Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 15:51 Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. „Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði inn í forystuna og fá góða viðspyrnu?” sagði Bjarni í fyrsta þætti af Samtalinu með Heimi Má Péturssyni. Bjarni segist vera fullur af orku, en ákvörðun um hvort að hann haldi áfram sé líka persónuleg. „Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég er með fulla starfsorku. Ég finn engan mun á mér í dag borið saman við fyrir fimm eða tíu árum síðan. Ég er bara á fullu í mínum verkefnum og það hefur hug minn allan. Þetta er auðvitað persónuleg ákvörðun eins og allir hljóta að skilja. Ég hef verið [formaður] lengi, en ég útiloka það ekki að halda áfram.“ Hann segist fyrst og fremst fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi stór verkefni í fanginu. „Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ef ég finn stuðninginn frá mínu fólki, þá getur bara vel verið að ég haldi áfram,“ segir Bjarni. „En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og að ég snúi mér að einhverju öðru. Og mér finnst það bara engin katastrfófa“ Að sögn Bjarna er maður aldrei búinn að áorka öllu sem maður ætlaði sér. „Maður kemur heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Því verkefnin þau fæðast á hverjum degi. Þau koma upp alltaf stanslaust.“ Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu.Vísir/Vilhelm Mismunandi eftir aðstæðum hvað skipti mestu máli Talsmenn stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsókn, hafa einhverjir talað um að það sé ólíklegt að flokkarnir þrír starfi áfram saman eftir næstu kosningarnar. Með hverjum myndir þú vilja starfa eftir næstu kosningar ef ekki þessum tveimur sem þú starfar með núna? „Flokkum sem geta fundið samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvað skiptir mestu máli, í hvað maður á að setja krafta sína. Ég sagði í vor að efnahagsmál og vextir, verðbólga, orka og hælisleitendamálin verði í forgrunni eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. „Í mínum huga snýst þetta um: Gerðu það vel sem þú rekur undir merkjum ríkissins, gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna.“ Samtalið með Heimi Má má sjá hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samtalið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
„Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði inn í forystuna og fá góða viðspyrnu?” sagði Bjarni í fyrsta þætti af Samtalinu með Heimi Má Péturssyni. Bjarni segist vera fullur af orku, en ákvörðun um hvort að hann haldi áfram sé líka persónuleg. „Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég er með fulla starfsorku. Ég finn engan mun á mér í dag borið saman við fyrir fimm eða tíu árum síðan. Ég er bara á fullu í mínum verkefnum og það hefur hug minn allan. Þetta er auðvitað persónuleg ákvörðun eins og allir hljóta að skilja. Ég hef verið [formaður] lengi, en ég útiloka það ekki að halda áfram.“ Hann segist fyrst og fremst fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi stór verkefni í fanginu. „Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ef ég finn stuðninginn frá mínu fólki, þá getur bara vel verið að ég haldi áfram,“ segir Bjarni. „En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og að ég snúi mér að einhverju öðru. Og mér finnst það bara engin katastrfófa“ Að sögn Bjarna er maður aldrei búinn að áorka öllu sem maður ætlaði sér. „Maður kemur heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Því verkefnin þau fæðast á hverjum degi. Þau koma upp alltaf stanslaust.“ Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu.Vísir/Vilhelm Mismunandi eftir aðstæðum hvað skipti mestu máli Talsmenn stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsókn, hafa einhverjir talað um að það sé ólíklegt að flokkarnir þrír starfi áfram saman eftir næstu kosningarnar. Með hverjum myndir þú vilja starfa eftir næstu kosningar ef ekki þessum tveimur sem þú starfar með núna? „Flokkum sem geta fundið samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvað skiptir mestu máli, í hvað maður á að setja krafta sína. Ég sagði í vor að efnahagsmál og vextir, verðbólga, orka og hælisleitendamálin verði í forgrunni eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. „Í mínum huga snýst þetta um: Gerðu það vel sem þú rekur undir merkjum ríkissins, gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna.“ Samtalið með Heimi Má má sjá hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samtalið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira