Alma Marie Plank Aagaard skoraði tvívegis með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks og leiddu gestirnir 2-0 í hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik má segja að Emilía Kiær hafi gulltryggt sigurinn með þriðja marki gestanna.
Heimaliðið minnkaði muninn á 77. mínútu en Flora Kopp Höjer bætti fjórða marki Nordsjælland við undir lok leiks, lokatölur 1-4.
Sigurinn þýðir að Nordsjælland er með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum. Þá er markatala liðsins 15-4.