Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 10:00 Virgil van Dijk skoraði skallamark fyrir Liverpool gegn AC Milan í gærkvöld, þegar Meistaradeild Evrópu hófst. Getty/Vasile Mihai-Antonio Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina á 3-1 sigri gegn Stuttgart en lentu þó í vandræðum. Þeir fengu reyndar vítaspyrnu eftir hálftíma leik en við myndbandsskoðun kom í ljós að um algjöran leikaraskap var að ræða hjá Antonio Rüdiger, varnartrölli Real. Kylian Mbappé náði hins vegar að koma Real yfir en Deniz Undav jafnaði metin fyrir Stuttgart. Það var svo ekki fyrr en á 83. mínútu sem Rüdiger kom Real yfir á ný og brasilíska undrabarnið Endrick skoraði svo lokamarkið. Klippa: Mörkin og vítadómurinn úr leik Real Madrid og Stuttgart 3-1 Bayern München vann 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleik sínum undir stjórn Vincents Kompany. Harry Kane skoraði fernu, þar af þrjú mörk úr vítum, og Michael Olise skoraði tvö. Dinamo lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik en náði að minnka muninn í 3-2 snemma í seinni hálfleik, áður en allar flóðgáttir opnuðust. Klippa: Mörk Bayern og Dinamo Zagreb AC Milan komst yfir gegn Liverpool en varð að sætta sig við 3-1 tap á heimavelli. Christian Pulisic kom Milan yfir en Ibrahima Konaté og Virgil van Dijk komu Liverpool yfir með keimlíkum skallamörkum af stuttu færi. Dominik Szoboszlai skoraði svo þriðja mark gestanna eftir góðan undirbúning Cody Gakpo. Klippa: Mörkin úr AC Milan - Liverpool 1-3 Juventus vann PSV 3-1 þegar sem Tyrkinn Kenan Yildiz, sem kemur til Íslands í næsta mánuði, skoraði fyrsta mark Meistaradeildarinnar í ár með frábæru skoti í stöng og inn. Klippa: Mörkin: Juventus-PSV 3-1 Aston Villa er mætt í Meistaradeildina og hóf hana á frábærum 3-0 útisigri gegn Young Boys í Sviss. Youri Tielemans, Jacob Ramsey og Amadou Onana skoruðu mörkin. Klippa: Mörkin úr Young Boys - Aston Villa 0-3. Loks vann Sporting Lissabon 2-0 sigur gegn Hákonarlausum Lille-mönnum í Portúgal. Rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik þegar Angel Gomes fékk sitt annað gula spjald, og það reyndist gestunum of erfitt. Svíinn eftirsótti Viktor Gyökeres skoraði fyrra mark Sporting og Belginn Zeno Debast það seinna með stórkostlegu þrumuskoti. Klippa: Mörkin úr Sporting - Lille 2-0 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira
Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina á 3-1 sigri gegn Stuttgart en lentu þó í vandræðum. Þeir fengu reyndar vítaspyrnu eftir hálftíma leik en við myndbandsskoðun kom í ljós að um algjöran leikaraskap var að ræða hjá Antonio Rüdiger, varnartrölli Real. Kylian Mbappé náði hins vegar að koma Real yfir en Deniz Undav jafnaði metin fyrir Stuttgart. Það var svo ekki fyrr en á 83. mínútu sem Rüdiger kom Real yfir á ný og brasilíska undrabarnið Endrick skoraði svo lokamarkið. Klippa: Mörkin og vítadómurinn úr leik Real Madrid og Stuttgart 3-1 Bayern München vann 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleik sínum undir stjórn Vincents Kompany. Harry Kane skoraði fernu, þar af þrjú mörk úr vítum, og Michael Olise skoraði tvö. Dinamo lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik en náði að minnka muninn í 3-2 snemma í seinni hálfleik, áður en allar flóðgáttir opnuðust. Klippa: Mörk Bayern og Dinamo Zagreb AC Milan komst yfir gegn Liverpool en varð að sætta sig við 3-1 tap á heimavelli. Christian Pulisic kom Milan yfir en Ibrahima Konaté og Virgil van Dijk komu Liverpool yfir með keimlíkum skallamörkum af stuttu færi. Dominik Szoboszlai skoraði svo þriðja mark gestanna eftir góðan undirbúning Cody Gakpo. Klippa: Mörkin úr AC Milan - Liverpool 1-3 Juventus vann PSV 3-1 þegar sem Tyrkinn Kenan Yildiz, sem kemur til Íslands í næsta mánuði, skoraði fyrsta mark Meistaradeildarinnar í ár með frábæru skoti í stöng og inn. Klippa: Mörkin: Juventus-PSV 3-1 Aston Villa er mætt í Meistaradeildina og hóf hana á frábærum 3-0 útisigri gegn Young Boys í Sviss. Youri Tielemans, Jacob Ramsey og Amadou Onana skoruðu mörkin. Klippa: Mörkin úr Young Boys - Aston Villa 0-3. Loks vann Sporting Lissabon 2-0 sigur gegn Hákonarlausum Lille-mönnum í Portúgal. Rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik þegar Angel Gomes fékk sitt annað gula spjald, og það reyndist gestunum of erfitt. Svíinn eftirsótti Viktor Gyökeres skoraði fyrra mark Sporting og Belginn Zeno Debast það seinna með stórkostlegu þrumuskoti. Klippa: Mörkin úr Sporting - Lille 2-0
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira