Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2024 22:02 Sigrún Ágústsdóttir, nýr forstjóri Náttúruverndarstofu á kynningunni á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil tilhlökkun og ánægja er á Hvolsvelli með þá staðreynd að höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar, Náttúruverndarstofnunar verði á staðnum og skapi þannig nokkur ný störf. Nýja stofnunin tekur til starfa um næstu áramót. Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings eystra, ásamt öðrum góðum gestum kom saman í ráðhúsinu á Hvolsvelli í morgun, ásamt Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra þar sem hann kynnti nýju stofnunina, sem mun taka formlega til starfa um næstu áramót. Alls munu um 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni vítt og breitt um landið en höfuðstöðvarnar verða í sama húsnæði og skrifstofur Rangárþings eystra við Austurveg 4 á Hvolsvelli. Guðlaugur Þór að kynna nýju stofnunina á fundinum á Hvolsvelli í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að færa störfin þar sem verkefnin eru og við erum að færa hér höfuðstöðvarnar á þennan góða stað og það verður ekkert aftur snúið, þetta er dagurinn, sem það er klárað,” segir Guðlaugur Þór. Samhliða nýju stofnunni á Hvolsvelli var tilkynnt um nýjan forstjóra hennar en það er Sigrúnu Ágústsdóttir, sem hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020. Það var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. Mikil ánægja er hjá íbúum og öðrum með þá ákvörðun að höfuðstöðvarnar verði á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru verkefni, sem dreifast um allt land eins og ráðherrann nefndi þar, sem verkefnin eru. Þetta eru jöklaþjóðgarðarnir tveir, hin ógnarstóri og glæsilegi Vatnajökulsþjóðgarður hér til austurs og Snæfellsjökulsþjóðgarður til vesturs en friðlýst svæði eru um 130 á Íslandi, vissuð þið það,” sagði Sigrún meðal annars í ávarpi sínu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land, árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu. „Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er alsæll með nýju stofnunina, sem opnar á Hvolsvelli formlega um næstu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er alsæll með bæði daginn og ákvörðunina, þetta er góð ákvörðun fyrir Ísland og ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki, sem er í þessari nýju sameinuðu stofnun,” bætir Guðlaugur Þór við. Og þetta í lokin frá nýjum forstjóra Náttúruverndarstofnunar, Sigrúnu Ágústsdóttur. „Gætum vel að íslenskri náttúru og leyfum henni að þróast fallega inn í framtíðina.” Gestur Pétursson, sem er nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Byggðamál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings eystra, ásamt öðrum góðum gestum kom saman í ráðhúsinu á Hvolsvelli í morgun, ásamt Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra þar sem hann kynnti nýju stofnunina, sem mun taka formlega til starfa um næstu áramót. Alls munu um 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni vítt og breitt um landið en höfuðstöðvarnar verða í sama húsnæði og skrifstofur Rangárþings eystra við Austurveg 4 á Hvolsvelli. Guðlaugur Þór að kynna nýju stofnunina á fundinum á Hvolsvelli í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að færa störfin þar sem verkefnin eru og við erum að færa hér höfuðstöðvarnar á þennan góða stað og það verður ekkert aftur snúið, þetta er dagurinn, sem það er klárað,” segir Guðlaugur Þór. Samhliða nýju stofnunni á Hvolsvelli var tilkynnt um nýjan forstjóra hennar en það er Sigrúnu Ágústsdóttir, sem hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020. Það var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. Mikil ánægja er hjá íbúum og öðrum með þá ákvörðun að höfuðstöðvarnar verði á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru verkefni, sem dreifast um allt land eins og ráðherrann nefndi þar, sem verkefnin eru. Þetta eru jöklaþjóðgarðarnir tveir, hin ógnarstóri og glæsilegi Vatnajökulsþjóðgarður hér til austurs og Snæfellsjökulsþjóðgarður til vesturs en friðlýst svæði eru um 130 á Íslandi, vissuð þið það,” sagði Sigrún meðal annars í ávarpi sínu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land, árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu. „Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er alsæll með nýju stofnunina, sem opnar á Hvolsvelli formlega um næstu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er alsæll með bæði daginn og ákvörðunina, þetta er góð ákvörðun fyrir Ísland og ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki, sem er í þessari nýju sameinuðu stofnun,” bætir Guðlaugur Þór við. Og þetta í lokin frá nýjum forstjóra Náttúruverndarstofnunar, Sigrúnu Ágústsdóttur. „Gætum vel að íslenskri náttúru og leyfum henni að þróast fallega inn í framtíðina.” Gestur Pétursson, sem er nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Byggðamál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira