Læknir hafi metið Yazan flugfæran Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2024 10:46 Marín Þórsdóttir er verkefnastjóri hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra. Hún stýrir heimferðar- og fylgdardeildum ríkislögreglustjóra. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Rauða krossinum. Vísir/Vilhelm Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. Lögreglumenn á vegum ríkislögreglustjóra voru sendir í Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, seint á sunnudagskvöld. Þar var Yazan Tamimi, ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, vakinn með það fyrir augum að flytja hann og móður hans úr landi. Um svipað leyti braust lögregla inn í húsnæði sem fjölskyldan hefur til afnota og handtók föður hans. Til stóð að fljúga fjölskyldunni til Spánar á grundvelli Dyflinnarsáttmálans. Þangað flaug fjölskyldan frá Palestínu áður en hún kom til Íslands árið 2023. Félagsmálaráðherra fór þess á leit að málið fengi frekari umræðu og ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottvísun. Tilhögun ríkislögreglustjóra hefur vakið athygli og hefur formaður Duchenne-samtakanna hér á landi sagt geta verið hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá ríkislögreglustjóra, mætti í Kastljós í gærkvöldi til að ræða slíkan brottflutning. Þar sagði hún að ekki væri ráðist í slíkar aðgerðir nema með grænu ljósi frá lækni. „Þegar við erum með líkamlega veika einstaklinga þá er rætt við lækna. Ef þeir eru með lækna þá er rætt við þá. Ef þeir hafa ekki verið í læknismeðferð og talið er að hætta sé á, þá er fengið læknismat og gefið út svokallað „Fit to fly“-vottorð og það er gert,“ sagði Marín. Það lægi alltaf fyrir áður en farið væri í aðgerðir sem þessar. Nokkur hundruð manns hafa komið saman við Hverfisgötu í morgun þar sem ríkisstjórnin fundar. Vill hópurinn mótmæla meðferðinni á Yazan og kallar eftir að hann fái dvalarleyfi hér á landi. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Lögreglumenn á vegum ríkislögreglustjóra voru sendir í Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, seint á sunnudagskvöld. Þar var Yazan Tamimi, ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, vakinn með það fyrir augum að flytja hann og móður hans úr landi. Um svipað leyti braust lögregla inn í húsnæði sem fjölskyldan hefur til afnota og handtók föður hans. Til stóð að fljúga fjölskyldunni til Spánar á grundvelli Dyflinnarsáttmálans. Þangað flaug fjölskyldan frá Palestínu áður en hún kom til Íslands árið 2023. Félagsmálaráðherra fór þess á leit að málið fengi frekari umræðu og ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottvísun. Tilhögun ríkislögreglustjóra hefur vakið athygli og hefur formaður Duchenne-samtakanna hér á landi sagt geta verið hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá ríkislögreglustjóra, mætti í Kastljós í gærkvöldi til að ræða slíkan brottflutning. Þar sagði hún að ekki væri ráðist í slíkar aðgerðir nema með grænu ljósi frá lækni. „Þegar við erum með líkamlega veika einstaklinga þá er rætt við lækna. Ef þeir eru með lækna þá er rætt við þá. Ef þeir hafa ekki verið í læknismeðferð og talið er að hætta sé á, þá er fengið læknismat og gefið út svokallað „Fit to fly“-vottorð og það er gert,“ sagði Marín. Það lægi alltaf fyrir áður en farið væri í aðgerðir sem þessar. Nokkur hundruð manns hafa komið saman við Hverfisgötu í morgun þar sem ríkisstjórnin fundar. Vill hópurinn mótmæla meðferðinni á Yazan og kallar eftir að hann fái dvalarleyfi hér á landi.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33
„Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11
Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24