Tölum um það sem er í boði fyrir ungt fólk Bjarney Rún Haraldsdóttir og Eva Rós Ólafsdóttir skrifa 24. september 2024 09:31 Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra. Aukin krafa er gerð um þjónustu fyrir ungt fólk og samfélagsumræðan snýr fremur að skorti á viðeigandi úrræðum í stað umræðu um þau úrræði sem eru í boði. Bergið headspace var stofnað árið 2018 í kjölfar ákalls ungmenna fyrir þjónustu á þeirra forsendum. Bergið er ráðgjafarþjónusta fyrir öll ungmenni frá 12 - 25 ára, byggt á ástralskri hugmyndafræði headspace. Frá árinu 2019 hefur Bergið verið vettvangur fyrir ungmenni þar sem þau geta talað um tilfinningar sínar við reynda fagaðila, sem starfa af áhuga og metnaði fyrir velferð ungs fólks. Þjónustan kostar ekkert og er lágþröskulda. Það þýðir að hún er aðgengileg, án hindrana og skilyrða, með það markmið að ungt fólk fái stuðning eins snemma og eins auðveldlega og mögulegt er. Eina forsendan fyrir þjónustunni er að ungmennið vilji nýta sér hana. Frá opnun Bergsins hafa 2500 ungmenni nýtt sér þjónustuna á eigin forsendum og af miklu hugrekki. Það gera þau til þess að fá aðstoð, til þess að tala um og finna tilfinningar sínar í öruggu rými og til þess að geta skilið þarfir sínar og sjálf sig betur. Þegar þetta er skrifað eru 100 ungmenni að nýta sér þjónustuna í hverri viku. Þjónusta Bergsins er mikilvæg forvörn fyrir ungmenni, hún sparar samfélaginu fjármuni sé litið til lengri tíma, ásamt því að létta á biðlistum hjá heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Áföll og óhófleg streita í bernsku hafa mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið en helmingur þeirra sem sækja þjónustu Bergsins hafa alist upp við geðrænan og/eða fíknivanda foreldris eða systkinis. Það er mikilvægt að þau ungmenni séu gripin snemma og að þau tali um áföllin sín við fullorðinn aðila sem þau geta treyst. Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum áfalla og erfiðrar reynslu í bernsku og heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni er ACE rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences). ACE spurningarlistinn skoðar einstaklinginn út frá streituvaldandi þáttum eða áföllum sem varða ofbeldi, vanrækslu og vanvirkar heimilisaðstæður, á fyrstu 18 árum ævinnar. Sýnt hefur verið fram á að sterkt samband er milli fjölda ACE-stiga og þróunar og algengi margvíslegra heilsufarsvandamála. Einstaklingar með fjögur eða fleiri ACE-stig eru fjórfalt til tólffalt líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi, fíknivanda, eða gera tilraun til sjálfsvígs. Samkvæmt gögnum Bergsins eru 40% ungmenna sem þangað leita með fjögur eða fleiri ACE-stig. Það gefur auga leið að það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að ungmenni burðist ekki með vanlíðan, áhyggjur og áföll fram á fullorðinsár án þess að fá aðstoð. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið er úrræði sem er til staðar fyrir ungmenni og hlúir að geðheilbrigði þeirra. Gögn sýna að 80% af ungmennum sem sækja Bergið þurfa ekki frekari þjónustu og að marktækt dragi úr þunglyndi, kvíða og streitu eftir komu í Bergið. Þau upplifa einnig að á þau sé hlustað. Í Berginu er biðlistum haldið í lágmarki og vilji er fyrir því að tryggja að svo verði áfram með vaxandi aðsókn. Forsvarsmenn Bergsins eru í virku samtali við heilbrigðisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og barna- og menntamálaráðuneytið um áframhaldandi fjármögnun. Fáist sú fjármögnun mun hún þó ekki ná utan um kostnaðinn við að veita 5000 viðtöl á ári eins og þörfin er. Bergið gæti stækkað enn frekar og fært sig nær ungmennum um allt land, því áhugi á þjónustunni er sannarlega til staðar. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi og vöxt er afar mikilvægt að Bergið hljóti stuðning almennings og fyrirtækja. Hægt er að gerast Bergrisi, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar Bergsins. Starfsemin er á almannaheillaskrá og eru styrkir frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Við hvetjum öll sem hefðu þurft á Berginu að halda, sem þekkja ungt fólk sem þarf á Berginu að halda eða vinna með ungu fólki sem þarf á Berginu að halda, að gerast Bergrisar. Tökum höndum saman fyrir unga fólkið okkar, framtíðarauð samfélagsins og tryggjum þeim þjónustu sem hefur sýnt fram á bæði mikilvægi og forvarnargildi. Höfundar eru Bjarney Rún Haraldsdóttir, stjórnarformaður og Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri í Berginu headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra. Aukin krafa er gerð um þjónustu fyrir ungt fólk og samfélagsumræðan snýr fremur að skorti á viðeigandi úrræðum í stað umræðu um þau úrræði sem eru í boði. Bergið headspace var stofnað árið 2018 í kjölfar ákalls ungmenna fyrir þjónustu á þeirra forsendum. Bergið er ráðgjafarþjónusta fyrir öll ungmenni frá 12 - 25 ára, byggt á ástralskri hugmyndafræði headspace. Frá árinu 2019 hefur Bergið verið vettvangur fyrir ungmenni þar sem þau geta talað um tilfinningar sínar við reynda fagaðila, sem starfa af áhuga og metnaði fyrir velferð ungs fólks. Þjónustan kostar ekkert og er lágþröskulda. Það þýðir að hún er aðgengileg, án hindrana og skilyrða, með það markmið að ungt fólk fái stuðning eins snemma og eins auðveldlega og mögulegt er. Eina forsendan fyrir þjónustunni er að ungmennið vilji nýta sér hana. Frá opnun Bergsins hafa 2500 ungmenni nýtt sér þjónustuna á eigin forsendum og af miklu hugrekki. Það gera þau til þess að fá aðstoð, til þess að tala um og finna tilfinningar sínar í öruggu rými og til þess að geta skilið þarfir sínar og sjálf sig betur. Þegar þetta er skrifað eru 100 ungmenni að nýta sér þjónustuna í hverri viku. Þjónusta Bergsins er mikilvæg forvörn fyrir ungmenni, hún sparar samfélaginu fjármuni sé litið til lengri tíma, ásamt því að létta á biðlistum hjá heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Áföll og óhófleg streita í bernsku hafa mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið en helmingur þeirra sem sækja þjónustu Bergsins hafa alist upp við geðrænan og/eða fíknivanda foreldris eða systkinis. Það er mikilvægt að þau ungmenni séu gripin snemma og að þau tali um áföllin sín við fullorðinn aðila sem þau geta treyst. Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum áfalla og erfiðrar reynslu í bernsku og heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni er ACE rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences). ACE spurningarlistinn skoðar einstaklinginn út frá streituvaldandi þáttum eða áföllum sem varða ofbeldi, vanrækslu og vanvirkar heimilisaðstæður, á fyrstu 18 árum ævinnar. Sýnt hefur verið fram á að sterkt samband er milli fjölda ACE-stiga og þróunar og algengi margvíslegra heilsufarsvandamála. Einstaklingar með fjögur eða fleiri ACE-stig eru fjórfalt til tólffalt líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi, fíknivanda, eða gera tilraun til sjálfsvígs. Samkvæmt gögnum Bergsins eru 40% ungmenna sem þangað leita með fjögur eða fleiri ACE-stig. Það gefur auga leið að það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að ungmenni burðist ekki með vanlíðan, áhyggjur og áföll fram á fullorðinsár án þess að fá aðstoð. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið er úrræði sem er til staðar fyrir ungmenni og hlúir að geðheilbrigði þeirra. Gögn sýna að 80% af ungmennum sem sækja Bergið þurfa ekki frekari þjónustu og að marktækt dragi úr þunglyndi, kvíða og streitu eftir komu í Bergið. Þau upplifa einnig að á þau sé hlustað. Í Berginu er biðlistum haldið í lágmarki og vilji er fyrir því að tryggja að svo verði áfram með vaxandi aðsókn. Forsvarsmenn Bergsins eru í virku samtali við heilbrigðisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og barna- og menntamálaráðuneytið um áframhaldandi fjármögnun. Fáist sú fjármögnun mun hún þó ekki ná utan um kostnaðinn við að veita 5000 viðtöl á ári eins og þörfin er. Bergið gæti stækkað enn frekar og fært sig nær ungmennum um allt land, því áhugi á þjónustunni er sannarlega til staðar. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi og vöxt er afar mikilvægt að Bergið hljóti stuðning almennings og fyrirtækja. Hægt er að gerast Bergrisi, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar Bergsins. Starfsemin er á almannaheillaskrá og eru styrkir frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Við hvetjum öll sem hefðu þurft á Berginu að halda, sem þekkja ungt fólk sem þarf á Berginu að halda eða vinna með ungu fólki sem þarf á Berginu að halda, að gerast Bergrisar. Tökum höndum saman fyrir unga fólkið okkar, framtíðarauð samfélagsins og tryggjum þeim þjónustu sem hefur sýnt fram á bæði mikilvægi og forvarnargildi. Höfundar eru Bjarney Rún Haraldsdóttir, stjórnarformaður og Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri í Berginu headspace.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun