Í beinum útsendingum getur nefnilega oft komið til tæknilegra örðugleika – en tæknin sem stríddi Alberti er þó frekar frumstæð, pumpan sem lyftir sérfræðingastólnum upp virkaði ekki.
„Ég næ ekki að hækka stólinn, ég er búinn að reyna og reyna!“ sagði Albert og uppskar athlægi.
Kjartan Henry Finnbogason vorkenndi honum mikið og lækkaði sjálfan sig um sess.
Svili hans og stjórnandi þáttarins, Guðmundur Benediktsson, hafði hins vegar mjög gaman af og hló mikið, en hughreysti sinn mann svo þegar hann sá hvað hann var lítill.
„Þetta er allt í lagi, þú stendur þig vel.“
Atvikið var í meira lagi skondið og má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeildarmörkin verða aftur á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld, um klukkan 21:00 að leikjunum loknum.