Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 20:02 Henry Alexander Henrysson heimspekingur segir marga hugsi yfir fréttum helgarinnar. Vísir/Sigurjón Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. Frjósemisfyrirtækð Livio auglýsti nýlega eftir íslenskum sæðisgjöfum, sem geta valið hvort sæðið sé notað hér á landi eða einungis í útlöndum. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag að skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði sé ekki kannaður en sæðisgjafar eru hvattir til að láta sína nánustu vita svo ekki verði „slys“ eins og yfirlæknir orðaði það. „Ég skil alveg að fólk sé hugsi eftir þessar fréttir. Það hafa margir nefnt það við mig að þetta sé sértakt. Ég held það sé í fyrsta lagi það að fólk vissi ekki af þessum möguleika, þetta hefur ekki verið mikið rætt í íslensku samfélagi. Ég held hreinlega að fáir hafi vitað að sæðisgjafir væru í boði,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Taka megi aukaskref Fólk sé þá hugsi yfir því að ábyrgðinni sé varpað á herðar sæðisgjafanna. „Ég held að það sé kannski ekki alveg leiðin til að fara.“ Snorri Einarsson, yfrlæknir á Livio, segir í samtali við fréttastofu í dag að langflestir íslensku sæðisgjafanna velji að senda sæðið út og eins velji þeir sem þiggja sæði hérlendis erlenda gjafa. Þá nefnir hann að ekkert stoppi til að mynda systkinabörn að eignast saman afkomendur. „Fólk spyr sig: Er íslenskt samfélag ekki með ákveðna sérstöðu vegna smæðar sinnar? Þá vaknar þessi spurning, sem ég held að hafi gert fólk smá hugsi: Er kannski ástæða til að fara aðeins umfram lagarammann og læknisfræðileg rök og taka kannski nokkur aukaskref, til dæmis að bjóða upp á þann möguleika að skyldleiki sé skoðaður?“ segir Henry. „Slys geta alltaf orðið“ Eins séu uppi stórar spurningar um það hversu marga afkomendur sæðisgjafar geti eignast. „Það er kannski eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af og jafnvel hafa verið búnar til bíómyndir um. Það eru kannski stærstu spurningarnar: Hvert kynfrumurnar fara og hversu margir nýta þær og þar af leiðandi skyldleiki aðila úti í samfélaginu, sem vita kannski ekki af hvorum öðrum.“ Er einhver hætta á að það verði einhver svona slys, eins og það er orðað? „Slys geta alltaf orðið og við höfum það í gegn um söguna að jafnvel hjá öflugustu aðilum hafi hlutir farið úrskeiðis. Það er óalgengt, það gerist ekki oft en þegar það gerist fer ansi mikið úrskeiðis og þá erum við líka að fást við gríðarlega mikilvæg siðfræðileg verðmæti.“ Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Frjósemisfyrirtækð Livio auglýsti nýlega eftir íslenskum sæðisgjöfum, sem geta valið hvort sæðið sé notað hér á landi eða einungis í útlöndum. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag að skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði sé ekki kannaður en sæðisgjafar eru hvattir til að láta sína nánustu vita svo ekki verði „slys“ eins og yfirlæknir orðaði það. „Ég skil alveg að fólk sé hugsi eftir þessar fréttir. Það hafa margir nefnt það við mig að þetta sé sértakt. Ég held það sé í fyrsta lagi það að fólk vissi ekki af þessum möguleika, þetta hefur ekki verið mikið rætt í íslensku samfélagi. Ég held hreinlega að fáir hafi vitað að sæðisgjafir væru í boði,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Taka megi aukaskref Fólk sé þá hugsi yfir því að ábyrgðinni sé varpað á herðar sæðisgjafanna. „Ég held að það sé kannski ekki alveg leiðin til að fara.“ Snorri Einarsson, yfrlæknir á Livio, segir í samtali við fréttastofu í dag að langflestir íslensku sæðisgjafanna velji að senda sæðið út og eins velji þeir sem þiggja sæði hérlendis erlenda gjafa. Þá nefnir hann að ekkert stoppi til að mynda systkinabörn að eignast saman afkomendur. „Fólk spyr sig: Er íslenskt samfélag ekki með ákveðna sérstöðu vegna smæðar sinnar? Þá vaknar þessi spurning, sem ég held að hafi gert fólk smá hugsi: Er kannski ástæða til að fara aðeins umfram lagarammann og læknisfræðileg rök og taka kannski nokkur aukaskref, til dæmis að bjóða upp á þann möguleika að skyldleiki sé skoðaður?“ segir Henry. „Slys geta alltaf orðið“ Eins séu uppi stórar spurningar um það hversu marga afkomendur sæðisgjafar geti eignast. „Það er kannski eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af og jafnvel hafa verið búnar til bíómyndir um. Það eru kannski stærstu spurningarnar: Hvert kynfrumurnar fara og hversu margir nýta þær og þar af leiðandi skyldleiki aðila úti í samfélaginu, sem vita kannski ekki af hvorum öðrum.“ Er einhver hætta á að það verði einhver svona slys, eins og það er orðað? „Slys geta alltaf orðið og við höfum það í gegn um söguna að jafnvel hjá öflugustu aðilum hafi hlutir farið úrskeiðis. Það er óalgengt, það gerist ekki oft en þegar það gerist fer ansi mikið úrskeiðis og þá erum við líka að fást við gríðarlega mikilvæg siðfræðileg verðmæti.“
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03