Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason skrifar 13. september 2024 15:00 Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. Það fjármagn sem við fáum að láni til að miðla áfram kemur fyrst og fremst til okkar í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu okkar, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur, og erlendis. Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka. Það er dýrt þegar verðbólga lækkar en stýrivextir ekki Ef við skoðum fyrst skuldabréfamarkaðinn þá eru nú uppi nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafa væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar eru um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiða til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, okkar helstu fjármögnunarleiðar þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hefur hækkað umtalsvert. Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána. Vegna þessara ólíku væntinga gera fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um 5% vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Hæstu innlánavextir í hinum vestræna heimi? Stýrivextir Seðlabankans hafa nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef við horfum til innlána þá eru vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinna hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafa boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti – fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafa eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag er Arion að borga hátt í 8% vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegna mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem við veitum, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Tímabundið ástand sem þarf að bregðast við Markmið mitt með þessum greinarstúf er að benda á að bankar verða að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans eru vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og við höfum þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfa til okkar og neikvæður viðsnúningur í starfsemi okkar gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi okkar að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum okkar. Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið. Höfundur er bankastjóri Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. Það fjármagn sem við fáum að láni til að miðla áfram kemur fyrst og fremst til okkar í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu okkar, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur, og erlendis. Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka. Það er dýrt þegar verðbólga lækkar en stýrivextir ekki Ef við skoðum fyrst skuldabréfamarkaðinn þá eru nú uppi nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafa væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar eru um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiða til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, okkar helstu fjármögnunarleiðar þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hefur hækkað umtalsvert. Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána. Vegna þessara ólíku væntinga gera fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um 5% vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Hæstu innlánavextir í hinum vestræna heimi? Stýrivextir Seðlabankans hafa nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef við horfum til innlána þá eru vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinna hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafa boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti – fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafa eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag er Arion að borga hátt í 8% vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegna mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem við veitum, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Tímabundið ástand sem þarf að bregðast við Markmið mitt með þessum greinarstúf er að benda á að bankar verða að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans eru vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og við höfum þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfa til okkar og neikvæður viðsnúningur í starfsemi okkar gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi okkar að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum okkar. Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið. Höfundur er bankastjóri Arion banka.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun