Bjarkey ekki undir feldi Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 24. september 2024 11:29 Bjarkey Olsen styður Svandísi heilshugar. Vísir/Sigurjón Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Þetta staðfesti hún í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Skömmu áður hafði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra tilkynnt að hún myndi gefa kost á sér í formannssætið á landsfundi, sem hefst eftir tíu daga. Bjarkey segir að hún styðji Svandísi heilshugar, hún hafi verið lengi í pólitík og hún telji hana sterkan kandídat fyrir Vinstri græn til þess að sækja traustið til þess hóps sem fjarað hafi undan á undanförnum árum. Skráning á landsfundinn bendi til þess að fólki finnist mikilvægt að Vinstri græn nái inn á Alþingi að loknum kosningum. Fólki sé ekki sama. Kosningar í vor hafi ekki verið ræddar Svandís segist telja það eðlilegast ef kosið yrði strax í vor og nýhafinn þingvetur yrði sá síðasti á kjörtímabilinu. Bjarkey segir það ekki hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórninni hvort boðað verði til kosninga í vor í stað næsta hausts. „Það hefur oft verið talað um það að það sé betra að kjósa að vori en að hausti. Við verðum bara að sjá til hvort það verði niðustaðan. Ríkisstjórnarsamstarfið flókið Verða heitar umræður um ríkisstjórnarsamstarfið á sjö ára afmæli þess á landsfundinum? „Það væri óeðlilegt ef það verða ekki sterk skoðanaskipti, eins og alltaf á milli Vinstri grænna. Við höfum sem betur fer borið gæfu til þess að geta talað saman hreint út um erfið mál. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur sannarlega verið mjög flókið á köflum, svo vægt sé til orða tekið.“ Þá segir hún að Vinstri græn hafi alls ekki náð öllum sínum málum fram í samstarfinu. Til að mynda sé fjöldi mála undir hjá henni í sjávarútveginum sem hún myndi vilja sjá klárast í vetur. „Nei, nei. Við erum ekki búin.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24 Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Þetta staðfesti hún í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Skömmu áður hafði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra tilkynnt að hún myndi gefa kost á sér í formannssætið á landsfundi, sem hefst eftir tíu daga. Bjarkey segir að hún styðji Svandísi heilshugar, hún hafi verið lengi í pólitík og hún telji hana sterkan kandídat fyrir Vinstri græn til þess að sækja traustið til þess hóps sem fjarað hafi undan á undanförnum árum. Skráning á landsfundinn bendi til þess að fólki finnist mikilvægt að Vinstri græn nái inn á Alþingi að loknum kosningum. Fólki sé ekki sama. Kosningar í vor hafi ekki verið ræddar Svandís segist telja það eðlilegast ef kosið yrði strax í vor og nýhafinn þingvetur yrði sá síðasti á kjörtímabilinu. Bjarkey segir það ekki hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórninni hvort boðað verði til kosninga í vor í stað næsta hausts. „Það hefur oft verið talað um það að það sé betra að kjósa að vori en að hausti. Við verðum bara að sjá til hvort það verði niðustaðan. Ríkisstjórnarsamstarfið flókið Verða heitar umræður um ríkisstjórnarsamstarfið á sjö ára afmæli þess á landsfundinum? „Það væri óeðlilegt ef það verða ekki sterk skoðanaskipti, eins og alltaf á milli Vinstri grænna. Við höfum sem betur fer borið gæfu til þess að geta talað saman hreint út um erfið mál. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur sannarlega verið mjög flókið á köflum, svo vægt sé til orða tekið.“ Þá segir hún að Vinstri græn hafi alls ekki náð öllum sínum málum fram í samstarfinu. Til að mynda sé fjöldi mála undir hjá henni í sjávarútveginum sem hún myndi vilja sjá klárast í vetur. „Nei, nei. Við erum ekki búin.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24 Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24
Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24