Willum Þór og félagar lögðu Hollywood-lið Wrexham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2024 21:26 Willum Þór í leik kvöldsins. Birmingham City Birmingham City vann Wrexham 3-1 í ensku C-deild karla í knattspyrnu. Bæði lið eru í eigu Bandaríkjamanna og voru uppi hugmyndir um að spila hann þar frekar en í Englandi. Hann fór á endanum fram í Birmingham og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði heimamanna. Hvað varðar eigendur liðanna þá var Tom Brady, leikstjórnandinn fyrrverandi, í stúkunni sem og góðvini sínum David Beckham en sá á ekkert í hvorugu liðinu. Þá var Rob McElhenney, annar af Hollywood-eigendum Wrexham einnig á vellinum. Tomoki Iwata has his first goal since signing from Celtic to double Birmingham's advantage! 🔥 pic.twitter.com/mqBQ8Qntwv— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 16, 2024 Það voru gestirnir frá Wales sem hófu leikinn af krafti en Jack Marriott skoraði strax á þriðju mínútu. Eftir það tóku heimamenn öll völd og Jay Stansfield, dýrasti leikmaður C-deildarinnar frá upphafi, jafnaði metin um miðbik fyrir hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stansfield kom Birmingham yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Tomoki Iwata fór svo langleiðina með að gulltryggja sigurinn með þriðja marki Birmingham á 59. mínútu. Krystian Bielik, fyrirliði Birmingham, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en það kom ekki að sök og heimamenn héldu út – lokatölur 3-1. Willum Þór spilaði allan leikinn og Alfons Sampsted kom inn af bekknum síðasta hálftímann eða svo. WELCOME TO BIRMINGHAM 🤩 pic.twitter.com/mrtGaOox75— Birmingham City FC (@BCFC) September 16, 2024 Wrexham er áfram á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum 6 leikjum á meðan Birmingham er sæti neðar með jafn mörg stig og leik til góða. Charlton Athletic er svo í 3. sæti einnig með 13 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Bæði lið eru í eigu Bandaríkjamanna og voru uppi hugmyndir um að spila hann þar frekar en í Englandi. Hann fór á endanum fram í Birmingham og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði heimamanna. Hvað varðar eigendur liðanna þá var Tom Brady, leikstjórnandinn fyrrverandi, í stúkunni sem og góðvini sínum David Beckham en sá á ekkert í hvorugu liðinu. Þá var Rob McElhenney, annar af Hollywood-eigendum Wrexham einnig á vellinum. Tomoki Iwata has his first goal since signing from Celtic to double Birmingham's advantage! 🔥 pic.twitter.com/mqBQ8Qntwv— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 16, 2024 Það voru gestirnir frá Wales sem hófu leikinn af krafti en Jack Marriott skoraði strax á þriðju mínútu. Eftir það tóku heimamenn öll völd og Jay Stansfield, dýrasti leikmaður C-deildarinnar frá upphafi, jafnaði metin um miðbik fyrir hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stansfield kom Birmingham yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Tomoki Iwata fór svo langleiðina með að gulltryggja sigurinn með þriðja marki Birmingham á 59. mínútu. Krystian Bielik, fyrirliði Birmingham, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en það kom ekki að sök og heimamenn héldu út – lokatölur 3-1. Willum Þór spilaði allan leikinn og Alfons Sampsted kom inn af bekknum síðasta hálftímann eða svo. WELCOME TO BIRMINGHAM 🤩 pic.twitter.com/mrtGaOox75— Birmingham City FC (@BCFC) September 16, 2024 Wrexham er áfram á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum 6 leikjum á meðan Birmingham er sæti neðar með jafn mörg stig og leik til góða. Charlton Athletic er svo í 3. sæti einnig með 13 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira