Segir Vinstri græn hafa þröngvað Guðrúnu til lögbrots Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2024 11:25 Haukur er afgerandi í tali, hann segir nú Vinstri græn í tvígang hafa neytt ríkisstjórnina til lögbrota meðan nærtækara hefði verið ef hún hefði einfaldlega slitið samstarfinu. vísir/vilhelm/aðsend Eins og lýðum má ljóst vera gaf Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra út skipan um að brottflutningi hins ellefu ára Yazan frá Palestínu sem er með Duchenne sjúkdóminn yrði frestað. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir engan vafa á leika að þar með hafi hún framið lögbrot. Nú standa yfir mótmæli þar sem brottflutningi Yazans er mótmælt harðlega. Ríkisstjórnin er að ræða málefni hans sérstaklega en Guðrún hefur gefið það út að hún hafi viljað taka tillit til sjónarmiða formanns VG, Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem vildi ræða málið betur. Guðrún ekki æðsta vald í útlendingamálum Haukur segist verða að hryggja vini sína með því að segja að hér sé á ferðinni lögbrot og áníðsla stjórmálanna gagnvart framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni: „Gildir einu hvort málið er jákvætt og vinsælt eða ekki - munum að ofbeldi stjórnmálamanna er einvörðungu framið þegar þeir reyna að trekkja að sér atkvæði og klekkja á óvinum sínum,“ segir Haukur. Hann bendir á að stjórnsýslan framkvæmi lögin og æðsta stjórnsýsla hennar í þessu dæmi sé úrskurðarnefnd um útlendingamál. „Tökum eftir að dómsmálaráðherra er ekki æðsta vald í útlendingamálum. Alþingi treysti faglegri nefnd betur. Ákvörðun hefur verið tekin af til þess bæru yfirvaldi, sem stendur.“ Vinstri græn neyði ríkisstjórnina til lögbrota Haukur segir það einkenna suma stjórmálamenn að þeir vilji grípa inn í með ofbeldi Þetta eigi sér yfirleitt ekki stað í vestrænu lýðræði en sé hins vegar einkenni á alræðisríkjum. Þar gildi stjórnmálin en stjórnsýslulög gildi og séu tákn um virkt lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar níðst á valdi framkvæmdarvaldsins varðandi hvalveiðar og virðast nú hafa sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Ég sem stjórnsýslufræðingur verð að segja að ríkisstjórnin hefði ekki átt að láta neyða sig til lögbrota. Hún hefði frekar átt að fara frá. Við verðum að búa í réttarríki.“ Haukur segir svo réttvísina blinda í þessu máli sem sé svo annað mál. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nú standa yfir mótmæli þar sem brottflutningi Yazans er mótmælt harðlega. Ríkisstjórnin er að ræða málefni hans sérstaklega en Guðrún hefur gefið það út að hún hafi viljað taka tillit til sjónarmiða formanns VG, Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem vildi ræða málið betur. Guðrún ekki æðsta vald í útlendingamálum Haukur segist verða að hryggja vini sína með því að segja að hér sé á ferðinni lögbrot og áníðsla stjórmálanna gagnvart framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni: „Gildir einu hvort málið er jákvætt og vinsælt eða ekki - munum að ofbeldi stjórnmálamanna er einvörðungu framið þegar þeir reyna að trekkja að sér atkvæði og klekkja á óvinum sínum,“ segir Haukur. Hann bendir á að stjórnsýslan framkvæmi lögin og æðsta stjórnsýsla hennar í þessu dæmi sé úrskurðarnefnd um útlendingamál. „Tökum eftir að dómsmálaráðherra er ekki æðsta vald í útlendingamálum. Alþingi treysti faglegri nefnd betur. Ákvörðun hefur verið tekin af til þess bæru yfirvaldi, sem stendur.“ Vinstri græn neyði ríkisstjórnina til lögbrota Haukur segir það einkenna suma stjórmálamenn að þeir vilji grípa inn í með ofbeldi Þetta eigi sér yfirleitt ekki stað í vestrænu lýðræði en sé hins vegar einkenni á alræðisríkjum. Þar gildi stjórnmálin en stjórnsýslulög gildi og séu tákn um virkt lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar níðst á valdi framkvæmdarvaldsins varðandi hvalveiðar og virðast nú hafa sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Ég sem stjórnsýslufræðingur verð að segja að ríkisstjórnin hefði ekki átt að láta neyða sig til lögbrota. Hún hefði frekar átt að fara frá. Við verðum að búa í réttarríki.“ Haukur segir svo réttvísina blinda í þessu máli sem sé svo annað mál.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira