Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2024 13:01 Campbell hefur gert afar vel í starfi í Detroit en stuðningsmenn liðsins koma misvel fram. Nic Antaya/Getty Images Dan Campbell, þjálfari Detroit Lions í NFL-deildinni, er að selja hús sitt í Detroit vegna ótta um öryggi fjölskyldu sinnar. Það er í kjölfar þess að stuðningsmenn liðsins fundu út hvar þjálfarinn á heima. Tíðindin bárust í kjölfar taps Detroit Lions fyrir Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni um helgina. Campbell hefur snúið gengi Lions algjörlega við í stjóratíð sinni frá 2021 og kom liðinu í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Það var í fyrsta skipti sem liðið komst þangað síðan 2016 og það vann að auki tvo leiki áður en það laut í lægra haldi fyrir San Francisco 49ers í úrslitum NFC-deildarinnar. NEWS #Lions head coach Dan Campbell is selling his multi-million dollar home after fans figured out where he lived, which made him worry about his family's safety. “There’s plenty of space on two acres, and the home is beautiful, but when we lost, people found out where we… pic.twitter.com/Tf8EU1w1Qo— MLFootball (@_MLFootball) September 18, 2024 Í línu við aukinn árangur og sterkara lið hafa væntingar til liðsins aukist í Detroit-borg. Það voru því mikil vonbrigði fyrir stuðningsmenn þegar annar leikur tímabilsins tapaðist fyrir Baker Mayfield og félögum í Tampa Bay. Campbell hefur fundið fyrir óþægilegri nærveru stuðningsmanna við hús sitt eftir tapleiki. Hann neyðist því til að setja heimili sitt á sölu eftir að þeir fundu út hvar fjölskylda hans býr. Ég elskaði þetta heimili, hverfið og allt, segir Campbell í samtali við miðilinn Detroit Business. Þetta er rúmgott og fallegt. Það er bara það að fólk fann út hvar við búum eftir að við töpuðum, segir Campbell. Heimilið er talið seljast á um 4,5 milljónir dala, rúmlega 616 milljónir króna. Campbell hefur þegar fundið kaupanda og stendur í flutningum. NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Tíðindin bárust í kjölfar taps Detroit Lions fyrir Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni um helgina. Campbell hefur snúið gengi Lions algjörlega við í stjóratíð sinni frá 2021 og kom liðinu í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Það var í fyrsta skipti sem liðið komst þangað síðan 2016 og það vann að auki tvo leiki áður en það laut í lægra haldi fyrir San Francisco 49ers í úrslitum NFC-deildarinnar. NEWS #Lions head coach Dan Campbell is selling his multi-million dollar home after fans figured out where he lived, which made him worry about his family's safety. “There’s plenty of space on two acres, and the home is beautiful, but when we lost, people found out where we… pic.twitter.com/Tf8EU1w1Qo— MLFootball (@_MLFootball) September 18, 2024 Í línu við aukinn árangur og sterkara lið hafa væntingar til liðsins aukist í Detroit-borg. Það voru því mikil vonbrigði fyrir stuðningsmenn þegar annar leikur tímabilsins tapaðist fyrir Baker Mayfield og félögum í Tampa Bay. Campbell hefur fundið fyrir óþægilegri nærveru stuðningsmanna við hús sitt eftir tapleiki. Hann neyðist því til að setja heimili sitt á sölu eftir að þeir fundu út hvar fjölskylda hans býr. Ég elskaði þetta heimili, hverfið og allt, segir Campbell í samtali við miðilinn Detroit Business. Þetta er rúmgott og fallegt. Það er bara það að fólk fann út hvar við búum eftir að við töpuðum, segir Campbell. Heimilið er talið seljast á um 4,5 milljónir dala, rúmlega 616 milljónir króna. Campbell hefur þegar fundið kaupanda og stendur í flutningum.
NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira