„Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2024 20:03 Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Vísir/Bjarni Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Hann segist hafa lent víða á vegg þegar hann reyndi að afla upplýsinga um ferlið í sumar, og íhugaði meðal annars að höfða mál. „Þegar sveitarfélögin hafa hins vegar fengið á sig mál þá hafa þau oft sett fólkið fram fyrir röð og þannig eyðilagt málið. Það sem við vorum að skoða var hvort að það væri hægt að fara í hópmálsókn og þannig fara fram hjá því að þau geti svindlað á kerfinu með því að úthluta eitt og sér,“ segir Haraldur. Eftir nánari skoðun varð þó ekki af málsókn. „Ég skoðaði þetta mál og þau benda á hvort annað, sveitarfélögin og ríkið. Ég held að það hljóti að vera þannig að ríkið beri ábyrgð á málinu. Þannig að það er svolítið snúið finnst mér að fara í mál við sveitarfélögin af því að þau eru ekki með full fjármagnaðan málaflokk,“ segir Haraldur. Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að Guðmundi Ingi Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Ráðherrann sem ber ábyrgð á málinu verður að byrja á því að kynna sér málið. Ef að hann spilar sig stikkfrían, þá mun þetta aldrei leysast,“ segir Haraldur. Fjórðungs framlag frá ríkinu dugi ekki til Félagsmálaráðherra er staddur erlendis og gat ekki veitt viðtal í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu kemur hins vegar fram, að ríkið fjármagni 25% kostnaðar á móti 75% sveitarfélaga vegna allt að 172 NPA-samninga á þessu ári. Allar umsóknir um viðbótarframlag frá ríkinu sem borist hafi frá sveitarfélögum hafi verið samþykktar. Nú séu 128 slíkir samningar í gildi, og má þannig gera ráð fyrir að ríkið gæti tekið þátt í að fjármagna 44 samninga til viðbótar. Ekki hafa þó borist fleiri umsóknir það sem af er ári samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Meðalupphæð vegna hvers samnings nemur alls 42,6 milljónum króna. Haraldur vill þó meina að 25% fjármagn frá ríkinu sé langt frá því að vera nóg til þess að unnt sé fjármagna þessa þjónustu með fullnægjandi hætti. „Ríkið er búið að setja sveitarfélögin í rosalega erfiða stöðu. Ekki að ég sé að klippa sveitarfélögin úr snúrunni alveg, 25% fjármögnun frá ríkinu er bara alls ekki nóg,“ segir Haraldur. Kerfið sé að bregðast og skapi stærri vandamál Þá geti biðin eftir NPA-þjónustu haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. „Biðin hefur verið svona fjögur til fimm ár. Og fólk eins og gefur að skilja, fólk sem er mjög veikt, er að deyja á biðlistum,“ segir Haraldur. Þá séu dæmi um að aðstandendur sem sinnt hafa sjálfir fötluðum ástvinum hafi sjálfir lent á örorku. „Aðstandendur fólks sem þarf á aðstoð að halda hefur verið sett í þá stöðu að þurfa að fórna sínu lífi algjörlega í að sinna kannski sjúklingum mjög mikið. Og það hefur síðan aftur orðið til þess að aðstandendur hafa orðið öryrkjar sjálfir. Þannig að þetta kerfi er að búa til stærri og stærri vandamál, og er algjörlega bregðast fólkinu. Ekki bara þeim sem þurfa á því að halda heldur líka öllum sem eru í kringum þau.“ Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Hann segist hafa lent víða á vegg þegar hann reyndi að afla upplýsinga um ferlið í sumar, og íhugaði meðal annars að höfða mál. „Þegar sveitarfélögin hafa hins vegar fengið á sig mál þá hafa þau oft sett fólkið fram fyrir röð og þannig eyðilagt málið. Það sem við vorum að skoða var hvort að það væri hægt að fara í hópmálsókn og þannig fara fram hjá því að þau geti svindlað á kerfinu með því að úthluta eitt og sér,“ segir Haraldur. Eftir nánari skoðun varð þó ekki af málsókn. „Ég skoðaði þetta mál og þau benda á hvort annað, sveitarfélögin og ríkið. Ég held að það hljóti að vera þannig að ríkið beri ábyrgð á málinu. Þannig að það er svolítið snúið finnst mér að fara í mál við sveitarfélögin af því að þau eru ekki með full fjármagnaðan málaflokk,“ segir Haraldur. Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að Guðmundi Ingi Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Ráðherrann sem ber ábyrgð á málinu verður að byrja á því að kynna sér málið. Ef að hann spilar sig stikkfrían, þá mun þetta aldrei leysast,“ segir Haraldur. Fjórðungs framlag frá ríkinu dugi ekki til Félagsmálaráðherra er staddur erlendis og gat ekki veitt viðtal í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu kemur hins vegar fram, að ríkið fjármagni 25% kostnaðar á móti 75% sveitarfélaga vegna allt að 172 NPA-samninga á þessu ári. Allar umsóknir um viðbótarframlag frá ríkinu sem borist hafi frá sveitarfélögum hafi verið samþykktar. Nú séu 128 slíkir samningar í gildi, og má þannig gera ráð fyrir að ríkið gæti tekið þátt í að fjármagna 44 samninga til viðbótar. Ekki hafa þó borist fleiri umsóknir það sem af er ári samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Meðalupphæð vegna hvers samnings nemur alls 42,6 milljónum króna. Haraldur vill þó meina að 25% fjármagn frá ríkinu sé langt frá því að vera nóg til þess að unnt sé fjármagna þessa þjónustu með fullnægjandi hætti. „Ríkið er búið að setja sveitarfélögin í rosalega erfiða stöðu. Ekki að ég sé að klippa sveitarfélögin úr snúrunni alveg, 25% fjármögnun frá ríkinu er bara alls ekki nóg,“ segir Haraldur. Kerfið sé að bregðast og skapi stærri vandamál Þá geti biðin eftir NPA-þjónustu haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. „Biðin hefur verið svona fjögur til fimm ár. Og fólk eins og gefur að skilja, fólk sem er mjög veikt, er að deyja á biðlistum,“ segir Haraldur. Þá séu dæmi um að aðstandendur sem sinnt hafa sjálfir fötluðum ástvinum hafi sjálfir lent á örorku. „Aðstandendur fólks sem þarf á aðstoð að halda hefur verið sett í þá stöðu að þurfa að fórna sínu lífi algjörlega í að sinna kannski sjúklingum mjög mikið. Og það hefur síðan aftur orðið til þess að aðstandendur hafa orðið öryrkjar sjálfir. Þannig að þetta kerfi er að búa til stærri og stærri vandamál, og er algjörlega bregðast fólkinu. Ekki bara þeim sem þurfa á því að halda heldur líka öllum sem eru í kringum þau.“
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira