Ekið er í sex flokkum og eru bílarnir allt frá óbreyttum Toyota Aygo yfir í 500 hestafla sérsmíðaða fjórhjóladrifs rallýcross-bíla.
Lang vinsælasti flokkurinn í Rallýcrossi er unglingaflokkurinn. Þar gefst unglingum á aldrinum 14-17 ára færi á að keppa, oftast með miklum tilþrifum. Í sumar hafa verið um 20 unglingar í hverri keppni og er slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn mjög harður.
Allir flokkar keyra þrjá riðla og úrslit, fyrir sigur í riðli fást 10 stig til Íslandsmeistara en 20 stig fást fyrir að vinna úrslitin. Gera má ráð fyrir að keppnin klárist milli 17 og 18 í dag og verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá keppninni hér: https://www.youtube.com/watch?v=UVeoPhX0ZaI