Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 13:32 Guardiola og Haaland fara yfir málin. James Gill - Danehouse/Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðsins við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar var hann spurður hvort markafjöldi Norðmannsins kæmi sér á óvart. Haaland hefur skorað níu mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins fyrir Manchester City, en alls hefur hann skorað 99 mörk í 103 leikjum fyrir félagið frá árinu 2022. „Já, þetta hefur aðeins komið á óvart. Veistu af hverju?“ spyr Guardiola blaðamanninn sem bar spurninguna upp. "I scored 11 goals in 11 years, he scored nine goals in four games" 😆Even Pep Guardiola is surprised by how many goals Erling Haaland has scored for Man City this season 😮 pic.twitter.com/3onbLfYuF2— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 17, 2024 „Ég spilaði í ellefu ár sem atvinnumaður. Ég var atvinnumaður í gamla daga, vissiru það?“ segir hann léttur. „Ég skoraði ellefu mörk [á öllum ellefu árunum]. En þessi gæji, í fjórum leikjum skorar hann níu. Einn leikur til og hann jafnar fjölda minna marka. Eins og þú getur ímyndað þér, þá koma þessar tölur á óvart,“ bætir Guardiola við. Manchester City og Inter Milan mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan á sínum stað klukkan 19:00 þar sem Gummi Ben fer yfir alla leiki og öll mörk úr leikjunum eftir því sem þau eru skoruð. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira
Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðsins við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar var hann spurður hvort markafjöldi Norðmannsins kæmi sér á óvart. Haaland hefur skorað níu mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins fyrir Manchester City, en alls hefur hann skorað 99 mörk í 103 leikjum fyrir félagið frá árinu 2022. „Já, þetta hefur aðeins komið á óvart. Veistu af hverju?“ spyr Guardiola blaðamanninn sem bar spurninguna upp. "I scored 11 goals in 11 years, he scored nine goals in four games" 😆Even Pep Guardiola is surprised by how many goals Erling Haaland has scored for Man City this season 😮 pic.twitter.com/3onbLfYuF2— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 17, 2024 „Ég spilaði í ellefu ár sem atvinnumaður. Ég var atvinnumaður í gamla daga, vissiru það?“ segir hann léttur. „Ég skoraði ellefu mörk [á öllum ellefu árunum]. En þessi gæji, í fjórum leikjum skorar hann níu. Einn leikur til og hann jafnar fjölda minna marka. Eins og þú getur ímyndað þér, þá koma þessar tölur á óvart,“ bætir Guardiola við. Manchester City og Inter Milan mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan á sínum stað klukkan 19:00 þar sem Gummi Ben fer yfir alla leiki og öll mörk úr leikjunum eftir því sem þau eru skoruð.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira