„Átum þá lifandi í fyrri hálfleik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 23:31 Strákarnir hans Eriks ten Hag náðu ekki að nýta sér yfirburðina í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace. EPA-EFE/PETER POWELL Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla á laugardag. Liðið náði hins vegar ekki að skora og þurfti á endanum að treysta á hetjudáðir Andrés Onana til að fá stig út úr leiknum. „Þegar við sigrum ekki þá er ég ekki ánægður. Við hefðum áttum að vinna, við átum þá lifandi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var meira jafnvægi en í fyrri hálfleik áttum við að skora 1-2 mörk.“ „Gegn Brighton & Hove Albion hefðum við átt að ná í jafntefli eða jafnvel sigur svo við töpuðum þremur stigum þar. Í dag töpuðum við líklega tveimur stigum vegna fyrri hálfleiks en við töpuðum þessum leik hins vegar ekki í lokin,“ sagði Ten Hag sem var svo spurður hvort færanýtingin hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég tel ekki svo vera. Við vorum með alla stjórn á leiknum, bæði með og án bolta. Mér fannst við spila virkilega vel. Eina var að leikurinn ræðst í vítateignum. Þar þurfum við að vera klínískari.“ Onana bjargaði United með magnaðri tvöfaldri markvörslu í seinni hálfleik og sá til þess að liðið fékk ekki á sig mark. „Það er erfitt fyrir markvörðinn að vera í réttu augnabliki þegar þú þarft á honum að halda. Dean Henderson spilaði virkilega vel og varði fjöldann allan af skotum. Hann var í takti en André þurfti að bíða og halda einbeitingu og þegar augnablikið kom þá var hann á réttum stað og gerði frábærlega,“ sagði Ten Hag. THAT double save, though 🤯Well deserved, @AndreyOnana 👏#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/2VKDWoGC5w— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 „Við þurfum að leggja mikið á okkur sem lið að vera þéttir varnarlega. Við höfum unnið mikið með pressuna okkar og þú sérð ágóðann af því en við höfum að sama skapi stjórn á leiknum þegar við erum með boltann.“ „Þeir lokuðu miðjunni og áttu nokkrar virkilega góðar skyndisóknir svo leikurinn varð erfiðari. Við sóttum á mörgum mönnum og það gaf þeim pláss til að sækja í,“ sagði sá hollenski um síðari hálfleikinn. Great to see you back out there, Rasmus 💪#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/4gy3Rz6rIb— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sneri til baka eftir að hafa meiðst í fyrsta æfingaleik sínum fyrir félagið á leiktíðinni. „Maður vill fá menn inn af bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Í dag gátum við sett Höjlund og Marcus Rashford inn til að hafa áhrif. Ég er viss um að þeir munu vinna leiki fyrir okkur.“ Eftir jafnteflið á Selhurst Park er Man United í 11. sæti deildarinnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
„Þegar við sigrum ekki þá er ég ekki ánægður. Við hefðum áttum að vinna, við átum þá lifandi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var meira jafnvægi en í fyrri hálfleik áttum við að skora 1-2 mörk.“ „Gegn Brighton & Hove Albion hefðum við átt að ná í jafntefli eða jafnvel sigur svo við töpuðum þremur stigum þar. Í dag töpuðum við líklega tveimur stigum vegna fyrri hálfleiks en við töpuðum þessum leik hins vegar ekki í lokin,“ sagði Ten Hag sem var svo spurður hvort færanýtingin hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég tel ekki svo vera. Við vorum með alla stjórn á leiknum, bæði með og án bolta. Mér fannst við spila virkilega vel. Eina var að leikurinn ræðst í vítateignum. Þar þurfum við að vera klínískari.“ Onana bjargaði United með magnaðri tvöfaldri markvörslu í seinni hálfleik og sá til þess að liðið fékk ekki á sig mark. „Það er erfitt fyrir markvörðinn að vera í réttu augnabliki þegar þú þarft á honum að halda. Dean Henderson spilaði virkilega vel og varði fjöldann allan af skotum. Hann var í takti en André þurfti að bíða og halda einbeitingu og þegar augnablikið kom þá var hann á réttum stað og gerði frábærlega,“ sagði Ten Hag. THAT double save, though 🤯Well deserved, @AndreyOnana 👏#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/2VKDWoGC5w— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 „Við þurfum að leggja mikið á okkur sem lið að vera þéttir varnarlega. Við höfum unnið mikið með pressuna okkar og þú sérð ágóðann af því en við höfum að sama skapi stjórn á leiknum þegar við erum með boltann.“ „Þeir lokuðu miðjunni og áttu nokkrar virkilega góðar skyndisóknir svo leikurinn varð erfiðari. Við sóttum á mörgum mönnum og það gaf þeim pláss til að sækja í,“ sagði sá hollenski um síðari hálfleikinn. Great to see you back out there, Rasmus 💪#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/4gy3Rz6rIb— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sneri til baka eftir að hafa meiðst í fyrsta æfingaleik sínum fyrir félagið á leiktíðinni. „Maður vill fá menn inn af bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Í dag gátum við sett Höjlund og Marcus Rashford inn til að hafa áhrif. Ég er viss um að þeir munu vinna leiki fyrir okkur.“ Eftir jafnteflið á Selhurst Park er Man United í 11. sæti deildarinnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira