Afnemum launamisrétti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. september 2024 11:03 Hvenær byrjaðir þú að vinna launalaust í dag, kona góð? Þessi spurning á að vera fjarstæðukennd í samtímanum en verður því miður raunverulegt álitamál þangað til launamun kynjanna hefur verið útrýmt. Við sem samfélag hyglum enn hinu karllæga, feðraveldið lifir góðu lífi og framlag kvenna til samfélagsins er gjaldfellt. Vanmat á kvennastörfum er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Alþjóðlegur jafnlaunadagur í dag Ísland tók frumkvæði að því að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna lýsti daginn í dag, 18. september, alþjóðlegan jafnlaunadag. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmiðið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga. Í ár stendur sendiráð Íslands í París fyrir viðburði þar sem sjónum verður beint að launamun í íþróttum, sem er viðeigandi nú þegar Ólympíuleikum er nýlokið í París. Launamunur kynja verður að heyra sögunni til Við Íslendingar þurfum að líta okkur nær. Sjálfsmynd okkar byggir á því að Ísland sé jafnréttisparadís, og við mælumst efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. En, það segir ekki alla söguna. Enn fyrirfinnst launamunur þó gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða undanfarin ár og umtalsverður árangur þegar náðst. Góður árangur hefur náðst með jafnlaunavottun sem nær til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli. Markmiðið með jafnlaunavottun er að tryggja sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Nú hafa 616 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun og nær vottunin því til meginþorra vinnumarkaðarins eða ríflega 83% starfsfólks sem lögin ná til. Jafnlaunavottun fjallar þó aðeins um mat starfa og laun innan hverrar stofnunar eða fyrirtækis fyrir sig en tryggir ekki að virði starfa sé metið þvert á vinnustaði samfélagsins. Nauðsynlegt er að beita víðtækari nálgun. Ólík störf geta verið jafn verðmæt þó gamaldags gildismat um hvað einkenni hefðbundin kvennastörf byrgi okkur sýn. Virðismatskerfi: Ný nálgun á afnám launamisréttis kynjanna Í kjarasamningum sem náðust á almennum vinnumarkaði í vor er ein af aðgerðum stjórnvalda að innleiða í áföngum virðismatskerfi sem felur í sér breiðari nálgun á mati á virði starfa en áður hefur verið notuð hjá ríkinu. Aðgerðahópur sem mun stýra vinnunni var skipaður í síðustu viku. Ég sem ráðherra jafnréttismála og vinnumarkaðsmála bind miklar vonir við að virðismatskerfi sé það tæki sem við þurfum til að geta markvisst haldið áfram að afnema launamun kynjanna. Og, útrýma þeim mun. Launamisrétti er eitt af því sem stendur okkur helst fyrir þrifum í að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Jöfn laun snúast um svo miklu meira en bara launaseðilinn. Launamunur leiðir til minna fjárhagslegs sjálfstæðis og skertra lífeyrisréttinda í ellinni sem jaðarsetur konur og gerir þær háðar mökum um afkomu sína. Afnám launamisréttis er einn stærsti þátturinn í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Kjaramál Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Hvenær byrjaðir þú að vinna launalaust í dag, kona góð? Þessi spurning á að vera fjarstæðukennd í samtímanum en verður því miður raunverulegt álitamál þangað til launamun kynjanna hefur verið útrýmt. Við sem samfélag hyglum enn hinu karllæga, feðraveldið lifir góðu lífi og framlag kvenna til samfélagsins er gjaldfellt. Vanmat á kvennastörfum er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Alþjóðlegur jafnlaunadagur í dag Ísland tók frumkvæði að því að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna lýsti daginn í dag, 18. september, alþjóðlegan jafnlaunadag. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmiðið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga. Í ár stendur sendiráð Íslands í París fyrir viðburði þar sem sjónum verður beint að launamun í íþróttum, sem er viðeigandi nú þegar Ólympíuleikum er nýlokið í París. Launamunur kynja verður að heyra sögunni til Við Íslendingar þurfum að líta okkur nær. Sjálfsmynd okkar byggir á því að Ísland sé jafnréttisparadís, og við mælumst efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. En, það segir ekki alla söguna. Enn fyrirfinnst launamunur þó gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða undanfarin ár og umtalsverður árangur þegar náðst. Góður árangur hefur náðst með jafnlaunavottun sem nær til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli. Markmiðið með jafnlaunavottun er að tryggja sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Nú hafa 616 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun og nær vottunin því til meginþorra vinnumarkaðarins eða ríflega 83% starfsfólks sem lögin ná til. Jafnlaunavottun fjallar þó aðeins um mat starfa og laun innan hverrar stofnunar eða fyrirtækis fyrir sig en tryggir ekki að virði starfa sé metið þvert á vinnustaði samfélagsins. Nauðsynlegt er að beita víðtækari nálgun. Ólík störf geta verið jafn verðmæt þó gamaldags gildismat um hvað einkenni hefðbundin kvennastörf byrgi okkur sýn. Virðismatskerfi: Ný nálgun á afnám launamisréttis kynjanna Í kjarasamningum sem náðust á almennum vinnumarkaði í vor er ein af aðgerðum stjórnvalda að innleiða í áföngum virðismatskerfi sem felur í sér breiðari nálgun á mati á virði starfa en áður hefur verið notuð hjá ríkinu. Aðgerðahópur sem mun stýra vinnunni var skipaður í síðustu viku. Ég sem ráðherra jafnréttismála og vinnumarkaðsmála bind miklar vonir við að virðismatskerfi sé það tæki sem við þurfum til að geta markvisst haldið áfram að afnema launamun kynjanna. Og, útrýma þeim mun. Launamisrétti er eitt af því sem stendur okkur helst fyrir þrifum í að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Jöfn laun snúast um svo miklu meira en bara launaseðilinn. Launamunur leiðir til minna fjárhagslegs sjálfstæðis og skertra lífeyrisréttinda í ellinni sem jaðarsetur konur og gerir þær háðar mökum um afkomu sína. Afnám launamisréttis er einn stærsti þátturinn í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun