Innlent

Harm­leikur á Krýsu­víkur­vegi og harka­legar að­gerðir lög­reglu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald grunaður um að hafa banað tíu ára gamalli dóttur sinni um kvöldmatarleytið í gær. Rætt verður við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá verður rætt við föður Yazans Tamimi, langveiks drengs frá Palestínu sem vísa átti af landi brott í nótt. Hann segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu og hann hafi sjálfur meiðst við handtökuna í nótt.

Þá verður rætt við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmann Pírata um málið í beinni útsendingu. Hún kallaði eftir svörum frá dómsmálaráðherra vegna málsins í dag. 

Karlmaður, sem er grunaður um að hafa ætlað að bana Donald Trump forsetaframbjóðanda Repúblikana, er talinn hafa beðið eftir færi í runna í tólf klukkustundir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×