Móðir ákærð fyrir stórfellda líkamsárás Lovísa Arnardóttir skrifar 24. september 2024 21:53 Framkvæma þurfti aðgerðina aftur á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að það byrjaði að blæða úr skurðsárinu. Vísir/Vilhelm Móðir um fjögurra ára drengs hefur verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás og heimilisofbeldi fyrir að láta umskera son sinn í heimahúsi sinn fyrir tveimur árum. Þá var drengurinn um 17 mánaða gamall. Héraðssaksóknari staðfestir að ákæra hafi verið gefin út. Hann segir líklegt að þinghald verði lokað í málinu. Greint var frá málinu á vef RÚV í gær en þar segir að umskurðurinn hafi verið gerður af trúar- eða menningarlegum ástæðum. Umskurður drengja er ekki bannaður með lögum á Íslandi en fram kemur í frétt RÚV að barnið hafi eftir aðgerðina verið flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri stuttu síðar að beiðni barnaverndaryfirvalda í bænum. Þar þurfti að framkvæma aðra aðgerð á barninu vegna blæðingar í skurðsárinu. Í frétt RÚV kemur fram að kona hafi ferðast frá Ítalíu til Akureyrar til að framkvæma aðgerðina. Konan sé frá Gana. Umdeilt mál Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Á vef Umboðsmanns barna segir að slíkar aðgerðir á drengjum séu ekki bannaðar en að í hegningarlögum sé að finna ákvæði sem banni umskurð á stúlkum. Í áliti og yfirlýsingu embættisins frá árinu 2013 kom þó fram að umboðsmaður teldi umskurð brjóta gegn grundvallarréttindum drengja. Eðlilegt væri að drengir sem vilji láta gera það af trúar- eða menningarlegum ástæðum tækju ákvörðun um það sjálfir þegar þeir hafi þroska og aldur til að skilja hvað felist í slíkri aðgerð. Heilbrigðismál Akureyri Gana Tengdar fréttir Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. 9. júlí 2024 20:48 Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. 9. júlí 2024 13:57 Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt. 12. janúar 2019 07:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Greint var frá málinu á vef RÚV í gær en þar segir að umskurðurinn hafi verið gerður af trúar- eða menningarlegum ástæðum. Umskurður drengja er ekki bannaður með lögum á Íslandi en fram kemur í frétt RÚV að barnið hafi eftir aðgerðina verið flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri stuttu síðar að beiðni barnaverndaryfirvalda í bænum. Þar þurfti að framkvæma aðra aðgerð á barninu vegna blæðingar í skurðsárinu. Í frétt RÚV kemur fram að kona hafi ferðast frá Ítalíu til Akureyrar til að framkvæma aðgerðina. Konan sé frá Gana. Umdeilt mál Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Á vef Umboðsmanns barna segir að slíkar aðgerðir á drengjum séu ekki bannaðar en að í hegningarlögum sé að finna ákvæði sem banni umskurð á stúlkum. Í áliti og yfirlýsingu embættisins frá árinu 2013 kom þó fram að umboðsmaður teldi umskurð brjóta gegn grundvallarréttindum drengja. Eðlilegt væri að drengir sem vilji láta gera það af trúar- eða menningarlegum ástæðum tækju ákvörðun um það sjálfir þegar þeir hafi þroska og aldur til að skilja hvað felist í slíkri aðgerð.
Heilbrigðismál Akureyri Gana Tengdar fréttir Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. 9. júlí 2024 20:48 Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. 9. júlí 2024 13:57 Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt. 12. janúar 2019 07:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. 9. júlí 2024 20:48
Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. 9. júlí 2024 13:57
Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt. 12. janúar 2019 07:45