann hreinsaði boltanum burt á marklínu eftir skot Eiðs Gauta. Blikar geystust fram í skyndisókn og Aron Bjarnason kom þeim í 3-2 með frábærri afgreiðslu. HK-ingur liggur í grasinu.Vísir/Viktor Freyr Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Höskuldur Gunnlaugsson með skalla eftir hornspyrnu Kristins Jónssonar. Þrjú mörk frá Blikum á um það bil átta mínútum og HK-ingar heillum horfnir. Eftir þetta var í raun aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Aron Bjarnason skoraði sitt annað mark á 78. mínútu eftir góðan undirbúning Daviðs Ingvarsson og Atli Þór Jónasson skoraði sárabótamark fyrir HK í uppbótartíma. Lokatölur 5-3 í frábærum fótboltaleik. Atvik leiksins Stórkostleg björgun Viktors Arnar Margeirssonar kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2 í síðari hálfleiknum. Eiður Gauti fékk þá sendingu innfyrir vörn Blika sem Anton Ari markvörður virtist ætla að fara út í. Hann hætti við, var illa staðsettur og Eiður Gauti lyfti boltanum yfir hann. Viktor Örn Margeirsson sýndi frábær tilþrif þegar hann bjargaði á marklínu.Vísir/Viktor Freyr Boltinn var á leiðinni inn þegar Viktor Örn náði að skjóta honum af marklínunni, upp í þverslána og út. Tuttugu sekúndum síðar komust Blikar síðan í 3-2. Stjörnur og skúrkar Viktor Karl Einarsson átti mjög góðan leik fyrir Breiðablik og framherjarnir Kristófer Ingi og Aron sömuleiðis. Kristófer Ingi skoraði og lagði upp og Aron skoraði tvö mörk. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson var traustur að vanda og björgun Viktors Arnar færir honum stjörnustimpil sömuleiðis. Áhorfendur á Kópavogsvelli fengu mikið fyrir peninginn í kvöld enda leikurinn frábær skemmtun.Vísir/Viktor Freyr Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði fyrir HK og var ógnandi í þeirra sóknarleik. Hann hlýtur þó að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki nýtt færið þegar hann gat komið HK í 3-2. Davíð Ingvarsson gerði skelfileg mistök þegar HK komst í 2-1 en bætti fyrir það með frábærri stoðsendingu í síðari hálfleik. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson var með góð tök á leiknum og dæmdi vel. HK-ingar létu aðeins heyra í sér þegar Viktor Örn bjargaði á marklínu og vildu meina að boltinn hefði verið inni. Svo var ekki og dómararnir gerðu hárrétt að dæma ekki mark. Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leikinn í dag og gerði það vel.Vísir/Viktor Freyr Stemmning og umgjörð Það er alltaf fín stemmning þegar þessi Kópavogsfélög mætast. Rúmlega 1500 áhorfendur mættu á völlinn í blíðaskaparveðri og leikmenn gáfu áhorfendum heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Viðtöl Besta deild karla Breiðablik HK Íslenski boltinn Fótbolti
Breiðablik er aftur komið með þriggja stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar eftir 5-3 sigur á HK í Kópavogsslag í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar gengu frá liði HK í síðari hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu leikinn í dag af krafti og voru mun betri aðilinn fyrstu mínútur leiksins. Viktor Karl Einarsson kom Breiðablik í forystu strax á 9. mínútu og misnotaði dauðafæri skömmu síðar þegar hann komst einn gegn Christoffer Petersen í marki HK sem varði vel. HK gekk illa að halda í boltann á þessum tíma og langir boltar fram á framherjann Atla Þór Jónasson skiluðu litlu. Það var hart barist í Kópavogsslagnum.Vísir/Viktor Freyr Það var því gegn gangi leiksins þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði með skalla fyrir HK eftir frábæra aukspyrnu Ívars Arnar Jónssonar á 25. mínútu. HK-ingar höfðu áður skapað usla eftir fast leikatriði og aukaspyrna Ívars var eins og teiknuð beint á koll Eiðs Gauta. Aðeins þremur mínútum síðar átti Blikinn Davíð Ingvarsson síðan skelfilega sendingu til baka á Anton Ara Einarsson í markinu. Boltinn fór beint fyrir fætur Arnþórs Ara Atlasonar sem var aleinn gegn Antoni Ara og skoraði örugglega. Davíð Ingvarsson gerði slæm mistök í öðru marki HK en bætti það upp með frábærum undirbúningi þegar Blikar skoruðu sitt fimmta mark.Vísir/Viktor Freyr Gestirnir úr HK skyndilega komnir í 2-1 og Blikar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Skömmu síðar voru þeir heppnir að HK bætti þriðja markinu ekki við en þá átti Eiður Gauti skalla í þverslána og niður á marklínu eftir hornspyrnu. Föst leikatriði HK heldur betur að valda Blikum vandræðum og staðan í hálfleik 2-1 gestunum í vil. Síðari hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin á 54. Mínútu þegar hann gerði afar vel í skyndisókn Blika. Fimm mínútum síðar bjargaði Blikinn Viktor Örn Margeirsson svo á ótrúlegan hátt þegar hann hreinsaði boltanum burt á marklínu eftir skot Eiðs Gauta. Blikar geystust fram í skyndisókn og Aron Bjarnason kom þeim í 3-2 með frábærri afgreiðslu. HK-ingur liggur í grasinu.Vísir/Viktor Freyr Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Höskuldur Gunnlaugsson með skalla eftir hornspyrnu Kristins Jónssonar. Þrjú mörk frá Blikum á um það bil átta mínútum og HK-ingar heillum horfnir. Eftir þetta var í raun aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Aron Bjarnason skoraði sitt annað mark á 78. mínútu eftir góðan undirbúning Daviðs Ingvarsson og Atli Þór Jónasson skoraði sárabótamark fyrir HK í uppbótartíma. Lokatölur 5-3 í frábærum fótboltaleik. Atvik leiksins Stórkostleg björgun Viktors Arnar Margeirssonar kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2 í síðari hálfleiknum. Eiður Gauti fékk þá sendingu innfyrir vörn Blika sem Anton Ari markvörður virtist ætla að fara út í. Hann hætti við, var illa staðsettur og Eiður Gauti lyfti boltanum yfir hann. Viktor Örn Margeirsson sýndi frábær tilþrif þegar hann bjargaði á marklínu.Vísir/Viktor Freyr Boltinn var á leiðinni inn þegar Viktor Örn náði að skjóta honum af marklínunni, upp í þverslána og út. Tuttugu sekúndum síðar komust Blikar síðan í 3-2. Stjörnur og skúrkar Viktor Karl Einarsson átti mjög góðan leik fyrir Breiðablik og framherjarnir Kristófer Ingi og Aron sömuleiðis. Kristófer Ingi skoraði og lagði upp og Aron skoraði tvö mörk. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson var traustur að vanda og björgun Viktors Arnar færir honum stjörnustimpil sömuleiðis. Áhorfendur á Kópavogsvelli fengu mikið fyrir peninginn í kvöld enda leikurinn frábær skemmtun.Vísir/Viktor Freyr Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði fyrir HK og var ógnandi í þeirra sóknarleik. Hann hlýtur þó að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki nýtt færið þegar hann gat komið HK í 3-2. Davíð Ingvarsson gerði skelfileg mistök þegar HK komst í 2-1 en bætti fyrir það með frábærri stoðsendingu í síðari hálfleik. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson var með góð tök á leiknum og dæmdi vel. HK-ingar létu aðeins heyra í sér þegar Viktor Örn bjargaði á marklínu og vildu meina að boltinn hefði verið inni. Svo var ekki og dómararnir gerðu hárrétt að dæma ekki mark. Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leikinn í dag og gerði það vel.Vísir/Viktor Freyr Stemmning og umgjörð Það er alltaf fín stemmning þegar þessi Kópavogsfélög mætast. Rúmlega 1500 áhorfendur mættu á völlinn í blíðaskaparveðri og leikmenn gáfu áhorfendum heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Viðtöl
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti