Rodri hótar verkfalli ef ekkert lagast Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 17:02 Rodri segir leikmenn ekki geta sýnt sínar bestu hliðar þurfi þeir að spila sextíu leiki á ári. Getty/Carl Recine Spænski miðjumaðurinn Rodri segir að knattspyrnumenn séu að fá sig fullsadda af leikjaálaginu sem enn heldur áfram að aukast. Lið hans Manchester City spilar sjö leiki á aðeins þremur vikum og þá taka við landsleikir. City tekur á móti Inter annað kvöld í Meistaradeild Evrópu og á svo stórleikinn við Arsenal á sunnudaginn. Tveimur dögum síðar er svo leikur við Watford í enska deildabikarnum og þannig mætti áfram telja. Englandsmeistararnir spila líkt og önnur lið að lágmarki tveimur leikjum meira fram að 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni í ár, vegna breytinganna á fyrirkomulaginu þar, og þá fjölgar leikjum hjá liðinu einnig vegna stækkunar HM félagsliða. Rodri er svo landsliðsmaður Spánar sem fór alla leið í úrslit og varð Evrópumeistari í Þýskalandi í sumar. „Ég held að við séum nálægt því,“ svaraði Rodri þegar hann var spurður hvort að leikmenn gætu verið á leið í verkfall vegna fjölgunar leikja. „Það er skiljanlegt og þið getið spurt hvaða leikmann sem er, hann myndi segja það sama. Ef þetta heldur svona áfram þá höfum við engan annan kost, en við skulum sjá til,“ sagði Rodri. Rodri says players are close to going on strike.This would be in protest at an increase in games ⬇️ pic.twitter.com/p3onACJF7F— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2024 Á síðustu tveimur leiktíðum hefur City spilað alls 120 leiki ef allt er talið. Samt fjölgar leikjum í ár og við bætast svo landsleikir eins og fyrr segir. Álagið er einfaldlega of mikið, að mati miðjumannsins magnaða: „Reynslan segir mér að 60-70 leikir er of mikið. Ég held að á milli 40-50 leikir sé passlegt svo að leikmenn geti verið upp á sitt besta. Annars mun það bitna á leik þeirra,“ sagði Rodri. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira
City tekur á móti Inter annað kvöld í Meistaradeild Evrópu og á svo stórleikinn við Arsenal á sunnudaginn. Tveimur dögum síðar er svo leikur við Watford í enska deildabikarnum og þannig mætti áfram telja. Englandsmeistararnir spila líkt og önnur lið að lágmarki tveimur leikjum meira fram að 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni í ár, vegna breytinganna á fyrirkomulaginu þar, og þá fjölgar leikjum hjá liðinu einnig vegna stækkunar HM félagsliða. Rodri er svo landsliðsmaður Spánar sem fór alla leið í úrslit og varð Evrópumeistari í Þýskalandi í sumar. „Ég held að við séum nálægt því,“ svaraði Rodri þegar hann var spurður hvort að leikmenn gætu verið á leið í verkfall vegna fjölgunar leikja. „Það er skiljanlegt og þið getið spurt hvaða leikmann sem er, hann myndi segja það sama. Ef þetta heldur svona áfram þá höfum við engan annan kost, en við skulum sjá til,“ sagði Rodri. Rodri says players are close to going on strike.This would be in protest at an increase in games ⬇️ pic.twitter.com/p3onACJF7F— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2024 Á síðustu tveimur leiktíðum hefur City spilað alls 120 leiki ef allt er talið. Samt fjölgar leikjum í ár og við bætast svo landsleikir eins og fyrr segir. Álagið er einfaldlega of mikið, að mati miðjumannsins magnaða: „Reynslan segir mér að 60-70 leikir er of mikið. Ég held að á milli 40-50 leikir sé passlegt svo að leikmenn geti verið upp á sitt besta. Annars mun það bitna á leik þeirra,“ sagði Rodri.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira