Allar íslensku stelpurnar bjuggu til mark í góðum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 12:53 Katla Tryggvadóttir hefur komið að tíu mörkum á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Getty/Harry Murphy Íslensku landsliðskonurnar voru í góðum gír þegar Kristianstad vann 4-1 sigur á AIK í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Katla Tryggvadóttir var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum, Hlín Eiríksdóttir skoraði og Guðný Árnadóttir gaf stoðsendingu. Hlín var mjög atkvæðamikil og átti að auki meðal annars skot í markrammann. Hún náði síðan að skora sitt tíunda deildarmark á leiktíðinni þegar hún nánast innsiglaði sigurinn á 76. mínútu. Þetta var þriðji deildarsigur Kristianstad í röð en liðið er í fjórða sæti deildarinnar nú sjö stigum frá þriðja sætinu. Katla og Guðný áttu báðar stoðsendingar á fyrstu 22 mínútum og það liðu bara þrjár mínútur á milli þeirra. Fyrst lagði Katla upp mark fyrir Carly Wickenheiser á 18. mínútu og svo lagði Guðný upp skallamark fyrir Alice Nilsson á 21. mínútu. Hlín skoraði markið sitt á 76. mínútu og varð hún fimmti leikmaður deildarinnar til að brjóta tíu marka múrinn í sumar. Hlín hefur alls komið að fimmtán mörkum í sumar. Gestirnir í AIK minnkuðu muninn í 3-1 skömmu síðar. Katla skoraði fjórða og síðasta markið í uppbótatímanum. Hún kom því að tveimur mörkum í leiknum í dag. Katla er með þessu búin að eiga þátt í tíu mörkum á sinni fyrstu leiktíð sem atvinnumaður, hefur skorað sjö mörk og gefið þrjár stoðsendingar. Guðný spilar kannski í vörninni en hún er þegar búin að gefa þrjár stoðsendingar í sumar. Hafrún af velli á 16. mínútu Hafrún Rakel Halldórsdóttir fór meidd af velli eftir aðeins sextán mínútur þegar Bröndby gerði markalaust jafntefli við Kolding í dönsku úrvalsdeildinni. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn. Eftir þessi úrslit eru liðin jöfn að stigum með fimm stig hvort í fyrstu fimm leikjunum. Þau sitja í 4. og 5. sætinu. Bröndby er í vandræðum með að skora enda aðeins með þrjú mörk í þessum leikjum. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira
Katla Tryggvadóttir var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum, Hlín Eiríksdóttir skoraði og Guðný Árnadóttir gaf stoðsendingu. Hlín var mjög atkvæðamikil og átti að auki meðal annars skot í markrammann. Hún náði síðan að skora sitt tíunda deildarmark á leiktíðinni þegar hún nánast innsiglaði sigurinn á 76. mínútu. Þetta var þriðji deildarsigur Kristianstad í röð en liðið er í fjórða sæti deildarinnar nú sjö stigum frá þriðja sætinu. Katla og Guðný áttu báðar stoðsendingar á fyrstu 22 mínútum og það liðu bara þrjár mínútur á milli þeirra. Fyrst lagði Katla upp mark fyrir Carly Wickenheiser á 18. mínútu og svo lagði Guðný upp skallamark fyrir Alice Nilsson á 21. mínútu. Hlín skoraði markið sitt á 76. mínútu og varð hún fimmti leikmaður deildarinnar til að brjóta tíu marka múrinn í sumar. Hlín hefur alls komið að fimmtán mörkum í sumar. Gestirnir í AIK minnkuðu muninn í 3-1 skömmu síðar. Katla skoraði fjórða og síðasta markið í uppbótatímanum. Hún kom því að tveimur mörkum í leiknum í dag. Katla er með þessu búin að eiga þátt í tíu mörkum á sinni fyrstu leiktíð sem atvinnumaður, hefur skorað sjö mörk og gefið þrjár stoðsendingar. Guðný spilar kannski í vörninni en hún er þegar búin að gefa þrjár stoðsendingar í sumar. Hafrún af velli á 16. mínútu Hafrún Rakel Halldórsdóttir fór meidd af velli eftir aðeins sextán mínútur þegar Bröndby gerði markalaust jafntefli við Kolding í dönsku úrvalsdeildinni. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn. Eftir þessi úrslit eru liðin jöfn að stigum með fimm stig hvort í fyrstu fimm leikjunum. Þau sitja í 4. og 5. sætinu. Bröndby er í vandræðum með að skora enda aðeins með þrjú mörk í þessum leikjum.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira