Sport

Luke Littler lyfti áttunda titli ársins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luke Littler er enn aðeins 17 ára en hefur fest sig í fremstu röð pílukastara.
Luke Littler er enn aðeins 17 ára en hefur fest sig í fremstu röð pílukastara. Justin Setterfield/Getty Images

Luke Littler vann fjórða sjónvarpstitilinn, og þann áttunda í heildina á árinu, þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í Hollandi á heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Littler lagði heimamanninn og sigurstranglegasta mann mótsins, Michael van Gerwen, í undanúrslitum. Littler vann níu leggi í röð undir lokin og fór með 11-4 sigur.

Í úrslitum mætti hann svo samlanda sínum frá Englandi, Michael Smith, sem vann fyrstu tvo leggina en reyndist ekki mikil fyrirstaða eftir það fyrir Littler, sem vann viðureignina aftur 11-4.

Þetta var fjórði titillinn sem Littler lyftir á loft á árinu í beinni útsendingu í sjónvarpi. Alls eru titlarnir orðnir átta á árinu, þar af úrvalsdeildartitillinn sem vannst í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×