Keflvíkingar skutu Eyjamenn upp í Bestu deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 16:03 Eyjamenn fagna hér sigri í Lengjudeildinni og sæti í Bestu deildinni. Vísir Eyjamenn endurheimtu sæti sitt í Bestu deild karla í fótbolta í dag en þá fór fram lokaumferðin í Lengjudeild karla. ÍBV féll í fyrra en kemur strax upp aftur. Eyjamenn þurftu ekki að treysta neinn nema sjálfan sig í lokaumferðinni því sigur nægði liðinu til að vinna deildina og fara upp. Á endanum þurftu Eyjamenn þó að fá hjálp úr Keflavík. ÍBV mætti Leikni upp í Efra-Breiðholti. Róbert Hauksson kom Leiknismönnum í 1-0 á 36. mínútu og það stefndi lengi í heimasigur. Vicente Valor náði að tryggja ÍBV jafntefli með marki úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn sluppu því við að fagna eftir tapleik. Þeir vissu þá að Keflvíkingar væru með örugga forystu á móti þeirra helstu keppinautum úr Fjölni. Tekið við titlinumvísir / smári jökullÍBV gat fagnað þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikinn. vísir / smári jökullTekið við titlinum.vísir / smári jökullStillt sér upp og tekið við ávísun frá Lengjunni.vísir / smári jökull Næstu fjögur lið, liðin í öðru til fimmta sæti, fara í umspil um hitt lausa sætið. Þar mætast Keflavík og ÍR annars vegar en Fjölnir og Afturelding hins vegar. Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn. Þeir unnu 4-0 sigur og hjálpuðu ekki aðeins ÍBV, heldur gulltryggðu þeir sér annað sætið og heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Kári Sigfússon, Mihael Mlade, Ari Steinn Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu mörk Keflavíkurliðsins Afturelding tryggði sér líka sæti í umspilinu með 3-0 sigri á ÍR. Aron Jóhannsson og Elmar Kári Enesson Cogic, úr víti, og Patrekur Orri Guðjónsson skoruðu mörk Mosfellinga. Það var líka spenna í baráttu Njarðvíkinga og ÍR um síðasta sætið inn í umspilið. Njarðvík komst yfir á móti Grindavík og var í góðum málum en Grindvíkingum tókst að snúa leiknum við. Njarðvík og ÍR töpuðu því bæði og það kom sér betur fyrir ÍR-inga sem eru síðasta liðið inn í umspilið. Oumar Diouck kom Njarðvík yfir en Kristófer Konráðsson breytti leiknum með tveimur mörkum með mínútu millibili. Njarðvíkingar jöfnuði undir lokin með marki Marcello Deverlan Vicente en það var ekki nóg. Það var samt spenna á síðustu sekúndum leiks og þetta var líka síðasti leikurinn til að klárast. Úrslitin urðu þó 2-2 og ÍR-ingar gátu fagnað umspilssætinu þrátt fyrir tapleik. Þróttur vann 5-2 sigur á Dalvík/Reyni og Þór Akureyri vann 2-1 útisigur á Gróttu en tapliðin voru bæði fallin niður í 2. deildina. Lengjudeild karla ÍBV Afturelding Keflavík ÍF ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Sjá meira
Eyjamenn þurftu ekki að treysta neinn nema sjálfan sig í lokaumferðinni því sigur nægði liðinu til að vinna deildina og fara upp. Á endanum þurftu Eyjamenn þó að fá hjálp úr Keflavík. ÍBV mætti Leikni upp í Efra-Breiðholti. Róbert Hauksson kom Leiknismönnum í 1-0 á 36. mínútu og það stefndi lengi í heimasigur. Vicente Valor náði að tryggja ÍBV jafntefli með marki úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn sluppu því við að fagna eftir tapleik. Þeir vissu þá að Keflvíkingar væru með örugga forystu á móti þeirra helstu keppinautum úr Fjölni. Tekið við titlinumvísir / smári jökullÍBV gat fagnað þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikinn. vísir / smári jökullTekið við titlinum.vísir / smári jökullStillt sér upp og tekið við ávísun frá Lengjunni.vísir / smári jökull Næstu fjögur lið, liðin í öðru til fimmta sæti, fara í umspil um hitt lausa sætið. Þar mætast Keflavík og ÍR annars vegar en Fjölnir og Afturelding hins vegar. Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn. Þeir unnu 4-0 sigur og hjálpuðu ekki aðeins ÍBV, heldur gulltryggðu þeir sér annað sætið og heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Kári Sigfússon, Mihael Mlade, Ari Steinn Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu mörk Keflavíkurliðsins Afturelding tryggði sér líka sæti í umspilinu með 3-0 sigri á ÍR. Aron Jóhannsson og Elmar Kári Enesson Cogic, úr víti, og Patrekur Orri Guðjónsson skoruðu mörk Mosfellinga. Það var líka spenna í baráttu Njarðvíkinga og ÍR um síðasta sætið inn í umspilið. Njarðvík komst yfir á móti Grindavík og var í góðum málum en Grindvíkingum tókst að snúa leiknum við. Njarðvík og ÍR töpuðu því bæði og það kom sér betur fyrir ÍR-inga sem eru síðasta liðið inn í umspilið. Oumar Diouck kom Njarðvík yfir en Kristófer Konráðsson breytti leiknum með tveimur mörkum með mínútu millibili. Njarðvíkingar jöfnuði undir lokin með marki Marcello Deverlan Vicente en það var ekki nóg. Það var samt spenna á síðustu sekúndum leiks og þetta var líka síðasti leikurinn til að klárast. Úrslitin urðu þó 2-2 og ÍR-ingar gátu fagnað umspilssætinu þrátt fyrir tapleik. Þróttur vann 5-2 sigur á Dalvík/Reyni og Þór Akureyri vann 2-1 útisigur á Gróttu en tapliðin voru bæði fallin niður í 2. deildina.
Lengjudeild karla ÍBV Afturelding Keflavík ÍF ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Sjá meira