Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Árni Sæberg skrifar 20. september 2024 14:51 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Arnar Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. Í fréttatilkynningu frá FÍB segir að á ríflega þrjátíu áfangastöðum ferðamanna víða um land séu að jafnaði rukkaðar 1.000 krónur fyrir að leggja bíl. Sé ekki gengið frá greiðslu samdægurs fái bíleigandinn senda kröfu um 4.500 króna vangreiðslugjald til viðbótar. Hér má sjá nokkra þeirra ríflega þrjátíu ferðamannastaði þar sem rukkað er fyrir bílastæði.FÍB Á flestum þessara staða sé nýlega byrjað að rukka fyrir bílastæði sem áður voru gjaldfrjáls, án þess að nokkuð hafi breyst sem útskýrir eða réttlætir gjaldtökuna. Hefur borist fjöldi kvartana Í tilkynningu segir að FÍB hafi borist fjöldi kvartana vegna bílastæðainnheimtunnar. Kvartað sé undan þeim skamma tíma sem ferðarfólki er gefinn til að greiða fyrir bílastæði, ruglingshættu milli bílastæða, einokun á greiðsluleiðum og óútskýrðum háum vangreiðslukröfum. Þá sé kvartað undan því að á óskipulögðum malarstæðum sé sama 1.000 króna gjald tekið og á þeim örfáu bílastæðum sem eru til fyrirmyndar og bjóða upp á salernisaðstöðu. „Að mati FÍB er gjaldtaka á bílastæðum á ferðamannastöðum gengin út í öfgar, ekki síst með háum vangreiðslugjöldum. Tala má um rányrkju í ljósi þessara ósanngjörnu viðskiptahátta. Þarna eru lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. Einatt er fullyrt að fjármunirnir fari í uppbyggingu aðstöðu. Svo virðist vera í einstaka tilfellum, en víðast hvar er meint uppbygging í engu samræmi við gjaldtökuna.“ Segir enga ástæðu fyrir gjaldtökunni FÍB segir vart þurfa að nefna þau neikvæðu áhrif útbreiddrar og vaxandi innheimtu hafi fyrir almenning og ferðaþjónustuna, ekki síst þegar engin ástæða virðist vera fyrir gjaldtökunni. Þá megi rifja upp að ferðaþjónustufyrirtæki hafi margoft vakið athygli á óþrifnum, biluðum eða lokuðum salernum á sumum þessara staða, þó svo að gjaldtakan sé einkum réttlætt vegna salernisaðstöðunnar. „Íslendingar eiga því að venjast að gera notið náttúrunnar í frjálsri för um landið, enda er almannarétturinn ríkur. Stórfelld gjaldtaka á bílastæðum við náttúruperlur gengur gegn þessum hefðum og eyðileggur þá ásýnd sem við viljum hafa af landinu. Ekki er á bætandi þann kostnað sem almenningur hefur af því að ferðast um landið og fyrirséð að kynni margra af markverðum áfangastöðum verða minni fyrir vikið.“ Parka sæki stíft að eigendum Þá segir að fyrirtækið Parka standi að baki gjaldtökunni á flestum ferðamannastöðunum. Fyrirtækið hafi sótt stíft á lóðarhafa að hefja gjaldtöku, hvort sem þörf er á henni eða ekki. Parka leyfi ekki að borgað sé með öðrum öppum en þess eigin, eða í gegnum eigin vefsíðu eða eigin greiðsluvél. „Helsti ávinningur Parka virðist þó felast í hinum háu vangreiðslugjöldum, sem fyrirtækið tekur til sín að öllu leyti. Ennig tekur Parka fimmtung af sjálfu bílastæðagjaldinu.“ Ljóst að gjöldin séu ekki nauðsynleg FÍB segir að sú undantekning að veki athygli að á tveimur stærstu ferðamannastöðum landsins, Gullfossi og Geysi, sé engin gjaldtaka á bílastæðum þótt þau séu á vegum einkaaðila. Af því megi ráða að gjaldtaka á mörgum hinna ferðamannastaðanna sé ekki af nauðsyn heldur sem tekjulind lóðarhafa og bílastæðafyrirtækja. Á mörgum þeirra áfangastaða sem um ræðir hefur Framkvæmdasjóður ferðamannastaða staðið straum af stórum hluta uppbyggingar og endurbóta. Framlög úr sjóðnum nema hundruð milljónum króna á hverju ári. Víðast hvar hafa framlög fengist gegn því að aðgangur að náttúruperlum sé gjaldfrjáls. Lóðarhafar og landeigendur fara í kringum þetta með því að krefjast greiðslu fyrir bílastæðin. Á nokkrum ferðamannastaðanna haldist gjaldtaka á bílastæðum í hendur við þá þjónustu og uppbyggingu sem veitt er. Þar á meðal megi nefna Þingvelli, þar sem salerni og önnur þjónusta fái að jafnaði góða einkunn frá aðilum í ferðaþjónustu. Aðrir staðir sem nefndir eru í sömu andrá séu Hengifoss, Skaftafell, Sólheimajökull og Reykjadalur. Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Bílar Tengdar fréttir Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. 9. september 2024 07:48 Engin salernisaðstaða við Kerið þrátt fyrir hagnað og ellefu ára gjaldtöku Þrátt fyrir að fyrrverandi og núverandi eigendur Kersins hafi tekið gjald af ferðamönnum í ellefu ár er ekki boðið upp á neina þjónustu á svæðinu eins og salernisaðstöðu. Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures segir fyrirhugað að reisa þjónustumiðstöð á svæðinu á næstu árum. 21. ágúst 2024 13:16 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá FÍB segir að á ríflega þrjátíu áfangastöðum ferðamanna víða um land séu að jafnaði rukkaðar 1.000 krónur fyrir að leggja bíl. Sé ekki gengið frá greiðslu samdægurs fái bíleigandinn senda kröfu um 4.500 króna vangreiðslugjald til viðbótar. Hér má sjá nokkra þeirra ríflega þrjátíu ferðamannastaði þar sem rukkað er fyrir bílastæði.FÍB Á flestum þessara staða sé nýlega byrjað að rukka fyrir bílastæði sem áður voru gjaldfrjáls, án þess að nokkuð hafi breyst sem útskýrir eða réttlætir gjaldtökuna. Hefur borist fjöldi kvartana Í tilkynningu segir að FÍB hafi borist fjöldi kvartana vegna bílastæðainnheimtunnar. Kvartað sé undan þeim skamma tíma sem ferðarfólki er gefinn til að greiða fyrir bílastæði, ruglingshættu milli bílastæða, einokun á greiðsluleiðum og óútskýrðum háum vangreiðslukröfum. Þá sé kvartað undan því að á óskipulögðum malarstæðum sé sama 1.000 króna gjald tekið og á þeim örfáu bílastæðum sem eru til fyrirmyndar og bjóða upp á salernisaðstöðu. „Að mati FÍB er gjaldtaka á bílastæðum á ferðamannastöðum gengin út í öfgar, ekki síst með háum vangreiðslugjöldum. Tala má um rányrkju í ljósi þessara ósanngjörnu viðskiptahátta. Þarna eru lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. Einatt er fullyrt að fjármunirnir fari í uppbyggingu aðstöðu. Svo virðist vera í einstaka tilfellum, en víðast hvar er meint uppbygging í engu samræmi við gjaldtökuna.