Hvítabjörninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dóttur sína Vésteinn Örn Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. september 2024 16:01 Hvítabjörninn spókar sig fyrir utan sumarhúsið á Höfðaströnd í dag. Lögreglan á Vestfjörðum/Landhelgisgæslan Hvítabjörn sem kom á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var felldur nú fyrir skömmu. Hann fannst skammt frá sumarhúsi, þar sem konan sem tilkynnti um hann dvaldist einsömul. Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ segir Helgi. Vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar felldu dýrið. „Hættu er aflýst í bili. En við munum samt óska eftir því að þyrlusveitin leiti í Jökulfjörðum og Hornströndum til vonar og vara,“ segir Helgi, en ítrekar að aðeins sé um varúðarráðstöfun að ræða og ekki leiki grunur á að annað dýr sé á svæðinu. „Þetta afgreiddist hratt og snöggt, sem betur fer,“ segir Helgi. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dótturina Nánar var rætt við Helga um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni upp úr klukkan fjögur. Hann segir konuna sem tilkynnti um ísbjörninn hafa séð dýrið fyrir utan húsið sem hún dvaldi í. Fjölmiðlum hafa ekki borist myndir af ísbirninum sem um ræðir. Hér er mynd úr safni.Getty Images „Hún forðaði sér inn í hús, kom sér í öruggt skjól og gat haft samband. Það er ekkert símasamband, þannig að það er mjög erfitt að hafa samband á svæðinu, meira að segja í talstöðvum,“ sagði Helgi. Konan hafi haft samband við dóttur sína, sem hafi gert lögreglu viðvart. Í kjölfarið hafi lögregla farið með bát frá Bolungarvík í Jökulfirði, og Landhelgisgæslan sent menn af séraðgerðasviði sínu með þyrlu.“ Sorglegt að þurfa að aflífa dýrið Ekki hafi verið unnt að svæfa dýrið, sem talið er hafa verið nokkuð ungt, þar sem Umhverfisstofnun hafi ekki haft mannskap eða búnað til þess. „Það er mjög sorglegt að þurfa að aflífa greyið en við höfum ekki aðra kosti í stöðunni ef Umhverfisstofnun getur ekki svæft hann,“ sagði Helgi. Ekki sé um sérstaklega atviksbundið mat á aðstæðum að ræða, heldur hafi stofnunin ekki bjargir til að bjarga hvítabjörnum sem ganga hér á land. „Því miður,“ segir Helgi. Konan var stödd í rauða sumarhúsinu á myndinni þegar hún tilkynnti um hvítabjörn í sjónmáli.Vísir/Hafþór Gunnarsson Nota hitamyndavélar við leitina Líkt og áður sagði mun þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leita af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, en ekki er talið líklegt að svo sé. Til þess hefur gæslan góðan búnað, meðal annars hitamyndavél. „Hættunni er afstýrt en við viljum bara vera vissir um að það séu ekki fleiri dýr. Þegar þessi dýr hafa komið í land þá hafa þau yfirleitt bara verið eitt og eitt. Við eigum ekki endilega von á því,“ segir Helgi. Fréttin var uppfærð klukkan 16:27. Ísafjarðarbær Lögreglumál Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ segir Helgi. Vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar felldu dýrið. „Hættu er aflýst í bili. En við munum samt óska eftir því að þyrlusveitin leiti í Jökulfjörðum og Hornströndum til vonar og vara,“ segir Helgi, en ítrekar að aðeins sé um varúðarráðstöfun að ræða og ekki leiki grunur á að annað dýr sé á svæðinu. „Þetta afgreiddist hratt og snöggt, sem betur fer,“ segir Helgi. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dótturina Nánar var rætt við Helga um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni upp úr klukkan fjögur. Hann segir konuna sem tilkynnti um ísbjörninn hafa séð dýrið fyrir utan húsið sem hún dvaldi í. Fjölmiðlum hafa ekki borist myndir af ísbirninum sem um ræðir. Hér er mynd úr safni.Getty Images „Hún forðaði sér inn í hús, kom sér í öruggt skjól og gat haft samband. Það er ekkert símasamband, þannig að það er mjög erfitt að hafa samband á svæðinu, meira að segja í talstöðvum,“ sagði Helgi. Konan hafi haft samband við dóttur sína, sem hafi gert lögreglu viðvart. Í kjölfarið hafi lögregla farið með bát frá Bolungarvík í Jökulfirði, og Landhelgisgæslan sent menn af séraðgerðasviði sínu með þyrlu.“ Sorglegt að þurfa að aflífa dýrið Ekki hafi verið unnt að svæfa dýrið, sem talið er hafa verið nokkuð ungt, þar sem Umhverfisstofnun hafi ekki haft mannskap eða búnað til þess. „Það er mjög sorglegt að þurfa að aflífa greyið en við höfum ekki aðra kosti í stöðunni ef Umhverfisstofnun getur ekki svæft hann,“ sagði Helgi. Ekki sé um sérstaklega atviksbundið mat á aðstæðum að ræða, heldur hafi stofnunin ekki bjargir til að bjarga hvítabjörnum sem ganga hér á land. „Því miður,“ segir Helgi. Konan var stödd í rauða sumarhúsinu á myndinni þegar hún tilkynnti um hvítabjörn í sjónmáli.Vísir/Hafþór Gunnarsson Nota hitamyndavélar við leitina Líkt og áður sagði mun þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leita af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, en ekki er talið líklegt að svo sé. Til þess hefur gæslan góðan búnað, meðal annars hitamyndavél. „Hættunni er afstýrt en við viljum bara vera vissir um að það séu ekki fleiri dýr. Þegar þessi dýr hafa komið í land þá hafa þau yfirleitt bara verið eitt og eitt. Við eigum ekki endilega von á því,“ segir Helgi. Fréttin var uppfærð klukkan 16:27.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59
Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26