Háskólinn sveik stúdenta um góðar samgöngur Guðni Thorlacius og Katla Ólafsdóttir skrifa 17. september 2024 11:31 U-passinn: Orðið sem er á allra manna vörum í Vatnsmýrinni. U-passinn hefur verið mikið í umræðunni meðal nemenda í HÍ, sér í lagi í ljósi gjaldtöku HÍ á bílastæðum skólans, en hvað er hann? U-passinn er afsláttarkort í almenningssamgöngur að erlendri fyrirmynd. Ástæðan fyrir því að talað er um U-passa en ekki strætókort á betri kjörum er sú að í U-passanum felst einnig aðgangur að rafskútum og deilibílum. U-passinn er þannig til þess að vefa saman öflugt og umhverfisvænt samgöngunet fyrir stúdenta. Röskvuliðar í Stúdentaráði hafa árum saman barist fyrir U-passanum en það hefur stundum verið nokkuð óljóst um hvað er rætt. Úr þessu ber að bæta, kæri stúdent, og því ætlum við að útlista þá fjölmörgu kosti sem háskólasamfélaginu býðst við það að innleiða U-passan. Kostir U-passans rúmast varla fyrir í einum litlum skoðanapistli, en helst ber að nefna að hann veitir stúdentum raunverulegan valkost í því hvernig þeir komast í skólann. Bætt aðgengi að almenningssamgöngum varðar allra stúdenta, komi þeir keyrandi eða á vegum þeirrar gulu. Þvert á útreikninga helstu stærðfræðinga Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda geta strætisvagnar flutt talsvert fleira fólk á töluvert betri tíma en floti einkabifreiða. Samkvæmt ferðavenjukönnun sem HÍ lagði fyrir stúdenta ferðast um 59% stúdenta að jafnaði ein í bíl í skólann, það eru rúmlega 8000 bílar. Ef aðeins um 10% stúdenta sem taka einkabílinn ein myndu færa sig yfir í strætó, væru bílarnir orðnir um 6500 talsins. 1500 færri bílar að bíða í röð við gönguljósin hjá Klambratúni. 1500 færri rauð ljós í stöppunni á Kringlumýrarbraut. Ef einhver hluti þeirra stúdenta sem búa við strætóleiðir nýtir sér almenningssamgöngur þá opnast pláss í umferðinni fyrir þá stúdenta sem ekki geta nýtt sér sömu samgöngur. U-passinn snýr að því að auðvelda þeim stúdentum sem ekki nýta sér almenningssamgöngur nú þegar til að hvíla bílinn, öllum til hagsbóta. En þá er komið að fílnum í herberginu: Upptöku bílastæðagjalda við HÍ. Bílastæðagjöld hafa verið til skoðunar við Háskólann mjög lengi, saga þeirra teygist alla leið aftur að 2013. Áhyggjur okkar eru skiljanlegar, við erum ekki tekjuhár hópur og því er mikilvægt að þegar gjaldtakan hefst að farið sé hóflega í hana, og að stúdentar fái eitthvað í staðinn. U-passinn er akkúrat slík mótvægisaðgerð, sem myndi hvort tveggja spara stúdentum þann pening sem það kostar að reka einkabíl, og að leggja honum við HÍ. Gjaldtakan er súrt epli að bíta í en við getum öll, eftir þessar fyrstu vikur í skólanum, viðurkennt að bílastæðin eru löngu sprungin. Það hlýtur að vera betri leið til að koma nemendum í og úr skólanum án þess að þeir þurfi að sitja í umferð í þrjú korter til þess eins að leggja lengst inni í vesturbænum og labba í korter í viðbót í tíma. Með flutningi Menntavísindasviðs í Sögu mun þessi hausverkur bara versna til muna nema gripið sé strax í taumana. Rektor og HÍ lofuðu okkur U-passa og loforð þeirra eru bindandi. U-passinn hefur verið í bígerð frá því um 2018, þegar fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði HÍ kröfðust þess af háskólanum að bjóða nemendum betra aðgengi að almenningssamgöngum. Allt virtist vera á réttri leið, starfshópur var stofnaður og verið var að skoða tilboð frá Strætó varðandi fýsileika U-passans. En svo kom eitthvað upp á í ársbyrjun 2024, einhver reitur í Excel stemmdi ekki og Háskólinn sleit öllum samskiptum við fulltrúa Strætó. Á Háskólaþingi þann 17. janúar kynnti skólinn án nokkurs samráðs við stúdenta nýja tvíhyggju í samgöngumálum: Leið A, sem væri þá U-passi samhliða gjaldskyldu, eða leið B, sem væri gjaldskylda í áskrift. Innleiðing U-passans myndi kosta HÍ 45 milljón krónur á ári, en höldum því til haga að rekstur bílastæða HÍ kostar skólann 54 milljónir á ári. En á fundi stúdentaráðs þann 3. mars 2024 lét formaður framkvæmda- og tæknisviðs HÍ það í ljós að aldrei hafi staðið til að innleiða U-passa samhliða gjaldskyldu. Stúdentar voru sem sagt dregnir á asnaeyrum í sex ár til þess eins að spara háskólanum engan pening. Heldur svo hann gæti haldið áfram að tapa 54 milljónum á ári. Að ótöldum öllum stundum starfsfólks HÍ sem hafa farið í verkefnið hingað til. Sú vinna sem HÍ lagði til U-passans var þannig til sýndar að öllu leyti. Stúdentar og Strætó eru reiðubúin að innleiða U-passan, nú er boltinn á vallarhelming HÍ, og okkur ber að halda pressunni uppi. U-passinn er nauðsynlegur liður í bættu samgöngukerfi, umhverfisvænna háskólasvæði og byði stúdentum raunverulegt val á því hvernig þeir komast í skólann. Ef þú vilt bæta samgöngur fyrir alla stúdenta þá hvetjum við þig eindregið til að koma á kröfufund Röskvu á fimmtudag kl. 12:00 fyrir framan Aðalbyggingu HÍ! Látum til okkar taka, krefjumst aðgerða og bætum samgöngur á háskólasvæðinu fyrir alla stúdenta! Höfundar eru fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Skóla- og menntamál Strætó Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
U-passinn: Orðið sem er á allra manna vörum í Vatnsmýrinni. U-passinn hefur verið mikið í umræðunni meðal nemenda í HÍ, sér í lagi í ljósi gjaldtöku HÍ á bílastæðum skólans, en hvað er hann? U-passinn er afsláttarkort í almenningssamgöngur að erlendri fyrirmynd. Ástæðan fyrir því að talað er um U-passa en ekki strætókort á betri kjörum er sú að í U-passanum felst einnig aðgangur að rafskútum og deilibílum. U-passinn er þannig til þess að vefa saman öflugt og umhverfisvænt samgöngunet fyrir stúdenta. Röskvuliðar í Stúdentaráði hafa árum saman barist fyrir U-passanum en það hefur stundum verið nokkuð óljóst um hvað er rætt. Úr þessu ber að bæta, kæri stúdent, og því ætlum við að útlista þá fjölmörgu kosti sem háskólasamfélaginu býðst við það að innleiða U-passan. Kostir U-passans rúmast varla fyrir í einum litlum skoðanapistli, en helst ber að nefna að hann veitir stúdentum raunverulegan valkost í því hvernig þeir komast í skólann. Bætt aðgengi að almenningssamgöngum varðar allra stúdenta, komi þeir keyrandi eða á vegum þeirrar gulu. Þvert á útreikninga helstu stærðfræðinga Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda geta strætisvagnar flutt talsvert fleira fólk á töluvert betri tíma en floti einkabifreiða. Samkvæmt ferðavenjukönnun sem HÍ lagði fyrir stúdenta ferðast um 59% stúdenta að jafnaði ein í bíl í skólann, það eru rúmlega 8000 bílar. Ef aðeins um 10% stúdenta sem taka einkabílinn ein myndu færa sig yfir í strætó, væru bílarnir orðnir um 6500 talsins. 1500 færri bílar að bíða í röð við gönguljósin hjá Klambratúni. 1500 færri rauð ljós í stöppunni á Kringlumýrarbraut. Ef einhver hluti þeirra stúdenta sem búa við strætóleiðir nýtir sér almenningssamgöngur þá opnast pláss í umferðinni fyrir þá stúdenta sem ekki geta nýtt sér sömu samgöngur. U-passinn snýr að því að auðvelda þeim stúdentum sem ekki nýta sér almenningssamgöngur nú þegar til að hvíla bílinn, öllum til hagsbóta. En þá er komið að fílnum í herberginu: Upptöku bílastæðagjalda við HÍ. Bílastæðagjöld hafa verið til skoðunar við Háskólann mjög lengi, saga þeirra teygist alla leið aftur að 2013. Áhyggjur okkar eru skiljanlegar, við erum ekki tekjuhár hópur og því er mikilvægt að þegar gjaldtakan hefst að farið sé hóflega í hana, og að stúdentar fái eitthvað í staðinn. U-passinn er akkúrat slík mótvægisaðgerð, sem myndi hvort tveggja spara stúdentum þann pening sem það kostar að reka einkabíl, og að leggja honum við HÍ. Gjaldtakan er súrt epli að bíta í en við getum öll, eftir þessar fyrstu vikur í skólanum, viðurkennt að bílastæðin eru löngu sprungin. Það hlýtur að vera betri leið til að koma nemendum í og úr skólanum án þess að þeir þurfi að sitja í umferð í þrjú korter til þess eins að leggja lengst inni í vesturbænum og labba í korter í viðbót í tíma. Með flutningi Menntavísindasviðs í Sögu mun þessi hausverkur bara versna til muna nema gripið sé strax í taumana. Rektor og HÍ lofuðu okkur U-passa og loforð þeirra eru bindandi. U-passinn hefur verið í bígerð frá því um 2018, þegar fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði HÍ kröfðust þess af háskólanum að bjóða nemendum betra aðgengi að almenningssamgöngum. Allt virtist vera á réttri leið, starfshópur var stofnaður og verið var að skoða tilboð frá Strætó varðandi fýsileika U-passans. En svo kom eitthvað upp á í ársbyrjun 2024, einhver reitur í Excel stemmdi ekki og Háskólinn sleit öllum samskiptum við fulltrúa Strætó. Á Háskólaþingi þann 17. janúar kynnti skólinn án nokkurs samráðs við stúdenta nýja tvíhyggju í samgöngumálum: Leið A, sem væri þá U-passi samhliða gjaldskyldu, eða leið B, sem væri gjaldskylda í áskrift. Innleiðing U-passans myndi kosta HÍ 45 milljón krónur á ári, en höldum því til haga að rekstur bílastæða HÍ kostar skólann 54 milljónir á ári. En á fundi stúdentaráðs þann 3. mars 2024 lét formaður framkvæmda- og tæknisviðs HÍ það í ljós að aldrei hafi staðið til að innleiða U-passa samhliða gjaldskyldu. Stúdentar voru sem sagt dregnir á asnaeyrum í sex ár til þess eins að spara háskólanum engan pening. Heldur svo hann gæti haldið áfram að tapa 54 milljónum á ári. Að ótöldum öllum stundum starfsfólks HÍ sem hafa farið í verkefnið hingað til. Sú vinna sem HÍ lagði til U-passans var þannig til sýndar að öllu leyti. Stúdentar og Strætó eru reiðubúin að innleiða U-passan, nú er boltinn á vallarhelming HÍ, og okkur ber að halda pressunni uppi. U-passinn er nauðsynlegur liður í bættu samgöngukerfi, umhverfisvænna háskólasvæði og byði stúdentum raunverulegt val á því hvernig þeir komast í skólann. Ef þú vilt bæta samgöngur fyrir alla stúdenta þá hvetjum við þig eindregið til að koma á kröfufund Röskvu á fimmtudag kl. 12:00 fyrir framan Aðalbyggingu HÍ! Látum til okkar taka, krefjumst aðgerða og bætum samgöngur á háskólasvæðinu fyrir alla stúdenta! Höfundar eru fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun