Akureyrarbær greiðir götu kvennaathvarfs á Akureyri eins og kostur er Ásthildur Sturludóttir skrifar 19. september 2024 07:31 Frá því undirbúningur að opnun kvennaathvarfs á Akureyri hófst sumarið 2020 hefur Akureyrarbær greitt götu þess eftir mætti, enda er okkur fyllilega ljóst mikilvægi þess góða starfs sem Samtök um kvennaathvarf vinna. Það var því mikið fagnaðarefni og stórt framfaraskref fyrir íbúa Norður- og Austurlands þegar kvennaathvarf á Akureyri var opnað og frá upphafi hefur Akureyrarbær stutt við starfsemina með ráðum og dáð, nú síðast með 1,5 milljóna króna styrk fyrir árið 2024. Okkur er mikið í mun að starfsemi samtakanna nái góðri fótfestu á landsbyggðinni líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin er því miður brýn. Nú stendur kvennaathvarf á Akureyri hins vegar frammi fyrir alvarlegum húsnæðisvanda frá og með næstu áramótum. Leitað hefur verið til Akureyrarbæjar um húsnæði til leigu en því miður hefur sveitarfélagið ekki yfir að ráða óráðstöfuðu húsnæði sem gæti hentað starfseminni. Samtök um kvennaathvarf eiga húsnæði til eigin nota á höfuðborgarsvæðinu og hafa nú á prjónunum að byggja betri húsakost syðra. Það væri öllum til heilla að kvennaathvarf á Akureyri kæmist af leigumarkaði og gæti eignast þak yfir höfuðið á Akureyri líka. Akureyrarbær mun í einu og öllu greiða götu samtakanna til að svo geti orðið og til þess að samfella geti haldist í hinu mikla framlagi þeirra til að stuðla að velferð kvenna sem búa við óboðlegar aðstæður og eiga undir högg að sækja. Við viljum sannarlega allt til þess vinna að kvennaathvarf verði á Akureyri til frambúðar. Þörfin er því miður brýn. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Sjá meira
Frá því undirbúningur að opnun kvennaathvarfs á Akureyri hófst sumarið 2020 hefur Akureyrarbær greitt götu þess eftir mætti, enda er okkur fyllilega ljóst mikilvægi þess góða starfs sem Samtök um kvennaathvarf vinna. Það var því mikið fagnaðarefni og stórt framfaraskref fyrir íbúa Norður- og Austurlands þegar kvennaathvarf á Akureyri var opnað og frá upphafi hefur Akureyrarbær stutt við starfsemina með ráðum og dáð, nú síðast með 1,5 milljóna króna styrk fyrir árið 2024. Okkur er mikið í mun að starfsemi samtakanna nái góðri fótfestu á landsbyggðinni líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin er því miður brýn. Nú stendur kvennaathvarf á Akureyri hins vegar frammi fyrir alvarlegum húsnæðisvanda frá og með næstu áramótum. Leitað hefur verið til Akureyrarbæjar um húsnæði til leigu en því miður hefur sveitarfélagið ekki yfir að ráða óráðstöfuðu húsnæði sem gæti hentað starfseminni. Samtök um kvennaathvarf eiga húsnæði til eigin nota á höfuðborgarsvæðinu og hafa nú á prjónunum að byggja betri húsakost syðra. Það væri öllum til heilla að kvennaathvarf á Akureyri kæmist af leigumarkaði og gæti eignast þak yfir höfuðið á Akureyri líka. Akureyrarbær mun í einu og öllu greiða götu samtakanna til að svo geti orðið og til þess að samfella geti haldist í hinu mikla framlagi þeirra til að stuðla að velferð kvenna sem búa við óboðlegar aðstæður og eiga undir högg að sækja. Við viljum sannarlega allt til þess vinna að kvennaathvarf verði á Akureyri til frambúðar. Þörfin er því miður brýn. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar