Skipuð forstjóri Náttúrufræðistofnunar Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2024 14:00 Eydís Líndal Finnbogadóttir. Stjr Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, hefur skipað Eydísi Líndal Finnbogadóttur í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar. Frá þessu segir á vef ráðuneytisins en Eydís hefur verið settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar frá því stofnunin tók til starfa 1. júlí síðastliðinn. Alþingi samþykkti í maí á þessu ári frumvarp um nýja Náttúrufræðistofnun. „Stofnunin varð til er Landmælingar Íslands, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn og Náttúrufræðistofnun Íslands sameinuðust undir nafninu Náttúrufræðistofnun. Eydís var settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árslokum 2021. Áður var hún forstjóri Landmælinga Íslands frá 2019, en hún starfaði hjá Landmælingum Íslands frá árinu 1999, m.a. sem forstöðumaður yfir fagsviði miðlunar og grunngerðar og sem staðgengill forstjóra. Eydís er með B.Sc.-gráðu í jarðfræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið M.sc (Candidat) í jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og M.sc í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Háskóla Íslands. Þá er Eydís er með diploma í alþjóðasamskiptum frá HÍ, landvarðaréttindi auk leiðsögumannaréttinda frá Menntaskólanum í Kópavogi. Eydís hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, meðal annars innan skátahreyfingarinnar, ÍA og Karatesambands Íslands. Fyrir þetta hefur hún m.a. hlotið gullmerki ÍSÍ. Eydís er gift Þresti Þór Ólafssyni, vélfræðingi og eiga þau þrjá syni. Ný Náttúrufræðistofnun er liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miða að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í morgun að sami ráðherra hefði skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. Vistaskipti Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Frá þessu segir á vef ráðuneytisins en Eydís hefur verið settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar frá því stofnunin tók til starfa 1. júlí síðastliðinn. Alþingi samþykkti í maí á þessu ári frumvarp um nýja Náttúrufræðistofnun. „Stofnunin varð til er Landmælingar Íslands, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn og Náttúrufræðistofnun Íslands sameinuðust undir nafninu Náttúrufræðistofnun. Eydís var settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árslokum 2021. Áður var hún forstjóri Landmælinga Íslands frá 2019, en hún starfaði hjá Landmælingum Íslands frá árinu 1999, m.a. sem forstöðumaður yfir fagsviði miðlunar og grunngerðar og sem staðgengill forstjóra. Eydís er með B.Sc.-gráðu í jarðfræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið M.sc (Candidat) í jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og M.sc í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Háskóla Íslands. Þá er Eydís er með diploma í alþjóðasamskiptum frá HÍ, landvarðaréttindi auk leiðsögumannaréttinda frá Menntaskólanum í Kópavogi. Eydís hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, meðal annars innan skátahreyfingarinnar, ÍA og Karatesambands Íslands. Fyrir þetta hefur hún m.a. hlotið gullmerki ÍSÍ. Eydís er gift Þresti Þór Ólafssyni, vélfræðingi og eiga þau þrjá syni. Ný Náttúrufræðistofnun er liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miða að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í morgun að sami ráðherra hefði skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar.
Vistaskipti Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06