Innlent

Bein út­sending: Mál­þing um sjúk­linga­öryggi

Atli Ísleifsson skrifar
Alma D. Möller er landlæknis og mun flytja inngangserindi málþingsins sem hefst klukkan 13.
Alma D. Möller er landlæknis og mun flytja inngangserindi málþingsins sem hefst klukkan 13. Vísir/Ívar Fannar

Embætti landlæknis stendur fyrir málþingi um sjúklingaöryggi milli klukkan 13 og 17 í dag. Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi.

Í tilkynningu frá embættinu kemur fram að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi útnefnt 17. september ár hvert sem alþjóðadag sjúklingaöryggis. 

„Tilgangurinn er að auka vitund um öryggi sjúklinga og hvetja til almennrar samstöðu um að efla öryggismenningu í heilbrigðisþjónustu. Öryggi snýst um að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Þema ársins að þessu sinni er öryggi við sjúkdómsgreiningar.

Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×