Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson skrifar 18. september 2024 09:32 Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Evrópusambandið árið 2020 má áætla að óbeinn útblástur vegna framleiðslu bensínbíla í dag séu 10,5 tonn. Óbeinn útblástur vegna framleiðslu rafmagnsbíla í dag eru hins vegar 15,5 tonn. Til langs tíma litið eru rafmagnsbílar þó umhverfisvænni kostur í tilviki Íslands, þar sem það þyrfti aðeins að keyra rafmagnsbíl 34.000 km til að verða umhverfisvænni en meðalbíll sem losar 150 g CO2/km. Síðustu áramót voru vsk-ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum felldar niður og nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi, í formi styrkja hjá Orkusjóði. Rafmagnsbílar sem kosta undir 10 milljónir eru styrkhæfir og nemur styrkur fyrir nýja rafbíla 900.000 kr. Á árunum 2020-2022 voru veittar ívilnanir til um það bil 8.000 bíla árlega. Ef jafn mikill fjöldi bíla myndi fá styrki frá Orkusjóði í ár myndi ríkissjóður greiða rúmlega 7 milljarðar í slíka styrki. Verið að styrkja ranga? Til að setja þessa 7 milljarða í eitthvað samhengi, þá er þetta helmingurinn af árlegri fjárfestingu í hinn margumtalaða 311 milljarða króna samgöngusáttmála. Það er einnig erfitt að færa rök fyrir því að þeir einstaklingar sem fá þessa 7 milljarða í styrk frá ríkissjóði séu sá hópur fólks sem þurfi á því að halda, þar sem þessir einstaklingar hafa tök á því að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl. Það mætti því segja að verið sé að styrkja kaup á einkabílum á sama tíma og ríkið sé að reyna að ná loftslagsmarkmiðum sínum og bæta samgönguinnviði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðin þversögn þarna. Að öðru óbreyttu munu á sama tíma ívilnanir vegna kaupa á rafmagnshjólum detta úr gildi um áramótin, en óbeinn útblástur við framleiðslu slíkra farartækja er innan við 140 kg. Það er rúmlega 100 sinnum minna útblásturinn við framleiðslu á rafmagnsbíl. Hvað með að styrkja bara rafmagnshjól? Árlegar ívilnanir ríkisins vegna rafmagnshjóla hafa verið innan við 700 milljónir á ári. Samanlagðar ívilnanir til einstaklinga til kaupa á vistvænum farartækjum hafa því numið um 8 milljörðum árlega. Ef ríkið myndi hætta að styrkja rafbílakaup og nota alla þessa fjármuni til að styrkja kaup á rafmagnshjólum væri hægt að færa rök fyrir því að mikið myndi létta á samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Miðað við mannfjöldatölur búa 172.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-70 ára. Ferðavenjukannanir sýna að 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með einkabílnum, sem ætti að þýða að um 124.000 einstaklingar nota einkabílinn til að komast í og úr vinnu eða skóla. Væru rafhjólastyrkirnir 50% (en þó aldrei hærri en 200.000 kr.) þá myndu 8 milljarðarnir duga fyrir að lágmarki 40.000 rafmagnshjólum árlega, sem hægt væri að nota sem fararskjóta í og úr vinnu eða skóla. Eðlilega myndu aldrei allir þessir 40.000 einstaklingar hætta að nota einkabílilinn og fara að hjóla, en ef 10.000 einstaklingar myndu byrja að hjóla yrðu 8% færri bílar í umferðinni sem myndi hafa meiri áhrif en fólk myndi halda. Ábatinn sem slíkt styrkkerfi myndi hafa yrði margþættur. Færri bílar í umferð myndi minnka umferðartafir allra þeirra sem myndu samt vilja nota einkabílinn, strætisvagnakerfið yrði áreiðanlegra, svifryksmengum myndi minnka, almennt heilbrigði myndi aukast og kolefnisspor þessara 40.000 rafmagnshjóla yrði minna en 400 nýrra rafbíla. Höfundur er meistaranemi í sjálfbærum skipulagsfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Bílar Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Evrópusambandið árið 2020 má áætla að óbeinn útblástur vegna framleiðslu bensínbíla í dag séu 10,5 tonn. Óbeinn útblástur vegna framleiðslu rafmagnsbíla í dag eru hins vegar 15,5 tonn. Til langs tíma litið eru rafmagnsbílar þó umhverfisvænni kostur í tilviki Íslands, þar sem það þyrfti aðeins að keyra rafmagnsbíl 34.000 km til að verða umhverfisvænni en meðalbíll sem losar 150 g CO2/km. Síðustu áramót voru vsk-ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum felldar niður og nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi, í formi styrkja hjá Orkusjóði. Rafmagnsbílar sem kosta undir 10 milljónir eru styrkhæfir og nemur styrkur fyrir nýja rafbíla 900.000 kr. Á árunum 2020-2022 voru veittar ívilnanir til um það bil 8.000 bíla árlega. Ef jafn mikill fjöldi bíla myndi fá styrki frá Orkusjóði í ár myndi ríkissjóður greiða rúmlega 7 milljarðar í slíka styrki. Verið að styrkja ranga? Til að setja þessa 7 milljarða í eitthvað samhengi, þá er þetta helmingurinn af árlegri fjárfestingu í hinn margumtalaða 311 milljarða króna samgöngusáttmála. Það er einnig erfitt að færa rök fyrir því að þeir einstaklingar sem fá þessa 7 milljarða í styrk frá ríkissjóði séu sá hópur fólks sem þurfi á því að halda, þar sem þessir einstaklingar hafa tök á því að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl. Það mætti því segja að verið sé að styrkja kaup á einkabílum á sama tíma og ríkið sé að reyna að ná loftslagsmarkmiðum sínum og bæta samgönguinnviði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðin þversögn þarna. Að öðru óbreyttu munu á sama tíma ívilnanir vegna kaupa á rafmagnshjólum detta úr gildi um áramótin, en óbeinn útblástur við framleiðslu slíkra farartækja er innan við 140 kg. Það er rúmlega 100 sinnum minna útblásturinn við framleiðslu á rafmagnsbíl. Hvað með að styrkja bara rafmagnshjól? Árlegar ívilnanir ríkisins vegna rafmagnshjóla hafa verið innan við 700 milljónir á ári. Samanlagðar ívilnanir til einstaklinga til kaupa á vistvænum farartækjum hafa því numið um 8 milljörðum árlega. Ef ríkið myndi hætta að styrkja rafbílakaup og nota alla þessa fjármuni til að styrkja kaup á rafmagnshjólum væri hægt að færa rök fyrir því að mikið myndi létta á samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Miðað við mannfjöldatölur búa 172.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-70 ára. Ferðavenjukannanir sýna að 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með einkabílnum, sem ætti að þýða að um 124.000 einstaklingar nota einkabílinn til að komast í og úr vinnu eða skóla. Væru rafhjólastyrkirnir 50% (en þó aldrei hærri en 200.000 kr.) þá myndu 8 milljarðarnir duga fyrir að lágmarki 40.000 rafmagnshjólum árlega, sem hægt væri að nota sem fararskjóta í og úr vinnu eða skóla. Eðlilega myndu aldrei allir þessir 40.000 einstaklingar hætta að nota einkabílilinn og fara að hjóla, en ef 10.000 einstaklingar myndu byrja að hjóla yrðu 8% færri bílar í umferðinni sem myndi hafa meiri áhrif en fólk myndi halda. Ábatinn sem slíkt styrkkerfi myndi hafa yrði margþættur. Færri bílar í umferð myndi minnka umferðartafir allra þeirra sem myndu samt vilja nota einkabílinn, strætisvagnakerfið yrði áreiðanlegra, svifryksmengum myndi minnka, almennt heilbrigði myndi aukast og kolefnisspor þessara 40.000 rafmagnshjóla yrði minna en 400 nýrra rafbíla. Höfundur er meistaranemi í sjálfbærum skipulagsfræðum
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun