Hafa auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2024 12:08 Björn Ingimarsson hefur lengi starfað sem sveitarstjóri en mun að óbreyttu láta af stöðunni um áramót. Vísir/Arnar Sveitarfélagið Múlaþing hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar og gert gert ráð fyrir að nýr sveitarstjóri muni taka við um næstu áramót. Þetta kemur fram á vef Múlaþings, en Björn Ingimarsson mun láta af stöðunni á næstunni þegar hann verður sjötugur. Í ráðningarsamningi sveitarfélagsins við Björn kom fram að Björn myndi gegna stöðunni út þetta ár. Fram kemur að sveitarfélagið sé að leita að einstaklingi sem sé „tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn“ og er umsóknarfrestur til og með 8. október 2024. Björn hafði áður gert oddvitum framboða í sveitarstjórn Múlaþings og starfsfólki stjórnsýslu grein fyrir því að hann myndi ekki óska eftir framlengingu á ráðningartíma, heldur ljúka störfum í samræmi við ákvæði gildandi ráðningarsamnings. Björn hóf störf sem sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2010 og varð síðan sveitarstjóri Múlaþings, við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, árið 2020. Við sameiningu sveitarfélagsins varð til eitt af víðfeðmustu sveitarfélögum landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli, um tíu prósent af flatarmáli landsins. Þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til nýs sveitarstjóra er að viðkomandi sé með menntun og reynslu sem nýtist í starfi og farsæl reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu skilyrði og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi æskileg. Viðmandi þarf að hafa áhuga á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun, vera með þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, vera með eiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi og svo hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku. Vistaskipti Múlaþing Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Múlaþings, en Björn Ingimarsson mun láta af stöðunni á næstunni þegar hann verður sjötugur. Í ráðningarsamningi sveitarfélagsins við Björn kom fram að Björn myndi gegna stöðunni út þetta ár. Fram kemur að sveitarfélagið sé að leita að einstaklingi sem sé „tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn“ og er umsóknarfrestur til og með 8. október 2024. Björn hafði áður gert oddvitum framboða í sveitarstjórn Múlaþings og starfsfólki stjórnsýslu grein fyrir því að hann myndi ekki óska eftir framlengingu á ráðningartíma, heldur ljúka störfum í samræmi við ákvæði gildandi ráðningarsamnings. Björn hóf störf sem sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2010 og varð síðan sveitarstjóri Múlaþings, við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, árið 2020. Við sameiningu sveitarfélagsins varð til eitt af víðfeðmustu sveitarfélögum landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli, um tíu prósent af flatarmáli landsins. Þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til nýs sveitarstjóra er að viðkomandi sé með menntun og reynslu sem nýtist í starfi og farsæl reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu skilyrði og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi æskileg. Viðmandi þarf að hafa áhuga á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun, vera með þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, vera með eiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi og svo hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku.
Vistaskipti Múlaþing Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52