“ Segir enga ástæðu fyrir gjaldtökunni FÍB segir vart þurfa að nefna þau neikvæðu áhrif útbreiddrar og vaxandi innheimtu hafi fyrir almenning og ferðaþjónustuna, ekki síst þegar engin ástæða virðist vera fyrir gjaldtökunni. Þá megi rifja upp að ferðaþjónustufyrirtæki hafi margoft vakið athygli á óþrifnum, biluðum eða lokuðum salernum á sumum þessara staða, þó svo að gjaldtakan sé einkum réttlætt vegna salernisaðstöðunnar. „Íslendingar eiga því að venjast að gera notið náttúrunnar í frjálsri för um landið, enda er almannarétturinn ríkur. Stórfelld gjaldtaka á bílastæðum við náttúruperlur gengur gegn þessum hefðum og eyðileggur þá ásýnd sem við viljum hafa af landinu. Ekki er á bætandi þann kostnað sem almenningur hefur af því að ferðast um landið og fyrirséð að kynni margra af markverðum áfangastöðum verða minni fyrir vikið.“ Parka sæki stíft að eigendum Þá segir að fyrirtækið Parka standi að baki gjaldtökunni á flestum ferðamannastöðunum. Fyrirtækið hafi sótt stíft á lóðarhafa að hefja gjaldtöku, hvort sem þörf er á henni eða ekki. Parka leyfi ekki að borgað sé með öðrum öppum en þess eigin, eða í gegnum eigin vefsíðu eða eigin greiðsluvél. „Helsti ávinningur Parka virðist þó felast í hinum háu vangreiðslugjöldum, sem fyrirtækið tekur til sín að öllu leyti. Ennig tekur Parka fimmtung af sjálfu bílastæðagjaldinu.“ Ljóst að gjöldin séu ekki nauðsynleg FÍB segir að sú undantekning að veki athygli að á tveimur stærstu ferðamannastöðum landsins, Gullfossi og Geysi, sé engin gjaldtaka á bílastæðum þótt þau séu á vegum einkaaðila. Af því megi ráða að gjaldtaka á mörgum hinna ferðamannastaðanna sé ekki af nauðsyn heldur sem tekjulind lóðarhafa og bílastæðafyrirtækja. Á mörgum þeirra áfangastaða sem um ræðir hefur Framkvæmdasjóður ferðamannastaða staðið straum af stórum hluta uppbyggingar og endurbóta. Framlög úr sjóðnum nema hundruð milljónum króna á hverju ári. Víðast hvar hafa framlög fengist gegn því að aðgangur að náttúruperlum sé gjaldfrjáls. Lóðarhafar og landeigendur fara í kringum þetta með því að krefjast greiðslu fyrir bílastæðin. Á nokkrum ferðamannastaðanna haldist gjaldtaka á bílastæðum í hendur við þá þjónustu og uppbyggingu sem veitt er. Þar á meðal megi nefna Þingvelli, þar sem salerni og önnur þjónusta fái að jafnaði góða einkunn frá aðilum í ferðaþjónustu. Aðrir staðir sem nefndir eru í sömu andrá séu Hengifoss, Skaftafell, Sólheimajökull og Reykjadalur.
Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Bílar Tengdar fréttir Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. 9. september 2024 07:48 Engin salernisaðstaða við Kerið þrátt fyrir hagnað og ellefu ára gjaldtöku Þrátt fyrir að fyrrverandi og núverandi eigendur Kersins hafi tekið gjald af ferðamönnum í ellefu ár er ekki boðið upp á neina þjónustu á svæðinu eins og salernisaðstöðu. Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures segir fyrirhugað að reisa þjónustumiðstöð á svæðinu á næstu árum. 21. ágúst 2024 13:16 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. 9. september 2024 07:48
Engin salernisaðstaða við Kerið þrátt fyrir hagnað og ellefu ára gjaldtöku Þrátt fyrir að fyrrverandi og núverandi eigendur Kersins hafi tekið gjald af ferðamönnum í ellefu ár er ekki boðið upp á neina þjónustu á svæðinu eins og salernisaðstöðu. Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures segir fyrirhugað að reisa þjónustumiðstöð á svæðinu á næstu árum. 21. ágúst 2024 13:16