Milljónir úr launaumslögum til vopnakaupa Ástþór Magnússon skrifar 24. september 2024 11:31 Íslenskir alþingismenn virðast æstir í að fjármagna stríðsvélina á meðan þeir skera niður velferðarþjónustu Íslendinga. Nú á að seilast í launaseðla starfsmanna Íslenskra fyrirtækja og taka frá hverjum starfsmannahóp milljónir króna til vopnakaupa. Tugi milljóna úr vösum starfsmanna stærri fyrirtækja. Hver fjölskylda greiði 400 þúsund krónur til stríðsreksturs Hver fjölskylda með fjóra vinnandi einstaklinga á að greiða yfir hundrað þúsund krónur til bandarískra vopnaframleiðenda. Enginn sleppur, þetta verður rifið af launþegum að þeim forspurðum. Lítil og stór fyrirtæki, sjómenn og allur almenningur í landinu hvort sem þeir starfa hárgreiðslu, ferðaþjónustu eða annað þurfa að greiða stríðsskattinn nema við grípum í taumana núna. Framlagið á að vera yfir 100 þúsund á hvern kjósanda á kjörtímabilinu. 7 milljarðar á ári til hernaðar Sama dag og Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands setti Alþingi lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp með nær 7 milljörðum til hernaðar á næsta ári að mestu fyrir Úkraínu. Á sama tíma er spennustigið að aukast og Rússar hóta að ráðast á þau ríki sem senda vopn. Gegn yfirlýstri stefnu forseta Íslands Forseti Íslands hefur lýst andstöðu við þessar hugmyndir og segir hægt að semja um aðrar lausnir en vopnakaup. Segir samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi: „Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn, það er ekki sjálfsagt og Íslendingar úti um allt land hafa tekið undir með mér. Besta öryggisstefnan að vera alltaf landið sem velur frið og hættulegasta stefnan sem við getum valið sem þjóð er að að taka þátt í þessum átökum. Við getum verið litla þjóðin sem lyftir grettistaki í heiminum með því að velja frið" sagði Halla Tómasdóttir í fyrr á þessu ári. Þú getur stöðvað þetta brjálæði Á vefnum www.austurvollur.is getur þú tekið þátt í átaki til stuðnings forseta Íslands að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir alþingismenn virðast æstir í að fjármagna stríðsvélina á meðan þeir skera niður velferðarþjónustu Íslendinga. Nú á að seilast í launaseðla starfsmanna Íslenskra fyrirtækja og taka frá hverjum starfsmannahóp milljónir króna til vopnakaupa. Tugi milljóna úr vösum starfsmanna stærri fyrirtækja. Hver fjölskylda greiði 400 þúsund krónur til stríðsreksturs Hver fjölskylda með fjóra vinnandi einstaklinga á að greiða yfir hundrað þúsund krónur til bandarískra vopnaframleiðenda. Enginn sleppur, þetta verður rifið af launþegum að þeim forspurðum. Lítil og stór fyrirtæki, sjómenn og allur almenningur í landinu hvort sem þeir starfa hárgreiðslu, ferðaþjónustu eða annað þurfa að greiða stríðsskattinn nema við grípum í taumana núna. Framlagið á að vera yfir 100 þúsund á hvern kjósanda á kjörtímabilinu. 7 milljarðar á ári til hernaðar Sama dag og Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands setti Alþingi lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp með nær 7 milljörðum til hernaðar á næsta ári að mestu fyrir Úkraínu. Á sama tíma er spennustigið að aukast og Rússar hóta að ráðast á þau ríki sem senda vopn. Gegn yfirlýstri stefnu forseta Íslands Forseti Íslands hefur lýst andstöðu við þessar hugmyndir og segir hægt að semja um aðrar lausnir en vopnakaup. Segir samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi: „Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn, það er ekki sjálfsagt og Íslendingar úti um allt land hafa tekið undir með mér. Besta öryggisstefnan að vera alltaf landið sem velur frið og hættulegasta stefnan sem við getum valið sem þjóð er að að taka þátt í þessum átökum. Við getum verið litla þjóðin sem lyftir grettistaki í heiminum með því að velja frið" sagði Halla Tómasdóttir í fyrr á þessu ári. Þú getur stöðvað þetta brjálæði Á vefnum www.austurvollur.is getur þú tekið þátt í átaki til stuðnings forseta Íslands að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar